Íslendingar hafa þungar áhyggjur af síldveiðum Færeyinga 28. maí 2013 14:11 Íslensk stjórnvöld hafa þungar áhyggjur af þeim áformum Færeying að þrefalda kvóta sinn einhliða í norsk-íslensku síldinni. Fjallað er um málið á vefsíðu stjórnarráðsins en í gær var haldinn í Reykjavík tvíhliða fundur fulltrúa Íslands og Færeyja vegna þeirrar stöðu sem uppi er vegna veiða á norsk-íslenskri síld á þessu ári. Færeyingar gerðust ekki aðilar að samkomulagi strandríkjanna sem undirritað var í janúar síðastliðnum. Þeir settu sér í kjölfarið einhliða kvóta upp á 105 þúsund lestir sem svarar til 17% af heildarveiði ársins sem er 619.000 lestir samkvæmt ráðgjöf Alþjóða hafrannsóknaráðsins. Þessi ákvörðun felur í sér rúmlega þreföldun gildandi hlutdeildar Færeyinga úr 5,16% frá samkomulagi strandríkjanna sem gilt hefur frá árinu 2007. Til samanburðar er samsvarandi hlutur Íslands samkvæmt fyrrgreindu samkomulagi 14,51% og nema veiðiheimildir íslenskra skipa því tæplega 90 þúsund lestum á árinu 2013. Á fundinum, sem haldin var að ósk Færeyinga, útskýrðu færeysku fulltrúarnir málstað sinn og einnig var upplýst að þeir muni eiga viðræður við önnur strandríki innan tíðar. Fulltrúar Íslands áréttuðu afstöðu Íslands, sem hafði m.a. komið fram í bréfi til færeyskra stjórnvalda, að þreföldun hlutdeildar Færeyinga sé óásættanleg fyrir íslenska hagsmuni. Íslendingar lýstu yfir þungum áhyggjum af stöðu stofnsins, sem hefur minnkað um meira en helming á síðustu fjórum árum en nýliðun hefur verið afar slök. Samkvæmt gildandi aflareglu nálgast stærð hrygningarstofnsins þau gátmörk þar sem draga þarf verulega úr veiðiálagi til að forðast hrun í stofninum. Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa þungar áhyggjur af þeim áformum Færeying að þrefalda kvóta sinn einhliða í norsk-íslensku síldinni. Fjallað er um málið á vefsíðu stjórnarráðsins en í gær var haldinn í Reykjavík tvíhliða fundur fulltrúa Íslands og Færeyja vegna þeirrar stöðu sem uppi er vegna veiða á norsk-íslenskri síld á þessu ári. Færeyingar gerðust ekki aðilar að samkomulagi strandríkjanna sem undirritað var í janúar síðastliðnum. Þeir settu sér í kjölfarið einhliða kvóta upp á 105 þúsund lestir sem svarar til 17% af heildarveiði ársins sem er 619.000 lestir samkvæmt ráðgjöf Alþjóða hafrannsóknaráðsins. Þessi ákvörðun felur í sér rúmlega þreföldun gildandi hlutdeildar Færeyinga úr 5,16% frá samkomulagi strandríkjanna sem gilt hefur frá árinu 2007. Til samanburðar er samsvarandi hlutur Íslands samkvæmt fyrrgreindu samkomulagi 14,51% og nema veiðiheimildir íslenskra skipa því tæplega 90 þúsund lestum á árinu 2013. Á fundinum, sem haldin var að ósk Færeyinga, útskýrðu færeysku fulltrúarnir málstað sinn og einnig var upplýst að þeir muni eiga viðræður við önnur strandríki innan tíðar. Fulltrúar Íslands áréttuðu afstöðu Íslands, sem hafði m.a. komið fram í bréfi til færeyskra stjórnvalda, að þreföldun hlutdeildar Færeyinga sé óásættanleg fyrir íslenska hagsmuni. Íslendingar lýstu yfir þungum áhyggjum af stöðu stofnsins, sem hefur minnkað um meira en helming á síðustu fjórum árum en nýliðun hefur verið afar slök. Samkvæmt gildandi aflareglu nálgast stærð hrygningarstofnsins þau gátmörk þar sem draga þarf verulega úr veiðiálagi til að forðast hrun í stofninum.
Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Sjá meira