Lítið en líflegt samfélag gyðinga á Íslandi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 4. ágúst 2013 21:04 Guðsþjónusta gyðinga á Íslandi í fyrra. Eins og sjá má var íslenskt gos á boðstólum. Mynd/Rabbíni Berel Pewzner Þrátt fyrir að hér á landi sé ekkert bænahús gyðinga, engir rabbínar né skipulögð samtök á vegum þeirra eru gyðingar á Íslandi um 100 talsins. Þetta kemur fram í grein í blaðinu The Jewish Daily Forward, sem er staðsett í New York borg í Bandaríkjunum. Ber greinin heitið "Örfáir gyðingar halda trúnni á lífi" og vísar það í guðsþjónustu sem 50 gyðingar á Íslandi héldu á síðasta ári. Segir í fréttinni að það sé mæting sem margir rabbínar myndu gefa vinstri hönd til þess að fá. Nú í ár stendur til að halda þjónustu á nýjan leik í tilefni af nýársfögnuði gyðinga. Mun rabbíninn, Berel Pewzner frá Chabad, mæta á staðinn en hann heimsækir Ísland reglulega. Hann kom fyrst hingað árið 2011 í því skyni að þróa hið litla samfélag gyðinga sem hér er. „Ég hef alltaf verið heillaður af lífi gyðinga á afskekktum og einstökum stöðum um heiminn,“ segir Pewzner í samtali við Forward. „Ég hef ferðast til fjölmargra landa, í þeim tilgangi að tengjast samfélögum gyðinga sem þar búa. Þannig að þegar ég kom til Íslands, til lands sem virtist hafa lítinn fjölda af gyðingum, en líflegt og nútímalegt samfélag gyðinga, kveikti það forvitni mína.“ Fyrsti gyðingurinn kom til landsins árið 1906 en það var ekki fyrr en 1940 sem fyrsti söfnuður gyðinga var stofnaður á íslenskri jörðu. Þá voru hér á landi mikið af Bretum sem að voru staðsettir hér vegna seinni heimstyrjaldarinnar. Árið eftir komu enn fleiri gyðingar til landsins með tilkomu amerískra hermanna. Voru um tvö þúsund gyðingar hér í lok seinni heimstyrjaldarinnar. Í dag koma gyðingar á Íslandi víðsvegar að úr heiminum en engir innfæddir gyðingar eru hér samkvæmt greininni. Þeir gyðingar sem komu hingað til lands komu vegna vinnu, til þess að læra eða eltu ástina hingað í Atlantshafið. Jovana Alkalaj, sem kveðst vera serbneskur gyðingur, segir að uppruni hennar hafi aldrei verið vandamál fyrir neinn á Íslandi. Hún er gift Íslendingi. Julian Burgos, sjávarlíffræðingur sem ólst upp í Ecuador, hefur sömu sögu að segja. Hann segir að þrátt fyrir að enginn á Íslandi setji sig upp á móti venjum og háttum gyðinga gildi ekki það sama um Ísrael og stjórnmálin þar í landi. Segir hann marga Íslendinga gagnrýna ísraelsk stjórnvöld og minnist hann á að fyrri ríkisstjórn hafi gengið harðlega fram í þeim efnum. Hann segist sjálfur eiga í innri átökum með efnið. „Jafnvel þó að ég sé gyðingur og elski Ísrael, eða mögulega vegna þess, er ég æstur yfir ástandinu í Gaza og á Vesturbakkanum og óbilgirni ísraelskra stjórnvalda,“ segir hann. Í greininni kemur ekki fram hvenær eða hvar guðsþjónustan verður haldin. Líkur má leiða að því að hún verði haldin í byrjun september þar sem að nýár gyðinga er haldið hátíðlegt fimmta til sjötta þess mánaðar. Gasa Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Sjá meira
Þrátt fyrir að hér á landi sé ekkert bænahús gyðinga, engir rabbínar né skipulögð samtök á vegum þeirra eru gyðingar á Íslandi um 100 talsins. Þetta kemur fram í grein í blaðinu The Jewish Daily Forward, sem er staðsett í New York borg í Bandaríkjunum. Ber greinin heitið "Örfáir gyðingar halda trúnni á lífi" og vísar það í guðsþjónustu sem 50 gyðingar á Íslandi héldu á síðasta ári. Segir í fréttinni að það sé mæting sem margir rabbínar myndu gefa vinstri hönd til þess að fá. Nú í ár stendur til að halda þjónustu á nýjan leik í tilefni af nýársfögnuði gyðinga. Mun rabbíninn, Berel Pewzner frá Chabad, mæta á staðinn en hann heimsækir Ísland reglulega. Hann kom fyrst hingað árið 2011 í því skyni að þróa hið litla samfélag gyðinga sem hér er. „Ég hef alltaf verið heillaður af lífi gyðinga á afskekktum og einstökum stöðum um heiminn,“ segir Pewzner í samtali við Forward. „Ég hef ferðast til fjölmargra landa, í þeim tilgangi að tengjast samfélögum gyðinga sem þar búa. Þannig að þegar ég kom til Íslands, til lands sem virtist hafa lítinn fjölda af gyðingum, en líflegt og nútímalegt samfélag gyðinga, kveikti það forvitni mína.“ Fyrsti gyðingurinn kom til landsins árið 1906 en það var ekki fyrr en 1940 sem fyrsti söfnuður gyðinga var stofnaður á íslenskri jörðu. Þá voru hér á landi mikið af Bretum sem að voru staðsettir hér vegna seinni heimstyrjaldarinnar. Árið eftir komu enn fleiri gyðingar til landsins með tilkomu amerískra hermanna. Voru um tvö þúsund gyðingar hér í lok seinni heimstyrjaldarinnar. Í dag koma gyðingar á Íslandi víðsvegar að úr heiminum en engir innfæddir gyðingar eru hér samkvæmt greininni. Þeir gyðingar sem komu hingað til lands komu vegna vinnu, til þess að læra eða eltu ástina hingað í Atlantshafið. Jovana Alkalaj, sem kveðst vera serbneskur gyðingur, segir að uppruni hennar hafi aldrei verið vandamál fyrir neinn á Íslandi. Hún er gift Íslendingi. Julian Burgos, sjávarlíffræðingur sem ólst upp í Ecuador, hefur sömu sögu að segja. Hann segir að þrátt fyrir að enginn á Íslandi setji sig upp á móti venjum og háttum gyðinga gildi ekki það sama um Ísrael og stjórnmálin þar í landi. Segir hann marga Íslendinga gagnrýna ísraelsk stjórnvöld og minnist hann á að fyrri ríkisstjórn hafi gengið harðlega fram í þeim efnum. Hann segist sjálfur eiga í innri átökum með efnið. „Jafnvel þó að ég sé gyðingur og elski Ísrael, eða mögulega vegna þess, er ég æstur yfir ástandinu í Gaza og á Vesturbakkanum og óbilgirni ísraelskra stjórnvalda,“ segir hann. Í greininni kemur ekki fram hvenær eða hvar guðsþjónustan verður haldin. Líkur má leiða að því að hún verði haldin í byrjun september þar sem að nýár gyðinga er haldið hátíðlegt fimmta til sjötta þess mánaðar.
Gasa Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Sjá meira