Phil Jackson: Jordan var miklu meiri leiðtogi en Kobe Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2013 23:30 Michael Jordan og Kobe Bryant. Mynd/Nordic Photos/Getty Phil Jackson vann fjölmarga NBA-titla með bæði Michael Jordan (6) og Kobe Bryant (5) en hefur hingað til ekki verið mikið fyrir að bera þessa tvo stórbrotnu leikmenn saman eða fyrr en nú. Jackson ber þá saman í nýrri bók sem ber heitið "Eleven Rings: The Soul of Success." Phil Jackson vann ellefu meistaratitla sem þjálfari og tvo til viðbótar sem leikmaður í NBA-deildinni í körfubolta en enginn þjálfari hefur stýrt liði oftar til sigurs í NBA. „Einn af aðal muninum á þessum tveimur stjörnuleikmönnum er að Michael var miklu meiri leiðtogi. Hann gat vissulega verið erfiður við liðsfélaga sína en hann kunni þá list frábærlega að stjórna andrúmsloftinu innan liðsins með návist sinni," skrifar Phil Jackson. „Kobe er langt á eftir honum á þessu sviði. Hann er frábær leikmaður en var hafði ekki leiðtogahæfileikana í blóðinu eins og Michael," bætti Jackson við. En hvor þeirra var betri varnarmaður? „Michael var harðari af sér og áhrifameiri varnarmaður. Hann gat komist í gegnum nánast allar hindranir og gat stöðvað næstum því alla leikmenn með sínum einbeitta og ákafa varnarleik. Kobe treystir meira á líkamlegu hæfileika sína í vörninni en tekur miklu fleiri áhættur sem kemur honum oft í vandræði," sagði Jackson. Mynd/Nordic Photos/Getty „Jordan var betri í því að láta leikinn koma til sín í sókninni og átti alltaf eitthvað upp í erminni. Kobe er meira að þröngva sínu ekki síst þegar hlutirnir eru ekki að falla með honum. Þegar Kobe er ekki að hitta þá heldur hann viðþolslaust áfram þar til að það breytist. Michael fann þá aftur á móti aðrar leiðir til að hjálpa liðinu eins og með því að gefa boltann, spila góða vörn eða setja réttu hindranirnar fyrir liðsfélaga sína," skrifar Jackson. „Jordan er gæddur meiri persónutöfrum og hann er mun félagslyndari en Kobe. Michael elskaði að eyða tíma með liðsfélögunum og öryggisvörðunum. Kobe er allt öðruvísi og meira til baka," segir Jackson í bókinni sinni en það var The Los Angeles Times sem komst yfir handrit af henni. NBA Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
Phil Jackson vann fjölmarga NBA-titla með bæði Michael Jordan (6) og Kobe Bryant (5) en hefur hingað til ekki verið mikið fyrir að bera þessa tvo stórbrotnu leikmenn saman eða fyrr en nú. Jackson ber þá saman í nýrri bók sem ber heitið "Eleven Rings: The Soul of Success." Phil Jackson vann ellefu meistaratitla sem þjálfari og tvo til viðbótar sem leikmaður í NBA-deildinni í körfubolta en enginn þjálfari hefur stýrt liði oftar til sigurs í NBA. „Einn af aðal muninum á þessum tveimur stjörnuleikmönnum er að Michael var miklu meiri leiðtogi. Hann gat vissulega verið erfiður við liðsfélaga sína en hann kunni þá list frábærlega að stjórna andrúmsloftinu innan liðsins með návist sinni," skrifar Phil Jackson. „Kobe er langt á eftir honum á þessu sviði. Hann er frábær leikmaður en var hafði ekki leiðtogahæfileikana í blóðinu eins og Michael," bætti Jackson við. En hvor þeirra var betri varnarmaður? „Michael var harðari af sér og áhrifameiri varnarmaður. Hann gat komist í gegnum nánast allar hindranir og gat stöðvað næstum því alla leikmenn með sínum einbeitta og ákafa varnarleik. Kobe treystir meira á líkamlegu hæfileika sína í vörninni en tekur miklu fleiri áhættur sem kemur honum oft í vandræði," sagði Jackson. Mynd/Nordic Photos/Getty „Jordan var betri í því að láta leikinn koma til sín í sókninni og átti alltaf eitthvað upp í erminni. Kobe er meira að þröngva sínu ekki síst þegar hlutirnir eru ekki að falla með honum. Þegar Kobe er ekki að hitta þá heldur hann viðþolslaust áfram þar til að það breytist. Michael fann þá aftur á móti aðrar leiðir til að hjálpa liðinu eins og með því að gefa boltann, spila góða vörn eða setja réttu hindranirnar fyrir liðsfélaga sína," skrifar Jackson. „Jordan er gæddur meiri persónutöfrum og hann er mun félagslyndari en Kobe. Michael elskaði að eyða tíma með liðsfélögunum og öryggisvörðunum. Kobe er allt öðruvísi og meira til baka," segir Jackson í bókinni sinni en það var The Los Angeles Times sem komst yfir handrit af henni.
NBA Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira