Setti Íslandsmet en fékk ekki að keppa í undanúrslitum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. ágúst 2013 09:28 Ingibjörg Kristín var að vonum svekkt að fá ekki að keppa í undanúrslitum í gær. Ingibjörg Kristín Jónsdóttir, sundkona úr SH, fékk að kynnast öllum tilfinningaskalanum við keppni í 50 metra skriðsundi á HM í Barcelona í gær. Ingibjörg kom í mark á tímanum 28,62 sekúndum og bætti eigið Íslandsmet frá því í apríl um 27/100 úr sekúndu. „Þetta var alveg geðveikt. Ég var rosalega ánægð. Þetta var framar vonum," sagði Ingibjörg í viðtali á heimasíðu Sundsambands Íslands. Landsliðsþjálfarinn Jacky Pellerin hafði á orði að sundið hefði heppnast frábærlega hjá Ingibjörgu. Hún tók undir að vel hefði gengið en hún hefði þó getað gert enn betur á lokametrunum. Ingibjörg var aðeins 2/100 úr sekúndu frá því að tryggja sér sæti í úrslitum en sextán hröðustu fóru áfram. Ingibjörg hafnaði í 17.-18. sæti ásamt finnskri sundkonu. „Það er auðvitað svekkjandi því sextán fara í úrslit og ég var númer sautján." Svekkelsið var hins vegar enn meira augnablikum síðar. Í ljós kom að einn þeirra keppenda sem hafði tryggt sér sæti í undanúrslitum gæti ekki keppt. Venju samkvæmt hefði þá Ingibjörg átt að keppa við finnsku sundkonuna í umsundi um sætið sem losnaði. Hörður Oddfríðarson, formaður Sundsambandsins sem gegnir starfi liðsstjóra í Barcelona, og Pellerin reyndu að ná sambandi við mótstjórana en var vísað frá af öryggisvörðum. Á sama tíma gekk finnski liðsstjórinn frá því að finnski keppandinn yrði fyrstur inn ef til kæmi úrskráning. Sundsambandið hefur lagt fram formlega kvörtun til Alþjóðasundsambandsins FINA vegna málsins. „Þetta er auðvitað mjög leiðinlegt og allir mjög svekktir yfir þessu en því verður ekki breytt. Mistökin gerast og við höldum sterk áfram," kemur fram á heimasíðu Sundsambandsins. Anton Sveinn McKee og Hrafnhildur Lúthersdóttir keppa í dag í 200 metra bringusundi. Sund Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þorleifur lokið keppni á HM Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Sjá meira
Ingibjörg Kristín Jónsdóttir, sundkona úr SH, fékk að kynnast öllum tilfinningaskalanum við keppni í 50 metra skriðsundi á HM í Barcelona í gær. Ingibjörg kom í mark á tímanum 28,62 sekúndum og bætti eigið Íslandsmet frá því í apríl um 27/100 úr sekúndu. „Þetta var alveg geðveikt. Ég var rosalega ánægð. Þetta var framar vonum," sagði Ingibjörg í viðtali á heimasíðu Sundsambands Íslands. Landsliðsþjálfarinn Jacky Pellerin hafði á orði að sundið hefði heppnast frábærlega hjá Ingibjörgu. Hún tók undir að vel hefði gengið en hún hefði þó getað gert enn betur á lokametrunum. Ingibjörg var aðeins 2/100 úr sekúndu frá því að tryggja sér sæti í úrslitum en sextán hröðustu fóru áfram. Ingibjörg hafnaði í 17.-18. sæti ásamt finnskri sundkonu. „Það er auðvitað svekkjandi því sextán fara í úrslit og ég var númer sautján." Svekkelsið var hins vegar enn meira augnablikum síðar. Í ljós kom að einn þeirra keppenda sem hafði tryggt sér sæti í undanúrslitum gæti ekki keppt. Venju samkvæmt hefði þá Ingibjörg átt að keppa við finnsku sundkonuna í umsundi um sætið sem losnaði. Hörður Oddfríðarson, formaður Sundsambandsins sem gegnir starfi liðsstjóra í Barcelona, og Pellerin reyndu að ná sambandi við mótstjórana en var vísað frá af öryggisvörðum. Á sama tíma gekk finnski liðsstjórinn frá því að finnski keppandinn yrði fyrstur inn ef til kæmi úrskráning. Sundsambandið hefur lagt fram formlega kvörtun til Alþjóðasundsambandsins FINA vegna málsins. „Þetta er auðvitað mjög leiðinlegt og allir mjög svekktir yfir þessu en því verður ekki breytt. Mistökin gerast og við höldum sterk áfram," kemur fram á heimasíðu Sundsambandsins. Anton Sveinn McKee og Hrafnhildur Lúthersdóttir keppa í dag í 200 metra bringusundi.
Sund Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þorleifur lokið keppni á HM Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn