Fækkun ríkisstarfsmanna til skoðunar hjá hagræðingarhópi Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. júlí 2013 18:30 Hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar hefur fengið umboð meðal annars til að leggja til fækkun ríkisstarfsmanna, samkvæmt erindisbréfi hópsins sem fréttastofa hefur undir höndum. Í bréfinu er hópurinn beðinn um að leggja til kerfisbreytingar í ríkisrekstri til að ná fram sparnaði. Fyrir helgi var kynntur sérstakur hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar en hann skipa þingmennirnir Ásmundur Einar Daðason og Vigdís Hauksdóttir frá Framsóknarflokki og Guðlaugur Þór Þórðarson og Unnur Brá Konráðsdóttir frá Sjálfstæðisflokki. Þetta hér er erindisbréf hópsins (sjá myndskeið). Þar segir að hópnum sé ætlað að leggja til aðgerðir til að hagræða, forgangsráða og auka skilvirkni í rekstri stofnana ríkisins. Í þeirri vinnu sé nauðsynlegt að fara yfir stóra útgjaldaliði ríkisins, svo sem fjölda stöðugilda, skipulag, rekstur, innkaup og skoða hvort gera megi kerfisbreytingar sem leiði til aukinnar framleiðni og betri nýtingar fjármuna án þess að draga þrótt úr öllu kerfinu.Fækkun ríkisstarfsmanna til langs tíma Athygli vekur að þarna er sérstaklega vikið að fjölda stöðugilda hjá ríkinu, en launakostnaður er stærsti útgjaldaliður ríkisstofnana. Þarna blasir það við svart á hvítu að umboð hópsins nær til þess að leggja til fækkun ríkisstarfsmanna en slíkri hagræðingu má m.a ná fram með kerfisbreytingum eins og sameiningum eða niðurlagningu stofnana.Blasir ekki við að það þurfi að fækka ríkisstarfsmönnum ef menn ætla að spara myndarlega hjá ríkissjóði í ljósi þess að launakostnaður er stærsti útgjaldaliður ríkisstofnana? „Það getur verið að ríkisstarfsmönnum fækki til langs tíma. Þessi hópur á að skoða langtímaáhrifin og reyna að hagræða á þann hátt að þjónusta við almenning verði að minnsta kosti jafngóð áfram og helst betri. Til langs tíma má hugsa sér að með sameiningu stofnana þá fækki ríkisstarfsmönnum en það er ekki gert ráð fyrir verulegum uppsögnum ríkisstarfsmanna enda er hagkerfið viðkvæmt fyrir slíku. Við höfum séð slíkar aðgerðir í mörgum Evrópulöndum að undanförnu þar sem farið hefur verið í harðan niðurskurð, ef svo má segja, og fjölda fólks sagt upp en það hefur þá bara lent á ríkinu sem kostnaður annars staðar. Þannig að þetta er meira spurning um langtímaáhrif," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra. Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira
Hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar hefur fengið umboð meðal annars til að leggja til fækkun ríkisstarfsmanna, samkvæmt erindisbréfi hópsins sem fréttastofa hefur undir höndum. Í bréfinu er hópurinn beðinn um að leggja til kerfisbreytingar í ríkisrekstri til að ná fram sparnaði. Fyrir helgi var kynntur sérstakur hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar en hann skipa þingmennirnir Ásmundur Einar Daðason og Vigdís Hauksdóttir frá Framsóknarflokki og Guðlaugur Þór Þórðarson og Unnur Brá Konráðsdóttir frá Sjálfstæðisflokki. Þetta hér er erindisbréf hópsins (sjá myndskeið). Þar segir að hópnum sé ætlað að leggja til aðgerðir til að hagræða, forgangsráða og auka skilvirkni í rekstri stofnana ríkisins. Í þeirri vinnu sé nauðsynlegt að fara yfir stóra útgjaldaliði ríkisins, svo sem fjölda stöðugilda, skipulag, rekstur, innkaup og skoða hvort gera megi kerfisbreytingar sem leiði til aukinnar framleiðni og betri nýtingar fjármuna án þess að draga þrótt úr öllu kerfinu.Fækkun ríkisstarfsmanna til langs tíma Athygli vekur að þarna er sérstaklega vikið að fjölda stöðugilda hjá ríkinu, en launakostnaður er stærsti útgjaldaliður ríkisstofnana. Þarna blasir það við svart á hvítu að umboð hópsins nær til þess að leggja til fækkun ríkisstarfsmanna en slíkri hagræðingu má m.a ná fram með kerfisbreytingum eins og sameiningum eða niðurlagningu stofnana.Blasir ekki við að það þurfi að fækka ríkisstarfsmönnum ef menn ætla að spara myndarlega hjá ríkissjóði í ljósi þess að launakostnaður er stærsti útgjaldaliður ríkisstofnana? „Það getur verið að ríkisstarfsmönnum fækki til langs tíma. Þessi hópur á að skoða langtímaáhrifin og reyna að hagræða á þann hátt að þjónusta við almenning verði að minnsta kosti jafngóð áfram og helst betri. Til langs tíma má hugsa sér að með sameiningu stofnana þá fækki ríkisstarfsmönnum en það er ekki gert ráð fyrir verulegum uppsögnum ríkisstarfsmanna enda er hagkerfið viðkvæmt fyrir slíku. Við höfum séð slíkar aðgerðir í mörgum Evrópulöndum að undanförnu þar sem farið hefur verið í harðan niðurskurð, ef svo má segja, og fjölda fólks sagt upp en það hefur þá bara lent á ríkinu sem kostnaður annars staðar. Þannig að þetta er meira spurning um langtímaáhrif," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra.
Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira