Gasa

Fréttamynd

63 prósent gyðinga efast um framtíð sína

Um tveir þriðju hlutar breskra gyðinga eru farnir að efast um hvort þeir eigi sér framtíð í landinu í ljósi aukinnar gyðingaandúðar og háværra mótmæla vegna framgöngu Ísraelsmanna á Gasa á síðustu vikum.

Erlent
Fréttamynd

Íslendingur á Gasa: Erfiðast að horfa upp á börnin

Sátta­semj­ar­ar í Egyptalandi kepp­ast nú við að miðla mál­um milli Ísra­els- og Palestínu­manna, en þriggja sól­ar­hringa vopna­hlé renn­ur út á miðnætti í kvöld. Íslenskur skurðhjúkrunarfræðingur sem hefur starfað á Gasa segir mikla spennu á svæðinu.

Erlent
Fréttamynd

Allt með kyrrum kjörum á Gasa í dag

Þriggja daga vopnahlé sem hófst á Gasaströndinni klukkan níu í gærkvöldi að íslenskum tíma hefur verið virt af báðum deiluaðilum hingað til. Ef friðurinn heldur munu Ísraelar senda fulltrúa sína til Kaíró í Egyptalandi síðar í dag þar sem ræða á um lengra hlé á átökunum sem þegar hafa kostað um tvö þúsund manns lífið.

Erlent
Fréttamynd

Tíu ára drengur veginn á Gasa

Tíu ára drengur lést í loftárás Ísraelshers á Gasa í morgun en árásin var svar Ísraela við flugskeytaárás Hamasliða inn í Ísrael.

Erlent
Fréttamynd

Vopnahléinu á Gasa er lokið

Hamas samtökin á Gasa hafa nú alfarið hafnað framlengingu á vopnahléinu sem tók gildi á þriðjudag. Því lauk klukkan fimm í morgun og skömmu síðar bárust fregnir frá Ísrael þess efnis að Hamas hefði skotið nokkrum eldflaugum inn í Ísrael.

Erlent
Fréttamynd

Áframhaldandi stríð mæti Ísrael ekki kröfum Hamas

Hvorki gengur né rekur í samningaviðræðum hinna stríðandi fylkinga á Gasa og sagði talsmaður talsmaður Hamas í dag að stríðinu við Ísrael myndi ekki ljúka fyrr en Ísraelsmenn samþykktu kröfur þeirra um að opna landamæri Gasa að nýju.

Erlent