Uppáhalds hráfæðiskaka Helgu Gabríelu 27. ágúst 2013 15:15 myndir/helga Gabríela Við kynnum til leiks Helgu Gabríelu sem heldur úti einstöku matarbloggi www.helga-gabriela.com en þar má finna dásamlegar uppskriftir sem vert er að prófa. Hér birtum við fyrstu uppskriftina hennar Helgu en það er uppáhalds hráfæðiskakan hennar. Þetta er án efa uppáhálds hráfæðiskakan mín. Ég er búin að vera prufa mig áfram og er komin með hina fullkomnu uppskrift af súkkulaðiköku með vanillu kaffikremi og saltri karamellu. Allt hráefnið í þessari uppskrift er lífrænt og heilsusamlegt. Dökkt kakó er td. fullt af andoxunarefnum og steinefnum. Botn: 1 bolli hnetur1 bolli mjúkar döðlur2 mtsk lífrænt kakó1/8 himalaya salt1/4 tsk kanill Setjið allt saman í matvinnsluvél og blandið vel. Þjappið deginu í eitt form eða fallegan kökudisk og geymið í kæli þar til kremið er tilbúið. Vanillu og kaffikrem: 2 bollar kasjúhnetur 3 matskeiðar kakósmjör 1/4 bolli maple sýróp, eða dökkt agave/hunang 1/8 tsk himalaya salt 1/3 sterkt lífrænt mokka kaffi fræ úr einni vanillustöng Til að útbúa kremið, blandið öllum hráefnunum saman í matvinnsluvél eða blandara og setjið kremið ofan á botninn og inn í frysti meðan við út búum karamelluna. Sölt karamella 1/2 bolli dökkt agave 2 mtsk möndlusmjör 1/4 tsk himalaya salt Allt sett í blandara og blandað þar til silkimjúkt. Tilvalið er að bræða smá lífrænt kakósmjör, bæta útí það dökku kakói og agave til að skreyta kökuna ásamt, karmellunni, goji eða ferskum berjum. Geymið í kæli 1-2 klst, eða þar stil hún er orðin stíf. Síðan er gott að leyfa henni að standa í nokkrar mínutur áður en skorið er í hana, því þá verður hún mjúk og kremuð. Njótið!Bloggið hennar Helgu Gabríelu: www.helga-gabriela.com Helga Gabríela Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Fleiri fréttir Óbarinn, með smjörklípu eða tabasco sósu: Alls konar harðfiskur fyrir útileguna Setur heilsuna í fyrsta sæti í sumar Sjá meira
Við kynnum til leiks Helgu Gabríelu sem heldur úti einstöku matarbloggi www.helga-gabriela.com en þar má finna dásamlegar uppskriftir sem vert er að prófa. Hér birtum við fyrstu uppskriftina hennar Helgu en það er uppáhalds hráfæðiskakan hennar. Þetta er án efa uppáhálds hráfæðiskakan mín. Ég er búin að vera prufa mig áfram og er komin með hina fullkomnu uppskrift af súkkulaðiköku með vanillu kaffikremi og saltri karamellu. Allt hráefnið í þessari uppskrift er lífrænt og heilsusamlegt. Dökkt kakó er td. fullt af andoxunarefnum og steinefnum. Botn: 1 bolli hnetur1 bolli mjúkar döðlur2 mtsk lífrænt kakó1/8 himalaya salt1/4 tsk kanill Setjið allt saman í matvinnsluvél og blandið vel. Þjappið deginu í eitt form eða fallegan kökudisk og geymið í kæli þar til kremið er tilbúið. Vanillu og kaffikrem: 2 bollar kasjúhnetur 3 matskeiðar kakósmjör 1/4 bolli maple sýróp, eða dökkt agave/hunang 1/8 tsk himalaya salt 1/3 sterkt lífrænt mokka kaffi fræ úr einni vanillustöng Til að útbúa kremið, blandið öllum hráefnunum saman í matvinnsluvél eða blandara og setjið kremið ofan á botninn og inn í frysti meðan við út búum karamelluna. Sölt karamella 1/2 bolli dökkt agave 2 mtsk möndlusmjör 1/4 tsk himalaya salt Allt sett í blandara og blandað þar til silkimjúkt. Tilvalið er að bræða smá lífrænt kakósmjör, bæta útí það dökku kakói og agave til að skreyta kökuna ásamt, karmellunni, goji eða ferskum berjum. Geymið í kæli 1-2 klst, eða þar stil hún er orðin stíf. Síðan er gott að leyfa henni að standa í nokkrar mínutur áður en skorið er í hana, því þá verður hún mjúk og kremuð. Njótið!Bloggið hennar Helgu Gabríelu: www.helga-gabriela.com
Helga Gabríela Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Fleiri fréttir Óbarinn, með smjörklípu eða tabasco sósu: Alls konar harðfiskur fyrir útileguna Setur heilsuna í fyrsta sæti í sumar Sjá meira