Barbados-bjútíið Rihanna vakti verðskuldaða athygli á tískusýningu Chanel Haute Couture í París í gær þar sem haust- og vetrarlínan 2013-14 var kynnt.Rihanna klæddist síðri peysu úr smiðju Chanel en var brjóstahaldaralaus þannig að eina sem huldi hennar heilagasta var peysan góða og veglegar perlufestar.
Töffari.Rihanna hélt förðuninni í lágmarki og var með hárið slegið þannig að líkami hennar var í aðalhlutverki. Eins gott að það var temmilega heitt í París þennan dag.