Miami meistari annað árið í röð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. júní 2013 07:02 Mynd/AP Miami Heat tryggði sér sinn annan NBA-meistaratitil í röð eftir sjö stiga sigur, 95-88, á San Antonio Spurs í oddaleik liðanna um titilinn í nótt. LeBron James var valinn besti leikmaður lokaúrslitanna en það er einnig annað árið í röð sem það gerist. James skoraði 37 stig í nótt og tók tólf fráköst. Hann hefur nú unnið tvo titla og Ólympíugull á aðeins tólf mánaða tímabili. „Ég legg mikið á mig og æfi mig í sumarfríinu. Það er því ekkert sem toppar það að ná þessum árangri. Ég er orðlaus,“ sagði James eftir leikinn í nótt en myndbönd úr leiknum má sjá neðst í fréttinni. Stóra tækifærið hjá San Antonio kom í síðasta leik er liðið var hársbreidd frá því að klára leikinn og vinna titilinn. Leikurinn í nótt var jafn en Miami var oftast skrefinu á undan og sigldi fram úr á lokamínútunni.Tim Duncan fékk þó tækifæri til að jafna leikinn í stöðunni 90-88. Hann fékk gott skotfæri undir körfunni en hitti ekki, né heldur eftir að hafa sjálfur náð frákastinu. Duncan, sem er 37 ára gamall og fjórfaldur meistari, virtist bugaður eftir þetta. James kom svo Miami fjórum stigum yfir er hálf mínúta var eftir. Manu Ginobili tapaði svo boltanum klaufalega og James kláraði leikinn endanlega af vítalínunni. Líklegt er að þetta hafi verið í síðasta sinn sem þeir Duncan, Ginobili og Tony Parker spili saman í lokaúrslitunum en eftir hetjulega baráttu framan af í nótt urðu þeir að játa sig sigraða. „Ég er enn með síðasta leik í kollinum. Við spiluðum ágætlega í dag en þeir hittu bara betur en við,“ sagði Ginobili. „LeBron snögghitnaði og Shane Battier líka. Svona lagað gerist. En það er bara svo erfitt að missa af titlinum þegar maður sér að hann var innan seilingar.“Battier hafði átt erfitt uppdráttar í úrslitakeppninni en hann var frábær í nótt og skoraði átján stig. Wade var með 23 stig og tíu fráköst en þess má geta að Chris Bosh var stigalaus í nótt. Kawhi Leonard átti frábæran leik fyrir San Antonio. Hann skoraði nítján stig og tók sextán fráköst. Ginobili var með átján stig en Parker, sem nýtti aðeins þrjú skot af tólf, var með tíu. Danny Green, sem spilaði svo vel í úrslitakeppninni, nýtti aðeins eitt skot af tólf. Maður kvöldsins var þó án efa títtnefndur LeBron James sem hefur nú skorað 33,8 stig að meðaltali í oddaleikjum í sjö leikja seríum. Hann hefur tekið fram úr Michael Jordan hvað þetta varðar og er enn og aftur að sýna að þarna fer einn besti leikmaður sögunnar. NBA Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
Miami Heat tryggði sér sinn annan NBA-meistaratitil í röð eftir sjö stiga sigur, 95-88, á San Antonio Spurs í oddaleik liðanna um titilinn í nótt. LeBron James var valinn besti leikmaður lokaúrslitanna en það er einnig annað árið í röð sem það gerist. James skoraði 37 stig í nótt og tók tólf fráköst. Hann hefur nú unnið tvo titla og Ólympíugull á aðeins tólf mánaða tímabili. „Ég legg mikið á mig og æfi mig í sumarfríinu. Það er því ekkert sem toppar það að ná þessum árangri. Ég er orðlaus,“ sagði James eftir leikinn í nótt en myndbönd úr leiknum má sjá neðst í fréttinni. Stóra tækifærið hjá San Antonio kom í síðasta leik er liðið var hársbreidd frá því að klára leikinn og vinna titilinn. Leikurinn í nótt var jafn en Miami var oftast skrefinu á undan og sigldi fram úr á lokamínútunni.Tim Duncan fékk þó tækifæri til að jafna leikinn í stöðunni 90-88. Hann fékk gott skotfæri undir körfunni en hitti ekki, né heldur eftir að hafa sjálfur náð frákastinu. Duncan, sem er 37 ára gamall og fjórfaldur meistari, virtist bugaður eftir þetta. James kom svo Miami fjórum stigum yfir er hálf mínúta var eftir. Manu Ginobili tapaði svo boltanum klaufalega og James kláraði leikinn endanlega af vítalínunni. Líklegt er að þetta hafi verið í síðasta sinn sem þeir Duncan, Ginobili og Tony Parker spili saman í lokaúrslitunum en eftir hetjulega baráttu framan af í nótt urðu þeir að játa sig sigraða. „Ég er enn með síðasta leik í kollinum. Við spiluðum ágætlega í dag en þeir hittu bara betur en við,“ sagði Ginobili. „LeBron snögghitnaði og Shane Battier líka. Svona lagað gerist. En það er bara svo erfitt að missa af titlinum þegar maður sér að hann var innan seilingar.“Battier hafði átt erfitt uppdráttar í úrslitakeppninni en hann var frábær í nótt og skoraði átján stig. Wade var með 23 stig og tíu fráköst en þess má geta að Chris Bosh var stigalaus í nótt. Kawhi Leonard átti frábæran leik fyrir San Antonio. Hann skoraði nítján stig og tók sextán fráköst. Ginobili var með átján stig en Parker, sem nýtti aðeins þrjú skot af tólf, var með tíu. Danny Green, sem spilaði svo vel í úrslitakeppninni, nýtti aðeins eitt skot af tólf. Maður kvöldsins var þó án efa títtnefndur LeBron James sem hefur nú skorað 33,8 stig að meðaltali í oddaleikjum í sjö leikja seríum. Hann hefur tekið fram úr Michael Jordan hvað þetta varðar og er enn og aftur að sýna að þarna fer einn besti leikmaður sögunnar.
NBA Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira