Seðlabankinn segir fjárlög 2012 hafa að mestu gengið eftir 15. maí 2013 10:13 Seðlabankinn segir að fjárlög ársins 2012 hafi að mestu gengið eftir en í þeim var gert ráð fyrir 2% afgangi af frumjöfnuði. Þetta kemur fram í Peningamálum Seðlabankans. Þar segir að nú sé lokið fyrsta heila árinu frá því að efnahagsáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins lauk. Til að styðja við efnahagsbatann var í fjárlögum fyrir síðasta ár slakað lítillega á því aðhaldi sem boðað hafði verið í fjárlagafrumvarpi ársins 2011 þegar efnahagsáætlunin stóð enn yfir. Markmiðinu um afgang á heildarjöfnuði var frestað um eitt ár til ársins 2014 og var það aftur staðfest í fjárlögum fyrir þetta ár. Markmiðið um jákvæðan afgang á frumjöfnuði árið 2012 var þó enn í gildi og tóku fjárlög ársins 2012 mið af því. Nú liggja fyrir bráðabirgðatölur um afkomu ríkissjóðs á greiðslugrunni fyrir árið 2012. Þær tölur gefa til kynna að fjárlög ársins 2012 hafi að mestu gengið eftir en þar var gert ráð fyrir 2% afgangi á frumjöfnuði. Undirliggjandi rekstur er því á áætlun og markmiðinu um afgang á frumjöfnuði náð. Tekjuáætlun fjárlaga gekk eftir og útgjöld voru 2% innan heildarfjárheimilda.Ekki gert ráð fyrir Íbúðalánasjóði Í fjárlögum ársins 2012 var hins vegar ekki tekið á mögulegri gjaldfærslu vegna 13 milljarða kr. framlags til Íbúðalánasjóðs. Litið var á það framlag sem eiginfjárframlag og því var það ekki gjaldfært. Afskriftaþörf vegna taprekstrar Íbúðalánasjóðs er þó að öllum líkindum töluvert meiri og er hún ein helsta ógnin við markmið áætlunarinnar um jöfnuð í ríkisfjármálum. Í bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands fyrir afkomu ríkissjóðs á rekstrargrunni árið 2012 er þetta framlag hins vegar gjaldfært og er líklegt að það verði einnig gjaldfært í ríkisreikningi þegar hann kemur út í júní nk. Þegar horft er til þess hvort skuldastaða ríkissjóðs sé sjálfbær verður einnig að taka með í reikninginn áfallnar lífeyrisskuldbindingar þótt þær séu samkvæmt alþjóðlegum stöðlum ekki taldar með í opinberum tölum um skuldastöðu hins opinbera. Í bráðabirgðatölum Hagstofunnar fyrir árið 2012 kemur fram að vegna endurmats hafi lífeyrisskuldbindingar vegna ríkisstarfsmanna aukist um 10 milljarða kr. en þær koma ekki fram í rekstrargrunni fjárlaga. Miðað við þetta endurmat eru lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs nú tæplega 23% af landsframleiðslu og bætast við skuldahlutfall upp á rúmlega 80% af landsframleiðslu. Svigrúm ríkissjóðs til að standa straum af kostnaði við þensluhvetjandi aðgerðir til að styðja við efnahagsbatann er því takmarkað.Óvissa framundan Óvissa í fjármálum hins opinbera næstu árin lýtur að mestu að lakari afkomu. Efnahagsbatinn hefur heldur hægt á sér en það setur þrýsting á tekjuhlið fjárlaga og komið hafa fram tillögur um aukin útgjöld svo sem vegna byggingar nýs Landspítala og í stjórnarfrumvarpi um lífeyrisréttindi almannatrygginga og félagslegan stuðning. Myndu þær að öðru óbreyttu kalla á mótvægisaðgerðir á gjalda- og/ eða tekjuhlið ef verja á afkomu ríkissjóðs og tryggja að langtímaáætlun um jöfnuð í ríkisfjármálum gangi eftir. Í spá Seðlabankans um afkomu hins opinbera og ríkissjóðs er ekki gert ráð fyrir frekari gjaldfærslu vegna afskriftaþarfar Íbúðalánasjóðs. Ástæðan er ekki sú að litlar líkur séu á frekari afskriftum enda telur bankinn rekstur sjóðsins ósjálfbæran við núverandi aðstæður. Hins vegar er erfitt að spá fyrir um hve miklar afskriftirnar verða og hvenær ríkissjóður muni veita auknu fé til sjóðsins. Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Treystu ekki Kaupþingi Viðskipti innlent Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Sjá meira
Seðlabankinn segir að fjárlög ársins 2012 hafi að mestu gengið eftir en í þeim var gert ráð fyrir 2% afgangi af frumjöfnuði. Þetta kemur fram í Peningamálum Seðlabankans. Þar segir að nú sé lokið fyrsta heila árinu frá því að efnahagsáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins lauk. Til að styðja við efnahagsbatann var í fjárlögum fyrir síðasta ár slakað lítillega á því aðhaldi sem boðað hafði verið í fjárlagafrumvarpi ársins 2011 þegar efnahagsáætlunin stóð enn yfir. Markmiðinu um afgang á heildarjöfnuði var frestað um eitt ár til ársins 2014 og var það aftur staðfest í fjárlögum fyrir þetta ár. Markmiðið um jákvæðan afgang á frumjöfnuði árið 2012 var þó enn í gildi og tóku fjárlög ársins 2012 mið af því. Nú liggja fyrir bráðabirgðatölur um afkomu ríkissjóðs á greiðslugrunni fyrir árið 2012. Þær tölur gefa til kynna að fjárlög ársins 2012 hafi að mestu gengið eftir en þar var gert ráð fyrir 2% afgangi á frumjöfnuði. Undirliggjandi rekstur er því á áætlun og markmiðinu um afgang á frumjöfnuði náð. Tekjuáætlun fjárlaga gekk eftir og útgjöld voru 2% innan heildarfjárheimilda.Ekki gert ráð fyrir Íbúðalánasjóði Í fjárlögum ársins 2012 var hins vegar ekki tekið á mögulegri gjaldfærslu vegna 13 milljarða kr. framlags til Íbúðalánasjóðs. Litið var á það framlag sem eiginfjárframlag og því var það ekki gjaldfært. Afskriftaþörf vegna taprekstrar Íbúðalánasjóðs er þó að öllum líkindum töluvert meiri og er hún ein helsta ógnin við markmið áætlunarinnar um jöfnuð í ríkisfjármálum. Í bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands fyrir afkomu ríkissjóðs á rekstrargrunni árið 2012 er þetta framlag hins vegar gjaldfært og er líklegt að það verði einnig gjaldfært í ríkisreikningi þegar hann kemur út í júní nk. Þegar horft er til þess hvort skuldastaða ríkissjóðs sé sjálfbær verður einnig að taka með í reikninginn áfallnar lífeyrisskuldbindingar þótt þær séu samkvæmt alþjóðlegum stöðlum ekki taldar með í opinberum tölum um skuldastöðu hins opinbera. Í bráðabirgðatölum Hagstofunnar fyrir árið 2012 kemur fram að vegna endurmats hafi lífeyrisskuldbindingar vegna ríkisstarfsmanna aukist um 10 milljarða kr. en þær koma ekki fram í rekstrargrunni fjárlaga. Miðað við þetta endurmat eru lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs nú tæplega 23% af landsframleiðslu og bætast við skuldahlutfall upp á rúmlega 80% af landsframleiðslu. Svigrúm ríkissjóðs til að standa straum af kostnaði við þensluhvetjandi aðgerðir til að styðja við efnahagsbatann er því takmarkað.Óvissa framundan Óvissa í fjármálum hins opinbera næstu árin lýtur að mestu að lakari afkomu. Efnahagsbatinn hefur heldur hægt á sér en það setur þrýsting á tekjuhlið fjárlaga og komið hafa fram tillögur um aukin útgjöld svo sem vegna byggingar nýs Landspítala og í stjórnarfrumvarpi um lífeyrisréttindi almannatrygginga og félagslegan stuðning. Myndu þær að öðru óbreyttu kalla á mótvægisaðgerðir á gjalda- og/ eða tekjuhlið ef verja á afkomu ríkissjóðs og tryggja að langtímaáætlun um jöfnuð í ríkisfjármálum gangi eftir. Í spá Seðlabankans um afkomu hins opinbera og ríkissjóðs er ekki gert ráð fyrir frekari gjaldfærslu vegna afskriftaþarfar Íbúðalánasjóðs. Ástæðan er ekki sú að litlar líkur séu á frekari afskriftum enda telur bankinn rekstur sjóðsins ósjálfbæran við núverandi aðstæður. Hins vegar er erfitt að spá fyrir um hve miklar afskriftirnar verða og hvenær ríkissjóður muni veita auknu fé til sjóðsins.
Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Treystu ekki Kaupþingi Viðskipti innlent Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Sjá meira