Landsbankinn fagnar viðbrögðum FME við hlutafjárútboði í TM og VÍS Jóhannes Stefánsson skrifar 14. maí 2013 15:55 Kristján Kristjánsson, talsmaður Landsbankans Mynd/ Vísir Kristján Kristjánsson, talsmaður Landsbankans, segist fagna því að FME skuli hafa ákveðið að taka hlutafjárútboð í TM og VÍS til skoðunar. „Það er ekki markmið okkar að stuðla að stöðu þar sem upp geta komið lögbrot. Við viljum að allt sé unnið eftir bestu reglum," segir Kristján og bætir við: „Hlutabréfamarkaðurinn er mjög mikilvægur og það má ekki gera neitt til að tefla honum í tvísýnu." Landsbankinn sá um framkvæmd útboðsins á hlutabréfunum í TM.Útboðin til athugunar hjá Fjármálaeftirlitinu Fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að hefja athugun á því hvort fjárfestar í hlutafjárútboði í TM og VÍS hafi viðhaft markaðsmisnotkun enda liggur grunur á að einhverjir þeirra hafi gert „hærri tilboð í hlutafjárútboðum en þeir geti staðið við". Alls bárust um 7 þúsund áskriftir að heildarandvirði 357 milljarða króna, en söluandvirði hlutanna var þó ekki nema 4,4 milljarðar króna. Samkvæmt upplýsingum um niðurstöðu útboðsins fengu þeir tilboðsgjafar sem buðu undir kr. 452.250,- enga skerðingu en hæsta einstaka úthlutunin var að fjárhæð 5,8 milljónir króna. Því virðist eftirspurn eftir hlutum í félaginu hafa verið langt umfram framboð þeirra, en eins og fyrr segir grunar FME að einhverjir fjárfestar hafi gerst sekir um markaðsmisnotkun í útboðinu.Segir athugunina ekki snúast að TM Ragnheiður Agnarsdóttir, framkvæmdastjóri samskipta hjá TM segir í samtali við fréttamann Vísis að tilkynning Fjármálaeftirlitsins lúti í engu að háttsemi TM. „Það er ekkert varðandi upplýsingagjöf frá félaginu sjálfu í aðdraganda útboðsins sem er til skoðunar," segir Ragnheiður. Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Treystu ekki Kaupþingi Viðskipti innlent Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Sjá meira
Kristján Kristjánsson, talsmaður Landsbankans, segist fagna því að FME skuli hafa ákveðið að taka hlutafjárútboð í TM og VÍS til skoðunar. „Það er ekki markmið okkar að stuðla að stöðu þar sem upp geta komið lögbrot. Við viljum að allt sé unnið eftir bestu reglum," segir Kristján og bætir við: „Hlutabréfamarkaðurinn er mjög mikilvægur og það má ekki gera neitt til að tefla honum í tvísýnu." Landsbankinn sá um framkvæmd útboðsins á hlutabréfunum í TM.Útboðin til athugunar hjá Fjármálaeftirlitinu Fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að hefja athugun á því hvort fjárfestar í hlutafjárútboði í TM og VÍS hafi viðhaft markaðsmisnotkun enda liggur grunur á að einhverjir þeirra hafi gert „hærri tilboð í hlutafjárútboðum en þeir geti staðið við". Alls bárust um 7 þúsund áskriftir að heildarandvirði 357 milljarða króna, en söluandvirði hlutanna var þó ekki nema 4,4 milljarðar króna. Samkvæmt upplýsingum um niðurstöðu útboðsins fengu þeir tilboðsgjafar sem buðu undir kr. 452.250,- enga skerðingu en hæsta einstaka úthlutunin var að fjárhæð 5,8 milljónir króna. Því virðist eftirspurn eftir hlutum í félaginu hafa verið langt umfram framboð þeirra, en eins og fyrr segir grunar FME að einhverjir fjárfestar hafi gerst sekir um markaðsmisnotkun í útboðinu.Segir athugunina ekki snúast að TM Ragnheiður Agnarsdóttir, framkvæmdastjóri samskipta hjá TM segir í samtali við fréttamann Vísis að tilkynning Fjármálaeftirlitsins lúti í engu að háttsemi TM. „Það er ekkert varðandi upplýsingagjöf frá félaginu sjálfu í aðdraganda útboðsins sem er til skoðunar," segir Ragnheiður.
Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Treystu ekki Kaupþingi Viðskipti innlent Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Sjá meira