Væntingavísitalan yfir 100 stig í fyrsta sinn síðan 2008 28. maí 2013 12:14 Væntingavísitala Gallup tók heldur betur við sér í maímánuði og fer nú í fyrsta sinn yfir 100 stig frá því í febrúar árið 2008. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að íslenskir neytendur geti þar með þar með talist bjartsýnir á efnahags- og atvinnulíf þjóðarinnar í fyrsta skiptið frá þeim tíma, en þegar vísitalan er yfir 100 stigum eru fleiri neytendur bjartsýnir en svartsýnir. Þannig hækkaði Væntingavísitalan um rúm 14 stig á milli apríl og maí, og mælist vísitalan nú 101 stig. Í fréttatilkynningu Capacent er tekið fram að mælingin hafi verið framkvæmd á tímabilinu 2. - 8. maí, sem var eftir alþingiskosningar en fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar. Líklegt er að væntingavísitalan sé talsvert lituð af niðurstöðu alþingiskosninga, og samkvæmt henni virðast Íslendingar almennt vera ánægðir með þá útkomu. Þess má þó geta að fyrir hrun hækkaði vísitalan að jafnaði talsvert meira á milli apríl og maí á kosningaárum en á öðrum árum, og virðast Íslendingar þar með fyllast almennt af aukinni bjartsýni þegar ný ríkistjórn tekur við völdum. Þó var kosningaárið 2009 undantekning frá þessu, enda var kreppan á þeim tíma að grafa sig dýpra og dýpra inn í hagkerfið. Íslendingar sjaldan verið bjartsýnni Allar undirvísitölur hækka í maí frá fyrri mánuði. Mestu munar um hækkun á væntingum neytenda til aðstæðna eftir 6 mánuði, og virðast heimilin því búast við verulegri breytingu til batnaðar strax á hveitibrauðsdögum nýrrar ríkisstjórnar. Hækkar sú vísitala um tæp 19 stig á framangreindu tímabili, og mælist nú 142,3 stig. Hefur hún í raun aðeins 6 sinnum áður mælst hærri frá því farið var að mæla væntingavísitöluna í mars 2001, eða í rétt rúmlega 4% tilvika. Sjá nánar hér. Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Sjá meira
Væntingavísitala Gallup tók heldur betur við sér í maímánuði og fer nú í fyrsta sinn yfir 100 stig frá því í febrúar árið 2008. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að íslenskir neytendur geti þar með þar með talist bjartsýnir á efnahags- og atvinnulíf þjóðarinnar í fyrsta skiptið frá þeim tíma, en þegar vísitalan er yfir 100 stigum eru fleiri neytendur bjartsýnir en svartsýnir. Þannig hækkaði Væntingavísitalan um rúm 14 stig á milli apríl og maí, og mælist vísitalan nú 101 stig. Í fréttatilkynningu Capacent er tekið fram að mælingin hafi verið framkvæmd á tímabilinu 2. - 8. maí, sem var eftir alþingiskosningar en fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar. Líklegt er að væntingavísitalan sé talsvert lituð af niðurstöðu alþingiskosninga, og samkvæmt henni virðast Íslendingar almennt vera ánægðir með þá útkomu. Þess má þó geta að fyrir hrun hækkaði vísitalan að jafnaði talsvert meira á milli apríl og maí á kosningaárum en á öðrum árum, og virðast Íslendingar þar með fyllast almennt af aukinni bjartsýni þegar ný ríkistjórn tekur við völdum. Þó var kosningaárið 2009 undantekning frá þessu, enda var kreppan á þeim tíma að grafa sig dýpra og dýpra inn í hagkerfið. Íslendingar sjaldan verið bjartsýnni Allar undirvísitölur hækka í maí frá fyrri mánuði. Mestu munar um hækkun á væntingum neytenda til aðstæðna eftir 6 mánuði, og virðast heimilin því búast við verulegri breytingu til batnaðar strax á hveitibrauðsdögum nýrrar ríkisstjórnar. Hækkar sú vísitala um tæp 19 stig á framangreindu tímabili, og mælist nú 142,3 stig. Hefur hún í raun aðeins 6 sinnum áður mælst hærri frá því farið var að mæla væntingavísitöluna í mars 2001, eða í rétt rúmlega 4% tilvika. Sjá nánar hér.
Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Sjá meira