Engar líkur á heimild til erlendra fjárfestinga næstu 5 árin 22. maí 2013 14:22 Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna meta nær engar líkur á því að þeim verði veitt heimild til erlendra nýfjárfestinga á næstu fimm árum. Þeir eru aðeins bjartsýnni á að heimildin verði veitt á næstu tíu árum en meta þó innan við helmingslíkur til þess. Þetta kemur fram í Markaðspunktum greiningar Arion banka. Þar er vitnað í könnun sem framkvæmd var í nóvember sl. fyrir meistaraverkefni úr viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Í henni voru forsvarsmenn lífeyrissjóða, sem hafa samtals yfir að ráða um 85% af hreinni eign sjóðanna, spurðir út í vilja og væntingar til erlendra fjárfestinga á komandi árum. Þar kom fram að sjóðirnir telja æskilegast að um þriðjungur eigna þeirra væri bundinn í erlendum verðbréfum í dag og að eftir áratug væri hlutfall erlendra eigna sjóðanna 40% af heildareignum. Í spálíkani sem sett var upp til að meta fjárfestingavilja lífeyrissjóða í erlendri mynt innan gjaldeyrishafta er reynt að varpa ljósi á það hve mikið fjármagn sjóðirnir þyrftu að fara með til erlendra fjárfestinga til þess að ná hlutfalli erlendra eigna í 40% af heildareignum sjóðanna eftir tíu ár. Forsendur spálíkansins voru sóttar í spár Seðlabanka Íslands og Hagstofu Íslands ásamt því að forsenda um meðalútgreiðslu lífeyris til næstu áratuga var fengin úr skýrslu Samtaka atvinnulífsins. Einnig var gert ráð fyrir að eignaflokkar ávaxtist um 3,5% að raunvirði á ári.Þyrftu að ráðstafa allt að 80 milljörðum á ári „Líkt og áður kom fram er árleg fjárfestingaþörf lífeyrissjóðanna á bilinu 150-200 milljarðar kr. Samkvæmt spálíkaninu þyrftu lífeyrissjóðirnir að ráðstafa á bilinu 60-80 milljörðum kr. á ári hverju í erlendar fjárfestingar til þess að auka hlutfall erlendra eigna upp í 40% af heildareignum sjóðanna árið 2022,“ segir í Markaðspunktunum. „Vegna gjaldeyrishaftanna geta lífeyrissjóðirnir ekki ráðstafað fjármunum sínum utan landsteinanna og þurfa þeir því að finna fjármunum sínum að öllu leyti farveg í takmörkuðu framboði fjárfestingakosta hér innanlands. Mikilvægur þáttur í starfsemi lífeyrissjóða er að hafa kost á að dreifa áhættu m.a. yfir landsvæði. Á þeim tæpu fimm árum sem liðið hafa frá setningu gjaldeyrishafta hefur hlutfall erlendra eigna, o.þ.m.t. áhættudreifing sjóðanna, rýrnað úr um þriðjungi af heildareignum niður í rúman fimmtung af heildareignum lífeyrissjóðanna. Ef fram fer sem horfir þá má ætla að hlutdeild erlendra eigna af heildareignum muni minnka enn frekar á komandi árum.“ Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Sjá meira
Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna meta nær engar líkur á því að þeim verði veitt heimild til erlendra nýfjárfestinga á næstu fimm árum. Þeir eru aðeins bjartsýnni á að heimildin verði veitt á næstu tíu árum en meta þó innan við helmingslíkur til þess. Þetta kemur fram í Markaðspunktum greiningar Arion banka. Þar er vitnað í könnun sem framkvæmd var í nóvember sl. fyrir meistaraverkefni úr viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Í henni voru forsvarsmenn lífeyrissjóða, sem hafa samtals yfir að ráða um 85% af hreinni eign sjóðanna, spurðir út í vilja og væntingar til erlendra fjárfestinga á komandi árum. Þar kom fram að sjóðirnir telja æskilegast að um þriðjungur eigna þeirra væri bundinn í erlendum verðbréfum í dag og að eftir áratug væri hlutfall erlendra eigna sjóðanna 40% af heildareignum. Í spálíkani sem sett var upp til að meta fjárfestingavilja lífeyrissjóða í erlendri mynt innan gjaldeyrishafta er reynt að varpa ljósi á það hve mikið fjármagn sjóðirnir þyrftu að fara með til erlendra fjárfestinga til þess að ná hlutfalli erlendra eigna í 40% af heildareignum sjóðanna eftir tíu ár. Forsendur spálíkansins voru sóttar í spár Seðlabanka Íslands og Hagstofu Íslands ásamt því að forsenda um meðalútgreiðslu lífeyris til næstu áratuga var fengin úr skýrslu Samtaka atvinnulífsins. Einnig var gert ráð fyrir að eignaflokkar ávaxtist um 3,5% að raunvirði á ári.Þyrftu að ráðstafa allt að 80 milljörðum á ári „Líkt og áður kom fram er árleg fjárfestingaþörf lífeyrissjóðanna á bilinu 150-200 milljarðar kr. Samkvæmt spálíkaninu þyrftu lífeyrissjóðirnir að ráðstafa á bilinu 60-80 milljörðum kr. á ári hverju í erlendar fjárfestingar til þess að auka hlutfall erlendra eigna upp í 40% af heildareignum sjóðanna árið 2022,“ segir í Markaðspunktunum. „Vegna gjaldeyrishaftanna geta lífeyrissjóðirnir ekki ráðstafað fjármunum sínum utan landsteinanna og þurfa þeir því að finna fjármunum sínum að öllu leyti farveg í takmörkuðu framboði fjárfestingakosta hér innanlands. Mikilvægur þáttur í starfsemi lífeyrissjóða er að hafa kost á að dreifa áhættu m.a. yfir landsvæði. Á þeim tæpu fimm árum sem liðið hafa frá setningu gjaldeyrishafta hefur hlutfall erlendra eigna, o.þ.m.t. áhættudreifing sjóðanna, rýrnað úr um þriðjungi af heildareignum niður í rúman fimmtung af heildareignum lífeyrissjóðanna. Ef fram fer sem horfir þá má ætla að hlutdeild erlendra eigna af heildareignum muni minnka enn frekar á komandi árum.“
Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Sjá meira