Seðlabankinn hagnaðist um hálfan milljarð í útboðum 12. júní 2013 13:01 Seðlabankinn situr eftir með gengishagnað upp á rúmlega 500 milljónir kr. eftir gjaldeyrisútboðin sem bankinn hélt í gærdag. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að óhætt sé að segja að niðurstaðan úr gjaldeyrisútboði Seðlabanka Íslands hafi komið nokkuð á óvart, þá einkum er snýr að því gengisbili sem bankinn setti á milli kaups og sölu á gjaldeyri. Í þeim hluta sem snýr að kaupum Seðlabankans á evrum var um óbreytt gengi að ræða frá gjaldeyrisútboðinu í lok apríl sl. eða 210 kr. fyrir evruna. Á hinn bóginn lækkaði gengi krónu á milli útboða í útgöngulegg útboðsins, þar sem Seðlabankinn seldi aflandskrónueigendum evrur, en útboðsgengið í gær reyndist 221 kr. fyrir evruna en hafði verið 210 kr. í apríl. Greiddu eigendur aflandskróna því talsvert meira fyrir gjaldeyrinn í útboðinu í gær en í apríl án þess þó að seljendur gjaldeyris fengu að njóta góðs af.. Um er að ræða gengisbil upp á 11 kr. á evru sem bankinn tekur og hefur bilið aldrei verið meira. Gengisbilið í gær merkir að Seðlabankinn situr eftir með gengishagnað upp á rúmlega 500 milljónir kr. Til samanburðar má nefna að allt frá því núverandi fyrirkomulag gjaldeyrisútboða komst á laggirnar hefur útboðsgengið verið annað hvort hið sama á kauplegg og sölulegg, þ.e. ekkert gengisbil, eða munurinn verið 1 kr. á evru. Aukið gengisbil er ekki til þess fallið að auka áhuga á þátttöku í gjaldeyrisútboðum Seðlabankans og dregur úr trúverðugleika ferlisins. Í heildina var þó um myndarlegt útboð að ræða í gær, en þar skiptu 44,8 milljónir evra um hendur fyrir 9,9 milljarða kr. í útgönguleggnum og 44,1 milljón evra fyrir 9,3 milljarða kr í inngönguleggnum. Er hér um að ræða hærri fjárhæðir en skipt hafa um hendur í gjaldeyrisútboðum Seðlabankans síðasta árið, að því er segir í Morgunkorninu. Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Okkar eiginn Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Airbnb aukið ójöfnuð Viðskipti innlent Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Viðskipti innlent Eldaðu maður Viðskipti innlent Eintak af dýrustu bók heims seldist á 1,3 milljarða Viðskipti erlent Bankahólfið: Engin þota Viðskipti innlent Áfrýjar í Imon-málinu Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Grettisgata drottnari heimagistingarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Sjá meira
Seðlabankinn situr eftir með gengishagnað upp á rúmlega 500 milljónir kr. eftir gjaldeyrisútboðin sem bankinn hélt í gærdag. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að óhætt sé að segja að niðurstaðan úr gjaldeyrisútboði Seðlabanka Íslands hafi komið nokkuð á óvart, þá einkum er snýr að því gengisbili sem bankinn setti á milli kaups og sölu á gjaldeyri. Í þeim hluta sem snýr að kaupum Seðlabankans á evrum var um óbreytt gengi að ræða frá gjaldeyrisútboðinu í lok apríl sl. eða 210 kr. fyrir evruna. Á hinn bóginn lækkaði gengi krónu á milli útboða í útgöngulegg útboðsins, þar sem Seðlabankinn seldi aflandskrónueigendum evrur, en útboðsgengið í gær reyndist 221 kr. fyrir evruna en hafði verið 210 kr. í apríl. Greiddu eigendur aflandskróna því talsvert meira fyrir gjaldeyrinn í útboðinu í gær en í apríl án þess þó að seljendur gjaldeyris fengu að njóta góðs af.. Um er að ræða gengisbil upp á 11 kr. á evru sem bankinn tekur og hefur bilið aldrei verið meira. Gengisbilið í gær merkir að Seðlabankinn situr eftir með gengishagnað upp á rúmlega 500 milljónir kr. Til samanburðar má nefna að allt frá því núverandi fyrirkomulag gjaldeyrisútboða komst á laggirnar hefur útboðsgengið verið annað hvort hið sama á kauplegg og sölulegg, þ.e. ekkert gengisbil, eða munurinn verið 1 kr. á evru. Aukið gengisbil er ekki til þess fallið að auka áhuga á þátttöku í gjaldeyrisútboðum Seðlabankans og dregur úr trúverðugleika ferlisins. Í heildina var þó um myndarlegt útboð að ræða í gær, en þar skiptu 44,8 milljónir evra um hendur fyrir 9,9 milljarða kr. í útgönguleggnum og 44,1 milljón evra fyrir 9,3 milljarða kr í inngönguleggnum. Er hér um að ræða hærri fjárhæðir en skipt hafa um hendur í gjaldeyrisútboðum Seðlabankans síðasta árið, að því er segir í Morgunkorninu.
Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Okkar eiginn Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Airbnb aukið ójöfnuð Viðskipti innlent Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Viðskipti innlent Eldaðu maður Viðskipti innlent Eintak af dýrustu bók heims seldist á 1,3 milljarða Viðskipti erlent Bankahólfið: Engin þota Viðskipti innlent Áfrýjar í Imon-málinu Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Grettisgata drottnari heimagistingarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Sjá meira