Helgi Már skoraði 20 stig gegn Danny Green Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. júní 2013 11:00 Helgi Már í umræddum leik gegn Danny Green. Landsliðsmaðurinn og KR-ingurinn Helgi Már Magnússon man vel eftir því þegar hann spilaði gegn Danny Green í háskólaboltanum. Green hefur farið á kostum með liði San Antonio Spurs gegn Miami Heat í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar. Fyrir fjórða leik liðanna var Green stigahæstur allra leikmanna liðanna. Staðan í einvíginu er 2-2 en fimmti leikurinn fer fram í nótt. „Ég var á síðasta árinu hjá Catwaba og hann var á fyrsta ári hjá háskólanum í Norður-Karólínu," segir Helgi í samtali við Vísi. Lið Helga var í b-deild en lið hans mætti stórliði fylkisins í upphitunarleik fyrir tímabilið veturinn 2005-2006. „Ég man að þeir voru með ungt og óreynt lið á móti okkur. Þeir voru pínulítið spurningamerki fyrir tímabilið," segir Helgi. Helga sjálfum gekk vel í leiknum en hann skoraði 20 stig. Það hvarflaði ekki að Helga í leiknum að Green ætti eftir að verða í stóru hlutverki í úrslitaeinvígi NBA einn daginn. „Nei, langt í frá. Ég held að það hafi ekki komið upp í kollinn á mörgum fyrir þetta tímabil," segir Helgi. Hann minnir á að Green hafi verið látinn fara frá félögum á borð við Cleveland Cavaliers og sömuleiðis San Antonio Spurs. Þá sé ekki langt síðan hann spilaði með liði í Slóveníu.Danny Green (lengst til vinstri) ásamt kempunum Tony Parker og Tim Duncan.Nordicphotos/AFPHelgi man ekki svo glöggt hvernig Green stóð sig í umræddum leik. Hann man þó að Tyler Hansbrough var á varamannabekk andstæðinganna en Hansbrough leikur í dag með Indiana Pacers. „Hann var nýliði þarna en hann er líklega einn besti háskólaleikmaður allra tíma. Hann er í það minsta ofarlega á lista," segir Helgi. Hann hafi verið mjög góður í háskóla og sé þokkalegasti NBA-leikmaður. Helgi hefur fylgst vel með gangi mála í úrslitakeppni NBA. Hann segist horfa á leikina á morgnana með nýfæddum syni sínum. Helgi, sem er gallharður stuðningsmaður New York Knicks, heldur með San Antonio í einvíginu. „Ég held með körfuboltanum og Spurs spilar miklu fallegri bolta." Fimmti leikur liðanna í Texas hefst á miðnætti í kvöld. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Helgi Már leikur með uppeldisfélagi sínu KR. NBA Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Fleiri fréttir Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Leik lokið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Leik lokið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Sjá meira
Landsliðsmaðurinn og KR-ingurinn Helgi Már Magnússon man vel eftir því þegar hann spilaði gegn Danny Green í háskólaboltanum. Green hefur farið á kostum með liði San Antonio Spurs gegn Miami Heat í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar. Fyrir fjórða leik liðanna var Green stigahæstur allra leikmanna liðanna. Staðan í einvíginu er 2-2 en fimmti leikurinn fer fram í nótt. „Ég var á síðasta árinu hjá Catwaba og hann var á fyrsta ári hjá háskólanum í Norður-Karólínu," segir Helgi í samtali við Vísi. Lið Helga var í b-deild en lið hans mætti stórliði fylkisins í upphitunarleik fyrir tímabilið veturinn 2005-2006. „Ég man að þeir voru með ungt og óreynt lið á móti okkur. Þeir voru pínulítið spurningamerki fyrir tímabilið," segir Helgi. Helga sjálfum gekk vel í leiknum en hann skoraði 20 stig. Það hvarflaði ekki að Helga í leiknum að Green ætti eftir að verða í stóru hlutverki í úrslitaeinvígi NBA einn daginn. „Nei, langt í frá. Ég held að það hafi ekki komið upp í kollinn á mörgum fyrir þetta tímabil," segir Helgi. Hann minnir á að Green hafi verið látinn fara frá félögum á borð við Cleveland Cavaliers og sömuleiðis San Antonio Spurs. Þá sé ekki langt síðan hann spilaði með liði í Slóveníu.Danny Green (lengst til vinstri) ásamt kempunum Tony Parker og Tim Duncan.Nordicphotos/AFPHelgi man ekki svo glöggt hvernig Green stóð sig í umræddum leik. Hann man þó að Tyler Hansbrough var á varamannabekk andstæðinganna en Hansbrough leikur í dag með Indiana Pacers. „Hann var nýliði þarna en hann er líklega einn besti háskólaleikmaður allra tíma. Hann er í það minsta ofarlega á lista," segir Helgi. Hann hafi verið mjög góður í háskóla og sé þokkalegasti NBA-leikmaður. Helgi hefur fylgst vel með gangi mála í úrslitakeppni NBA. Hann segist horfa á leikina á morgnana með nýfæddum syni sínum. Helgi, sem er gallharður stuðningsmaður New York Knicks, heldur með San Antonio í einvíginu. „Ég held með körfuboltanum og Spurs spilar miklu fallegri bolta." Fimmti leikur liðanna í Texas hefst á miðnætti í kvöld. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Helgi Már leikur með uppeldisfélagi sínu KR.
NBA Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Fleiri fréttir Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Leik lokið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Leik lokið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Sjá meira
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti