Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - Fylkir 1-0 | Blikar í úrslit Kristinn Páll Teitsson skrifar 26. júlí 2013 12:24 Jóna Kristín Hauksdóttir skallar boltann í Kópavogi í kvöld. Mynd/Stefán Það tók Blika 88 mínútur að skora sigurmarkið og eina mark leiksins í 1-0 sigri á Fylki í undanúrslitum Borgunarbikar kvenna. Þrátt fyrir að ein deild skilji liðin að börðust Fylkisstelpur frábærlega og voru síst lakari aðilinn í leiknum. Heil deild skilur liðin, Blikar eru í 3. sæti í Pepsi deildinni á meðan Fylkisliðið er í 1. sæti 1. deildar A. Það er þó aldrei hægt að bóka nein úrslit framundan, sérstaklega ekki í bikarkeppnum eins og hefur sýnt sig oft áður. Fyrri hálfleikur var afar rólegur, hvorugt liðið skapaði sér dauðafæri og komu einu marktilraunirnar úr erfiðum færum sem markmenn áttu ekki í vandræðum með. Í seinni hálfleik var það sama upp á teningnum, bæði liðin lágu aftur og reyndu að beita hröðum skyndisóknum. Hættulegasta færi hálfleiksins fékk Hanna María Jóhannsdóttir, aukaspyrna Rutar Kristjánsdóttir rataði á Hönnu á fjærstöng sem skallaði í slánna fyrir framan opið mark. Sigurmark leiksins kom þegar aðeins tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Hildur Sif Hauksdóttir átti þá frábæra rispu upp vinstri kantinn og sendi fyrirgjöf sem Berglind Björg Þorvaldsdóttir náði að stýra í netið. Glæsilega gert hjá þeim og kom markið á besta tíma. Fylkisliðið hélt í sókn en tíminn var naumur og náðu þær ekki að skapa sér nein almennileg færi. Það verða því Blikar sem mæta Þór/KA í úrslitum bikarsins þetta árið en leikurinn fer fram 24. ágúst næstkomandi. Það verður þó að hrósa Fylkisliðinu en þær sýndu með frammistöðuni í kvöld að þær eiga fullt erindi í efstu deild. Greta Mjöll: Þetta var ekta bikarleikurGreta Mjöll á ferðinni á Kópavogsvelli í kvöld.Mynd/Stefán„Þetta var ekki okkar besti dagur í dag, þær veittu okkur hörkuleik og ég gef þeim það að þetta lið á ekki heima í fyrstu deild,“ sagði Greta Mjöll Samúelsdóttir, fyrirliði Breiðabliks eftir leikinn. „Við duttum aðeins of langt niður í dag og við spiluðum einfaldlega ekki á okkar bestu getu. Við einfaldlega fórum ekki í gang í dag en að vinna á sínum slæmu dögum er eiginleiki bestu liðanna og mér finnst við vera eitt af þeim,“ Lítið var um færi í leiknum, baráttan átti sér stað á miðjunni. „Hvorugt liðið náði að skapa sér almennilega færi, það segir mest um þennan leik. Þetta var hörku barátta, sérstaklega inn á miðjunni og við náðum aldrei að koma upp góðu spili. Við héldum boltanum meira en við náðum ekki að opna þær nægilega vel.“ „Þetta var baráttuleikur, alveg ekta bikarleikur. Karakter liðsins sést á því hvernig þú bregst við mótlæti. Ég þurfti sem fyrirliði nokkrum sinnum að kalla á stelpurnar og segja þeim aðeins að róa sig niður og halda jákvæðninni. Auðvitað kemur stress, við ætluðum að setja mark strax en það tókst ekki. Svo eru 70. mínútur búnar alltíeinu og þá myndast bara spenna.“ „Maður má ekki hengja haus þá, við náðum sem betur fer að stilla okkur og fara ekki gegn hvor annarri í pirring. Auðvitað verður barátta milli liða í svona leik, annað væri ekki eðlilegt,“ sagði Greta Mjöll. Rut: Eigum heima í Pepsi-deildinniHart var barist í Kópavoginum í kvöld. Mynd/Stefán„Þetta er ekki í fyrsta skipti sem við töpum bikarleik á síðustu metrunum, í fyrra töpum við á nákvæmlega sama hátt og árið áður undanúrslit, allt á lokamínútum leiksins,“ sagði Rut Kristjánsdóttir, leikmaður Fylkis eftir leikinn. „Okkur langar allar að fara á Laugardalsvöll eins og öll liðum langar. Við ætluðum okkur þangað. Við héldum að það myndi gerast og við höfðum allar mjög mikla trú á því en svo fáum við þetta mark á okkur,“ Þrátt fyrir að vera deild neðar í deildarkeppninni áttu Fylkisstelpur góðan leik og voru síst lakari aðilinn. „Þær eru í toppbaráttu í Pepsi deildinni og við sýndum hér í kvöld að við eigum heima í henni. Það er bara bull að við séum í fyrstu deildinni. Þetta hefði getað dottið sitt hvoru meginn, dómarinn var farinn að gefa línuvörðunum merki um að undirbúa sig fyrir framlengingu. Þetta var algjör stál í stál leikur.“ „Allir reiknuðu með þeirra sigri en við sýndum í kvöld að við eigum helling í þetta lið. Við bíðum bara spenntar eftir úrslitakeppninni í haust og vonandi getum við sýnt liðunum í Pepsi hvað við getum á næsta ári. Við eigum heima í Pepsi deildinni,“ sagði Rut. Berglind: Fannst við vera betri í kvöldMarkaskorarinn Berglind Björg í baráttu við Maríu Kristjánsdóttur.Mynd/Stefán„Þetta var stál í stál, Fylkisliðið er gott og þær sýndu það í kvöld með hörkuleik,“ sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir, leikmaður og markaskorari Blika í leiknum. „Við lögðum upp með að spila og mér fannst við vera betri í kvöld. Við lögðum upp með að fara bakvið bakverðina og reyna að ná fyrirgjöfum,“ Fátt var um góð færi í leiknum. „Við vorum svolítið stressaðar í upphafi en svo kom þetta með tímanum. Svo var þetta farið að taka svolítið á taugarnar þarna undir lokin rétt fyrir sigurmarkið,“ Sigurmarkið kom þegar aðeins örfáar mínútur voru eftir. „Þetta var algjör draumur, þær fá stuttan tíma til að jafna og við lögðumst bara aftur og héldum þetta út,“ sagði Berglind. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Sjá meira
Það tók Blika 88 mínútur að skora sigurmarkið og eina mark leiksins í 1-0 sigri á Fylki í undanúrslitum Borgunarbikar kvenna. Þrátt fyrir að ein deild skilji liðin að börðust Fylkisstelpur frábærlega og voru síst lakari aðilinn í leiknum. Heil deild skilur liðin, Blikar eru í 3. sæti í Pepsi deildinni á meðan Fylkisliðið er í 1. sæti 1. deildar A. Það er þó aldrei hægt að bóka nein úrslit framundan, sérstaklega ekki í bikarkeppnum eins og hefur sýnt sig oft áður. Fyrri hálfleikur var afar rólegur, hvorugt liðið skapaði sér dauðafæri og komu einu marktilraunirnar úr erfiðum færum sem markmenn áttu ekki í vandræðum með. Í seinni hálfleik var það sama upp á teningnum, bæði liðin lágu aftur og reyndu að beita hröðum skyndisóknum. Hættulegasta færi hálfleiksins fékk Hanna María Jóhannsdóttir, aukaspyrna Rutar Kristjánsdóttir rataði á Hönnu á fjærstöng sem skallaði í slánna fyrir framan opið mark. Sigurmark leiksins kom þegar aðeins tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Hildur Sif Hauksdóttir átti þá frábæra rispu upp vinstri kantinn og sendi fyrirgjöf sem Berglind Björg Þorvaldsdóttir náði að stýra í netið. Glæsilega gert hjá þeim og kom markið á besta tíma. Fylkisliðið hélt í sókn en tíminn var naumur og náðu þær ekki að skapa sér nein almennileg færi. Það verða því Blikar sem mæta Þór/KA í úrslitum bikarsins þetta árið en leikurinn fer fram 24. ágúst næstkomandi. Það verður þó að hrósa Fylkisliðinu en þær sýndu með frammistöðuni í kvöld að þær eiga fullt erindi í efstu deild. Greta Mjöll: Þetta var ekta bikarleikurGreta Mjöll á ferðinni á Kópavogsvelli í kvöld.Mynd/Stefán„Þetta var ekki okkar besti dagur í dag, þær veittu okkur hörkuleik og ég gef þeim það að þetta lið á ekki heima í fyrstu deild,“ sagði Greta Mjöll Samúelsdóttir, fyrirliði Breiðabliks eftir leikinn. „Við duttum aðeins of langt niður í dag og við spiluðum einfaldlega ekki á okkar bestu getu. Við einfaldlega fórum ekki í gang í dag en að vinna á sínum slæmu dögum er eiginleiki bestu liðanna og mér finnst við vera eitt af þeim,“ Lítið var um færi í leiknum, baráttan átti sér stað á miðjunni. „Hvorugt liðið náði að skapa sér almennilega færi, það segir mest um þennan leik. Þetta var hörku barátta, sérstaklega inn á miðjunni og við náðum aldrei að koma upp góðu spili. Við héldum boltanum meira en við náðum ekki að opna þær nægilega vel.“ „Þetta var baráttuleikur, alveg ekta bikarleikur. Karakter liðsins sést á því hvernig þú bregst við mótlæti. Ég þurfti sem fyrirliði nokkrum sinnum að kalla á stelpurnar og segja þeim aðeins að róa sig niður og halda jákvæðninni. Auðvitað kemur stress, við ætluðum að setja mark strax en það tókst ekki. Svo eru 70. mínútur búnar alltíeinu og þá myndast bara spenna.“ „Maður má ekki hengja haus þá, við náðum sem betur fer að stilla okkur og fara ekki gegn hvor annarri í pirring. Auðvitað verður barátta milli liða í svona leik, annað væri ekki eðlilegt,“ sagði Greta Mjöll. Rut: Eigum heima í Pepsi-deildinniHart var barist í Kópavoginum í kvöld. Mynd/Stefán„Þetta er ekki í fyrsta skipti sem við töpum bikarleik á síðustu metrunum, í fyrra töpum við á nákvæmlega sama hátt og árið áður undanúrslit, allt á lokamínútum leiksins,“ sagði Rut Kristjánsdóttir, leikmaður Fylkis eftir leikinn. „Okkur langar allar að fara á Laugardalsvöll eins og öll liðum langar. Við ætluðum okkur þangað. Við héldum að það myndi gerast og við höfðum allar mjög mikla trú á því en svo fáum við þetta mark á okkur,“ Þrátt fyrir að vera deild neðar í deildarkeppninni áttu Fylkisstelpur góðan leik og voru síst lakari aðilinn. „Þær eru í toppbaráttu í Pepsi deildinni og við sýndum hér í kvöld að við eigum heima í henni. Það er bara bull að við séum í fyrstu deildinni. Þetta hefði getað dottið sitt hvoru meginn, dómarinn var farinn að gefa línuvörðunum merki um að undirbúa sig fyrir framlengingu. Þetta var algjör stál í stál leikur.“ „Allir reiknuðu með þeirra sigri en við sýndum í kvöld að við eigum helling í þetta lið. Við bíðum bara spenntar eftir úrslitakeppninni í haust og vonandi getum við sýnt liðunum í Pepsi hvað við getum á næsta ári. Við eigum heima í Pepsi deildinni,“ sagði Rut. Berglind: Fannst við vera betri í kvöldMarkaskorarinn Berglind Björg í baráttu við Maríu Kristjánsdóttur.Mynd/Stefán„Þetta var stál í stál, Fylkisliðið er gott og þær sýndu það í kvöld með hörkuleik,“ sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir, leikmaður og markaskorari Blika í leiknum. „Við lögðum upp með að spila og mér fannst við vera betri í kvöld. Við lögðum upp með að fara bakvið bakverðina og reyna að ná fyrirgjöfum,“ Fátt var um góð færi í leiknum. „Við vorum svolítið stressaðar í upphafi en svo kom þetta með tímanum. Svo var þetta farið að taka svolítið á taugarnar þarna undir lokin rétt fyrir sigurmarkið,“ Sigurmarkið kom þegar aðeins örfáar mínútur voru eftir. „Þetta var algjör draumur, þær fá stuttan tíma til að jafna og við lögðumst bara aftur og héldum þetta út,“ sagði Berglind.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Sjá meira