Fótbolti

Rudi Garcia tekur við Roma

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rudi Garcia
Rudi Garcia Mynd / Getty Images

Frakkinn Rudi Garcia hefur verið ráðinn sem nýr knattspyrnustjóri Roma.

Garcia hefur verið á mála hjá Lille í Frakklandi að undanförnu en hann gerir tveggja ára samning við ítalska félagið.

Andrea Andreazzoli hætti með liðið eftir tímabilið en hann var aðeins ráðinn tímabundið eftir að Zdenek Zeman hafði verið rekinn um mitt síðasta tímabil.

Roma hafnaði í sjötta sæti ítölsku seríu A-deildarinnar á síðustu leiktíð og er það töluvert undir væntingum í Róm.

„Við erum mjög ánægðir með þessa ráðningu og vonum að hann sé rétt maðurinn í starfið,“ sagði James Pallotta, forseti Roma, eftir ráðningu stjórans.

„Hann hefur góða sýn á framtíð okkar sem knattspyrnufélags og mun án efa ná góðum árangri.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×