Landmælingar Íslands fá Jafnlaunavottun VR 11. júní 2013 11:09 Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR, Jensína Valdimarsdóttir starfsmannastjóri Landmælinga Íslands, Magnús Guðmundsson forstjóri Landmælinga Íslands, Kjartan Ingvarsson frá Umhverfis- og auðlindarráðuneytinu og Unnur Guðríður Indriðadóttir frá VR. Landmælingar Íslands er fyrsta íslenska ríkisstofnunin sem hlýtur Jafnlaunavottun VR. Stofnunin hefur þar með fengið staðfestingu á því að búið sé að kerfisbinda launaákvarðanir, koma upp jafnlaunakerfi og að nú verði kerfisbundið fylgst með því hjá stofnuninni að ekki sé verið að mismuna starfsfólki sem vinnur sömu eða jafnverðmæt störf í launum. Í tilkynningu segir að Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, afhenti Magnúsi Guðmundssyni, forstjóra Landmælinga Íslands, vottunarskírteinið við hátíðlega athöfn föstudaginn 7. júní 2013. Við þetta tilefni voru saman komnir starfsmenn Landmælinga Íslands ásamt fulltrúa Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins til þess að fagna þessum þessum merka áfanga. „Það er mér afar ánægjulegt að veita Landmælingum Íslands, fyrstu ríkisstofnunni á Íslandi, Jafnlaunavottun VR og er það einlæg von mín að sem flestar ríkisstofnanir fylgi í fótspor Landmælinga Íslands og leggi út í þessa vegferð með okkur og stuðli þannig með beinum hætti að því að eyða kynbundnum launamun í landinu“ segir Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR. „Við vildum fá staðfestingu á því að við værum ekki að mismuna starfsfólki okkar. Með jafnlaunavottun er þess gætt að allir starfsmenn sem vinna sömu eða jafnverðmæt störf hjá okkur séu undir sömu mælistiku við launaákvarðanir og allri mismunun eytt sé hún til staðar. Ég er því mjög stoltur af því að hjá okkur ríki slíkt jafnrétti“ segir Magnús Guðmundsson forstjóri Landmælinga Íslands. Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Okkar eiginn Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Airbnb aukið ójöfnuð Viðskipti innlent Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Viðskipti innlent Eldaðu maður Viðskipti innlent Eintak af dýrustu bók heims seldist á 1,3 milljarða Viðskipti erlent Bankahólfið: Engin þota Viðskipti innlent Áfrýjar í Imon-málinu Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Grettisgata drottnari heimagistingarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Sjá meira
Landmælingar Íslands er fyrsta íslenska ríkisstofnunin sem hlýtur Jafnlaunavottun VR. Stofnunin hefur þar með fengið staðfestingu á því að búið sé að kerfisbinda launaákvarðanir, koma upp jafnlaunakerfi og að nú verði kerfisbundið fylgst með því hjá stofnuninni að ekki sé verið að mismuna starfsfólki sem vinnur sömu eða jafnverðmæt störf í launum. Í tilkynningu segir að Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, afhenti Magnúsi Guðmundssyni, forstjóra Landmælinga Íslands, vottunarskírteinið við hátíðlega athöfn föstudaginn 7. júní 2013. Við þetta tilefni voru saman komnir starfsmenn Landmælinga Íslands ásamt fulltrúa Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins til þess að fagna þessum þessum merka áfanga. „Það er mér afar ánægjulegt að veita Landmælingum Íslands, fyrstu ríkisstofnunni á Íslandi, Jafnlaunavottun VR og er það einlæg von mín að sem flestar ríkisstofnanir fylgi í fótspor Landmælinga Íslands og leggi út í þessa vegferð með okkur og stuðli þannig með beinum hætti að því að eyða kynbundnum launamun í landinu“ segir Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR. „Við vildum fá staðfestingu á því að við værum ekki að mismuna starfsfólki okkar. Með jafnlaunavottun er þess gætt að allir starfsmenn sem vinna sömu eða jafnverðmæt störf hjá okkur séu undir sömu mælistiku við launaákvarðanir og allri mismunun eytt sé hún til staðar. Ég er því mjög stoltur af því að hjá okkur ríki slíkt jafnrétti“ segir Magnús Guðmundsson forstjóri Landmælinga Íslands.
Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Okkar eiginn Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Airbnb aukið ójöfnuð Viðskipti innlent Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Viðskipti innlent Eldaðu maður Viðskipti innlent Eintak af dýrustu bók heims seldist á 1,3 milljarða Viðskipti erlent Bankahólfið: Engin þota Viðskipti innlent Áfrýjar í Imon-málinu Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Grettisgata drottnari heimagistingarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Sjá meira