Frábær fjórði leikhluti og San Antonio tók forystuna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. júní 2013 07:28 Tony Parker rennur til á gólfinu í lokasókn San Antonio Spurs. Sá franski hélt sér á fótunum og skoraði skömmu síður lokakörfuna. Nordicphotos/AFP Tony Parker var hetja San Antonio Spurs þegar liðið lagði Miami Heat 92-88 í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi NBA í nótt. Leikið var á heimavelli meistaranna í Miami sem náðu bestum árangri allra liða í deildinni í vetur. Heimamenn höfðu frumkvæðið fram í lokaleikhlutann en gestirnir voru aldrei langt undan. Miami leiddi 72-69 að loknum þriðja leikhluta en í þeim fjórða stigu leikmenn gestaliðsins fram. San Antonio loks yfir 79-78 og eftir það voru það leikmenn Miami sem voru í því hlutverki að elta. Munurinn var tvö stig, 90-88, þegar San Antonio fór í sína síðustu sókn. Tony Parker, leikstjórnandi San Antonio, hélt boltanum undir mikilli pressu LeBron James og setti niður tvö stig í þann mund er skotklukkan glumdi. Þá lifðu aðeins fimm sekúndur leiks og ekki nægur tími fyrir Miami að jafna. Tony Parker og Tim Duncan fagna sigri í Miami í nótt.Nordicphotos/AFP Frábær frammistaða í fjórða leikhluta landaði útisigri San Antonio sem skoraði 23 stig gegn 16 í fjórðungnum. „Við vorum mjög heppnir. Það leit út fyrir að hann hefði tapað boltanum tvisvar eða þrisvar en hann hélt honum," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio, um lokasókn San Antonio Spurs. Á einum tímapunkti virtist Parker sitja á gólfinu, svo mikil var pressan, en hann stóð upp og skoraði lokastigin mikilvægu. Frakkinn skoraði 21 stig auk þess að gefa 6 stoðsendingar. Miklu munaði um lágt framlag LeBron James við stigaskorun. LeBron skoraði aðeins 18 stig sem er hans lægsta stigaskor í úrslitakeppninni til þessa. Að neðan má sjá helstu tilþrifin úr leiknum, þeirra á meðal lokakörfuna frá Tony Parker. NBA Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Fram | Bikarinn á loft á Hlíðarenda? Handbolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
Tony Parker var hetja San Antonio Spurs þegar liðið lagði Miami Heat 92-88 í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi NBA í nótt. Leikið var á heimavelli meistaranna í Miami sem náðu bestum árangri allra liða í deildinni í vetur. Heimamenn höfðu frumkvæðið fram í lokaleikhlutann en gestirnir voru aldrei langt undan. Miami leiddi 72-69 að loknum þriðja leikhluta en í þeim fjórða stigu leikmenn gestaliðsins fram. San Antonio loks yfir 79-78 og eftir það voru það leikmenn Miami sem voru í því hlutverki að elta. Munurinn var tvö stig, 90-88, þegar San Antonio fór í sína síðustu sókn. Tony Parker, leikstjórnandi San Antonio, hélt boltanum undir mikilli pressu LeBron James og setti niður tvö stig í þann mund er skotklukkan glumdi. Þá lifðu aðeins fimm sekúndur leiks og ekki nægur tími fyrir Miami að jafna. Tony Parker og Tim Duncan fagna sigri í Miami í nótt.Nordicphotos/AFP Frábær frammistaða í fjórða leikhluta landaði útisigri San Antonio sem skoraði 23 stig gegn 16 í fjórðungnum. „Við vorum mjög heppnir. Það leit út fyrir að hann hefði tapað boltanum tvisvar eða þrisvar en hann hélt honum," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio, um lokasókn San Antonio Spurs. Á einum tímapunkti virtist Parker sitja á gólfinu, svo mikil var pressan, en hann stóð upp og skoraði lokastigin mikilvægu. Frakkinn skoraði 21 stig auk þess að gefa 6 stoðsendingar. Miklu munaði um lágt framlag LeBron James við stigaskorun. LeBron skoraði aðeins 18 stig sem er hans lægsta stigaskor í úrslitakeppninni til þessa. Að neðan má sjá helstu tilþrifin úr leiknum, þeirra á meðal lokakörfuna frá Tony Parker.
NBA Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Fram | Bikarinn á loft á Hlíðarenda? Handbolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira