Innlent

Bjarni og Sigmundur ætla að funda í dag

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson ætla að funda í dag.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson ætla að funda í dag. Mynd/ Vilhelm.
Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætla að hittast síðar í dag, samkvæmt upplýsingum sem Vísir hefur úr herbúðum framsóknarmanna.

Sigmundur Davíð hefur hitt alla formenn hinna flokkanna sem fengu kjörna menn á þing. hann hitti Árna Pál Árnason, formann Samfylkingarinnar, og Birgittu Jónsdóttur, kaptein Pírata í gær. Í morgun hitti hann svo Katrínu Jakobsdóttur, formann VG, og Guðmund Steingrímsson og Heiðu Kristínu Helgadóttur, formenn Bjartrar Framtíðar.

Samkvæmt upplýsingum Vísis hyggst Sigmundur Davíð leggjast undir feld eftir samtal með Bjarna og kynna svo niðurstöður af viðræðum sínum á morgun í fyrsta lagi.

Þegar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, veitti Sigmundi Davíð stjórnarmyndunarumboð í gær varð það að samkomulagi þeirra á milli að umboðið væri veitt ótímabundið en þeir ætluðu engu að síður að fara yfir stöðuna í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×