Miami meistari annað árið í röð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. júní 2013 07:02 Mynd/AP Miami Heat tryggði sér sinn annan NBA-meistaratitil í röð eftir sjö stiga sigur, 95-88, á San Antonio Spurs í oddaleik liðanna um titilinn í nótt. LeBron James var valinn besti leikmaður lokaúrslitanna en það er einnig annað árið í röð sem það gerist. James skoraði 37 stig í nótt og tók tólf fráköst. Hann hefur nú unnið tvo titla og Ólympíugull á aðeins tólf mánaða tímabili. „Ég legg mikið á mig og æfi mig í sumarfríinu. Það er því ekkert sem toppar það að ná þessum árangri. Ég er orðlaus,“ sagði James eftir leikinn í nótt en myndbönd úr leiknum má sjá neðst í fréttinni. Stóra tækifærið hjá San Antonio kom í síðasta leik er liðið var hársbreidd frá því að klára leikinn og vinna titilinn. Leikurinn í nótt var jafn en Miami var oftast skrefinu á undan og sigldi fram úr á lokamínútunni.Tim Duncan fékk þó tækifæri til að jafna leikinn í stöðunni 90-88. Hann fékk gott skotfæri undir körfunni en hitti ekki, né heldur eftir að hafa sjálfur náð frákastinu. Duncan, sem er 37 ára gamall og fjórfaldur meistari, virtist bugaður eftir þetta. James kom svo Miami fjórum stigum yfir er hálf mínúta var eftir. Manu Ginobili tapaði svo boltanum klaufalega og James kláraði leikinn endanlega af vítalínunni. Líklegt er að þetta hafi verið í síðasta sinn sem þeir Duncan, Ginobili og Tony Parker spili saman í lokaúrslitunum en eftir hetjulega baráttu framan af í nótt urðu þeir að játa sig sigraða. „Ég er enn með síðasta leik í kollinum. Við spiluðum ágætlega í dag en þeir hittu bara betur en við,“ sagði Ginobili. „LeBron snögghitnaði og Shane Battier líka. Svona lagað gerist. En það er bara svo erfitt að missa af titlinum þegar maður sér að hann var innan seilingar.“Battier hafði átt erfitt uppdráttar í úrslitakeppninni en hann var frábær í nótt og skoraði átján stig. Wade var með 23 stig og tíu fráköst en þess má geta að Chris Bosh var stigalaus í nótt. Kawhi Leonard átti frábæran leik fyrir San Antonio. Hann skoraði nítján stig og tók sextán fráköst. Ginobili var með átján stig en Parker, sem nýtti aðeins þrjú skot af tólf, var með tíu. Danny Green, sem spilaði svo vel í úrslitakeppninni, nýtti aðeins eitt skot af tólf. Maður kvöldsins var þó án efa títtnefndur LeBron James sem hefur nú skorað 33,8 stig að meðaltali í oddaleikjum í sjö leikja seríum. Hann hefur tekið fram úr Michael Jordan hvað þetta varðar og er enn og aftur að sýna að þarna fer einn besti leikmaður sögunnar. NBA Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Komið að kveðjustund? Leik lokið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Lið sem voru á miklu flugi Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Sjá meira
Miami Heat tryggði sér sinn annan NBA-meistaratitil í röð eftir sjö stiga sigur, 95-88, á San Antonio Spurs í oddaleik liðanna um titilinn í nótt. LeBron James var valinn besti leikmaður lokaúrslitanna en það er einnig annað árið í röð sem það gerist. James skoraði 37 stig í nótt og tók tólf fráköst. Hann hefur nú unnið tvo titla og Ólympíugull á aðeins tólf mánaða tímabili. „Ég legg mikið á mig og æfi mig í sumarfríinu. Það er því ekkert sem toppar það að ná þessum árangri. Ég er orðlaus,“ sagði James eftir leikinn í nótt en myndbönd úr leiknum má sjá neðst í fréttinni. Stóra tækifærið hjá San Antonio kom í síðasta leik er liðið var hársbreidd frá því að klára leikinn og vinna titilinn. Leikurinn í nótt var jafn en Miami var oftast skrefinu á undan og sigldi fram úr á lokamínútunni.Tim Duncan fékk þó tækifæri til að jafna leikinn í stöðunni 90-88. Hann fékk gott skotfæri undir körfunni en hitti ekki, né heldur eftir að hafa sjálfur náð frákastinu. Duncan, sem er 37 ára gamall og fjórfaldur meistari, virtist bugaður eftir þetta. James kom svo Miami fjórum stigum yfir er hálf mínúta var eftir. Manu Ginobili tapaði svo boltanum klaufalega og James kláraði leikinn endanlega af vítalínunni. Líklegt er að þetta hafi verið í síðasta sinn sem þeir Duncan, Ginobili og Tony Parker spili saman í lokaúrslitunum en eftir hetjulega baráttu framan af í nótt urðu þeir að játa sig sigraða. „Ég er enn með síðasta leik í kollinum. Við spiluðum ágætlega í dag en þeir hittu bara betur en við,“ sagði Ginobili. „LeBron snögghitnaði og Shane Battier líka. Svona lagað gerist. En það er bara svo erfitt að missa af titlinum þegar maður sér að hann var innan seilingar.“Battier hafði átt erfitt uppdráttar í úrslitakeppninni en hann var frábær í nótt og skoraði átján stig. Wade var með 23 stig og tíu fráköst en þess má geta að Chris Bosh var stigalaus í nótt. Kawhi Leonard átti frábæran leik fyrir San Antonio. Hann skoraði nítján stig og tók sextán fráköst. Ginobili var með átján stig en Parker, sem nýtti aðeins þrjú skot af tólf, var með tíu. Danny Green, sem spilaði svo vel í úrslitakeppninni, nýtti aðeins eitt skot af tólf. Maður kvöldsins var þó án efa títtnefndur LeBron James sem hefur nú skorað 33,8 stig að meðaltali í oddaleikjum í sjö leikja seríum. Hann hefur tekið fram úr Michael Jordan hvað þetta varðar og er enn og aftur að sýna að þarna fer einn besti leikmaður sögunnar.
NBA Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Komið að kveðjustund? Leik lokið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Lið sem voru á miklu flugi Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Sjá meira
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti