Bið eftir stjórnarmyndun reynir á taugarnar Karen Kjartansdóttir skrifar 2. maí 2013 12:02 Það blasir ekki við á þessari stundu hverjir munu mynda meirihluta. Marga Sjálfstæðismenn virðist svíða að Framsóknarflokkurinn muni að öllum líkindum taka við forsætisráðuneytinu. Sjálfstæðismenn vísa þó baráttu gegn formanni Framsóknarflokksins frá nafnlausum samtökum sem tengd eru nafni flokksins alfarið á bug og velta því fyrir sér að vísa málinu til lögreglu. Meðal undarlegra fyrirbæra sem hafa kviknað í umræðu um stjónarmyndun eftir kosningar er síða á Facebook þar sem þess er krafist í nafni Sjálfstæðisflokksins að Sjálfstæðisflokkurinn leiði ríkisstjórnina. Á síðunni eru höfð ljót orð um Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins. Þá hefur myndum af Sigmundi með niðrandi athugasemdum einnig verið dreift í nafni Sjálfstæðismanna erlendis og Sjálfstæðismanna í Húnaflóa. Í gær sóru nokkrir nafntogaðir Sjálfstæðismenn hana af sér meðal annars Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður en á síðu sinni í gær að honum þyki þetta fyrir neðan allar hellur og biður þá sem standa að þessu að hætta að tengja skoðanir sínar við Sjálfstæðisflokkinn. Í sama streng tekur Friðjón R. Friðjónsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi aðostoðarmaður Bjarna Benediktssonar. Bendir hann auk þess á að nafn manns sem hafi sig mikið í frammi í þessari neikvæðu umræðu finnist hvergi í þjóðskrá. Fréttastofa hafði samband við skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Valhöll í morgun og fengust þau svör að þar veltu menn því fyrir sér að vísa málinu til lögreglu. En þótt flokkurinn vilji ekki hafa uppi ómálefnaleg baráttu er ljóst að marga sjálfstæðismenn svíður staðan og að Sigmundur Davíð hafi kosið að ræða við formenn flokka í stafrófsröð en ekki byrja á að tala við formann Sjálfstæðisflokksins. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir á síðu sinni að eftir þetta verði ríkisstjórn þessara tveggja flokka aldrei byggð á heilindum af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Eða eins og Össur orðar það ,,Valhöll, lamin af stafrófskveri Sigmundar Davíðs, veit að hún á ekki lengur möguleika á að leiða slíka ríkisstjórn- svo fremi Framsókn haldi fullu viti. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins að þyngd málefna færi ekki eftir stafrófsröð og þetta virkar á hann sem tilboðsmarkaður. Hann væri ekki hrifinn af slíkum vinnubrögðum. Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, sagði hins vegar að með þessu væri öllum sýnd virðing. Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, segir á síðu sinni bjorn.is að innan Framsóknarflokksins hafa ávallt verið öflugir talsmenn þess að flokkurinn starfaði til vinstri spennandi væri að sjá hvað gerðist. Kosningar 2013 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Marga Sjálfstæðismenn virðist svíða að Framsóknarflokkurinn muni að öllum líkindum taka við forsætisráðuneytinu. Sjálfstæðismenn vísa þó baráttu gegn formanni Framsóknarflokksins frá nafnlausum samtökum sem tengd eru nafni flokksins alfarið á bug og velta því fyrir sér að vísa málinu til lögreglu. Meðal undarlegra fyrirbæra sem hafa kviknað í umræðu um stjónarmyndun eftir kosningar er síða á Facebook þar sem þess er krafist í nafni Sjálfstæðisflokksins að Sjálfstæðisflokkurinn leiði ríkisstjórnina. Á síðunni eru höfð ljót orð um Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins. Þá hefur myndum af Sigmundi með niðrandi athugasemdum einnig verið dreift í nafni Sjálfstæðismanna erlendis og Sjálfstæðismanna í Húnaflóa. Í gær sóru nokkrir nafntogaðir Sjálfstæðismenn hana af sér meðal annars Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður en á síðu sinni í gær að honum þyki þetta fyrir neðan allar hellur og biður þá sem standa að þessu að hætta að tengja skoðanir sínar við Sjálfstæðisflokkinn. Í sama streng tekur Friðjón R. Friðjónsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi aðostoðarmaður Bjarna Benediktssonar. Bendir hann auk þess á að nafn manns sem hafi sig mikið í frammi í þessari neikvæðu umræðu finnist hvergi í þjóðskrá. Fréttastofa hafði samband við skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Valhöll í morgun og fengust þau svör að þar veltu menn því fyrir sér að vísa málinu til lögreglu. En þótt flokkurinn vilji ekki hafa uppi ómálefnaleg baráttu er ljóst að marga sjálfstæðismenn svíður staðan og að Sigmundur Davíð hafi kosið að ræða við formenn flokka í stafrófsröð en ekki byrja á að tala við formann Sjálfstæðisflokksins. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir á síðu sinni að eftir þetta verði ríkisstjórn þessara tveggja flokka aldrei byggð á heilindum af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Eða eins og Össur orðar það ,,Valhöll, lamin af stafrófskveri Sigmundar Davíðs, veit að hún á ekki lengur möguleika á að leiða slíka ríkisstjórn- svo fremi Framsókn haldi fullu viti. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins að þyngd málefna færi ekki eftir stafrófsröð og þetta virkar á hann sem tilboðsmarkaður. Hann væri ekki hrifinn af slíkum vinnubrögðum. Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, sagði hins vegar að með þessu væri öllum sýnd virðing. Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, segir á síðu sinni bjorn.is að innan Framsóknarflokksins hafa ávallt verið öflugir talsmenn þess að flokkurinn starfaði til vinstri spennandi væri að sjá hvað gerðist.
Kosningar 2013 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira