Hagnaður Arion banka þrefalt minni en í fyrra 23. maí 2013 12:17 Hagnaður Arion banka á fyrsta ársfjórðungi ársins nam 1,4 milljarði króna eftir skatta samanborið við 4,5 milljarða króna á sama tímabili í fyrra. Í tilkynningu segir að arðsemi eigin fjár var 4,3% samanborið við 16,5% á sama tímabili í fyrra. Arðsemi af kjarnastarfsemi var 6,3% en var 12,5% á sama tíma árið í fyrra. Heildareignir námu 907,5 milljörðum króna samanborið við 900,7 milljarða króna í árslok 2012. Eiginfjárhlutfall bankans í lok tímabilsins var 24,1% en í lok árs 2012 var það 24,3%. „Uppgjör fyrsta ársfjórðungs er nokkuð undir væntingum. Þrátt fyrir að vaxtatekjur og þóknanatekjur séu í meginatriðum í takt við áætlanir hafa breytingar á verðmæti lána og sérstaklega gengisbreytingar veruleg neikvæð áhrif á uppgjörið,“ segir Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka í tilkynningu um uppgjörið „Einnig er 500 milljón króna sekt sem Samkeppniseftirlitið lagði á Valitor færð til gjalda á tímabilinu og hefur það ennfremur neikvæð áhrif á arðsemi bankans. Það er þó mikilvægt að áfram er góður stöðugleiki í grunnstarfsemi bankans og undirliggjandi efnahag. Eiginfjárhlutall bankans er rúm 24% sem er vel yfir kröfum FME og sýnir góða stöðu bankans. Á fyrsta fjórðungi ársins lögðum við áherslu á að auka fjölbreytni í fjármögnun bankans. Við héldum áfram sértryggðri skuldabréfaútgáfu hér á landi með útgáfu óverðtryggðra skuldabréfa og Arion banki varð fyrstur íslenskra fjármálafyrirtækja frá árinu 2007 til að gefa út skuldabréf í erlendri mynt þegar bankinn gaf út skuldabréf í norskum krónum. Þetta var ekki stór útgáfa en þeim mun mikilvægari. Það skiptir miklu máli fyrir íslenskt atvinnulíf að helstu fjármálafyrirtæki landsins hafi aðgang að erlendum lánamörkuðum. Þarna var stigið mikilvægt skref í þá átt. Við höfum síðan þá skynjað aukinn áhuga alþjóðlegra lánveitenda á bankanum og þróun mála hér á landi sem er jákvætt.“ Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Sjá meira
Hagnaður Arion banka á fyrsta ársfjórðungi ársins nam 1,4 milljarði króna eftir skatta samanborið við 4,5 milljarða króna á sama tímabili í fyrra. Í tilkynningu segir að arðsemi eigin fjár var 4,3% samanborið við 16,5% á sama tímabili í fyrra. Arðsemi af kjarnastarfsemi var 6,3% en var 12,5% á sama tíma árið í fyrra. Heildareignir námu 907,5 milljörðum króna samanborið við 900,7 milljarða króna í árslok 2012. Eiginfjárhlutfall bankans í lok tímabilsins var 24,1% en í lok árs 2012 var það 24,3%. „Uppgjör fyrsta ársfjórðungs er nokkuð undir væntingum. Þrátt fyrir að vaxtatekjur og þóknanatekjur séu í meginatriðum í takt við áætlanir hafa breytingar á verðmæti lána og sérstaklega gengisbreytingar veruleg neikvæð áhrif á uppgjörið,“ segir Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka í tilkynningu um uppgjörið „Einnig er 500 milljón króna sekt sem Samkeppniseftirlitið lagði á Valitor færð til gjalda á tímabilinu og hefur það ennfremur neikvæð áhrif á arðsemi bankans. Það er þó mikilvægt að áfram er góður stöðugleiki í grunnstarfsemi bankans og undirliggjandi efnahag. Eiginfjárhlutall bankans er rúm 24% sem er vel yfir kröfum FME og sýnir góða stöðu bankans. Á fyrsta fjórðungi ársins lögðum við áherslu á að auka fjölbreytni í fjármögnun bankans. Við héldum áfram sértryggðri skuldabréfaútgáfu hér á landi með útgáfu óverðtryggðra skuldabréfa og Arion banki varð fyrstur íslenskra fjármálafyrirtækja frá árinu 2007 til að gefa út skuldabréf í erlendri mynt þegar bankinn gaf út skuldabréf í norskum krónum. Þetta var ekki stór útgáfa en þeim mun mikilvægari. Það skiptir miklu máli fyrir íslenskt atvinnulíf að helstu fjármálafyrirtæki landsins hafi aðgang að erlendum lánamörkuðum. Þarna var stigið mikilvægt skref í þá átt. Við höfum síðan þá skynjað aukinn áhuga alþjóðlegra lánveitenda á bankanum og þróun mála hér á landi sem er jákvætt.“
Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Sjá meira