Bankahólfið: Engin þota 5. nóvember 2008 04:00 Vart varð þverfótað fyrir einkaþotum á Reykjavíkurflugvelli á síðasta ári. Þotunum hefur nú fækkað um eina en Bakkabræður hafa losað sig við skýjafákinn. Fréttir um sölu einkaþotunnar komu fram á sérstökum hluthafafundi Existu í síðustu viku en þar var jafnframt ákveðið að koma félaginu í var þar til óveðri á íslenskum hlutabréfamarkaði sloti. Jafnframt kom fram að þeir Ágúst og Lýður Guðmundssynir, sem stofnuðu Bakkavör á sínum tíma, hafi greitt allan kostnað við umstang þotunnar úr eigin vasa þótt þeir hafi ekki sjálfir verið um borð. Gamalt og gottOg enn af Bakkabræðrum. Eitt af helstu einkennum góðærissprengjunnar á síðasta ári voru jeppar. Þar bar Range Rover hæst; hann var nefndur bíll hinna útvöldu þar til korteri fyrir bankahrunið mikla í byrjun október. Bílaflotinn var af svipuðu kalíberi á hluthafafundi Existu. Eftir kaffi og með því, þegar flestir fundargestir voru horfnir á braut á drossíunum, settist Bakkabróðirinn Ágúst undir stýrið á sínum stálfáki og skutlaði bróður sínum í höfuðstöðvarnar í Ármúlanum. Bíllinn var langt í frá af nýjustu gerð; Saab sextíu og átta sem hann gerði sjálfur upp, samkvæmt nokkuð áreiðanlegum heimildum. Bílinn má stundum sjá fyrir utan VÍS-húsið í Ármúlanum á milli eðaljeppanna. Jafnundarlegt og það hljómar þá merkir Saabinn að forstjóri Bakkavarar sé í húsinu. Svartur svanurEin af þeim bókum sem vitnað er til um þessar mundir er „The Black Swan: The Impact of the Highly Improbable“ eftir Nassim nokkurn Nicholas Taleb, sem rætur á að rekja til Líbanon. Eins og gefur að skilja fjallar bókin, sem og margt af því sem Taleb hefur ritað síðustu ár, um hið óvænta, svo sem yfirstandandi fjármálakreppu. Taleb gefur lítið fyrir það að horfa um öxl enda sé þá of seint í rassinn gripið. Vænlegra sé að taka hið óvænta með í reikninginn fyrir fram. Kaldhæðnin er hins vegar sú að þeir sem eru að lesa bókina í fyrsta sinn nú um stundir eru of seinir. Festi þekkingin rætur ættu þeir hins vegar að koma sterkir inn í næstu kreppu … Bankahólfið Markaðir Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Vart varð þverfótað fyrir einkaþotum á Reykjavíkurflugvelli á síðasta ári. Þotunum hefur nú fækkað um eina en Bakkabræður hafa losað sig við skýjafákinn. Fréttir um sölu einkaþotunnar komu fram á sérstökum hluthafafundi Existu í síðustu viku en þar var jafnframt ákveðið að koma félaginu í var þar til óveðri á íslenskum hlutabréfamarkaði sloti. Jafnframt kom fram að þeir Ágúst og Lýður Guðmundssynir, sem stofnuðu Bakkavör á sínum tíma, hafi greitt allan kostnað við umstang þotunnar úr eigin vasa þótt þeir hafi ekki sjálfir verið um borð. Gamalt og gottOg enn af Bakkabræðrum. Eitt af helstu einkennum góðærissprengjunnar á síðasta ári voru jeppar. Þar bar Range Rover hæst; hann var nefndur bíll hinna útvöldu þar til korteri fyrir bankahrunið mikla í byrjun október. Bílaflotinn var af svipuðu kalíberi á hluthafafundi Existu. Eftir kaffi og með því, þegar flestir fundargestir voru horfnir á braut á drossíunum, settist Bakkabróðirinn Ágúst undir stýrið á sínum stálfáki og skutlaði bróður sínum í höfuðstöðvarnar í Ármúlanum. Bíllinn var langt í frá af nýjustu gerð; Saab sextíu og átta sem hann gerði sjálfur upp, samkvæmt nokkuð áreiðanlegum heimildum. Bílinn má stundum sjá fyrir utan VÍS-húsið í Ármúlanum á milli eðaljeppanna. Jafnundarlegt og það hljómar þá merkir Saabinn að forstjóri Bakkavarar sé í húsinu. Svartur svanurEin af þeim bókum sem vitnað er til um þessar mundir er „The Black Swan: The Impact of the Highly Improbable“ eftir Nassim nokkurn Nicholas Taleb, sem rætur á að rekja til Líbanon. Eins og gefur að skilja fjallar bókin, sem og margt af því sem Taleb hefur ritað síðustu ár, um hið óvænta, svo sem yfirstandandi fjármálakreppu. Taleb gefur lítið fyrir það að horfa um öxl enda sé þá of seint í rassinn gripið. Vænlegra sé að taka hið óvænta með í reikninginn fyrir fram. Kaldhæðnin er hins vegar sú að þeir sem eru að lesa bókina í fyrsta sinn nú um stundir eru of seinir. Festi þekkingin rætur ættu þeir hins vegar að koma sterkir inn í næstu kreppu …
Bankahólfið Markaðir Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira