Innlent

Telur minnihlutastjórn vera góðan kost

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Birgitta Jónsdóttir segist hafa átt gott spjall við forseta Íslands.
Birgitta Jónsdóttir segist hafa átt gott spjall við forseta Íslands. Mynd/ Valli.
„Ég held að það sé mögulegt að útkoma stjórnarmyndunar muni koma öllum á óvart," segir Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata, sem fundaði með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksins, í gær um stjórnarmyndun. Sigmundur Davíð fundaði einnig með Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingarinnar, og hyggst funda með fleirum í dag.

Birgitta segir á fésbókarsíðu sinni að hún hafi átt mjög gott samtal bæði við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, og Sigmund Davíð. „Margir sem fastir eru í viðjum hefða halda að þó að Píratar sækist ekki eftir ráðherrastólum að þeir séu ekki tilbúnir að fara nýjar leiðir. Minnihlutastjórnir eru t.d. góður kostur til að efla betri þingmenningu. Það eru mistök að halda að eini möguleikinn sé gamla Ísland,“ segir hún.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×