Flugvöllurinn: Ríkið getur tekið sér skipulagsvald Hrund Þórsdóttir skrifar 6. september 2013 18:42 Eins og fram kom í Fréttablaðinu í dag hyggst Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar, leggja fram frumvarp um að skipulagsvald yfir Reykjavíkurflugvelli færist frá borginni til ríkisins. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir hugmyndina einungis pólitískt útspil, Höskuldur sé að stökkva á vinsældavagn. Hugmyndir sem þessar komi ítrekað upp í umdeildum skipulagsmálum. „En hvernig verður þetta eiginlega; ef skipulag í kringum Hörpu verður umdeilt, á það þá að færast til ríkisins eða í Laugardal þar sem þjóðarleikvangarnir eru?“ segir Dagur. Óformlegar viðræður borgarráðs og innanríkisráðuneytisins um að fresta hugsanlega ákvarðanatöku um flugvöllinn standa enn yfir. „En það er ekkert hægt að greina frá því á þessari stundu hvað þær fela í sér,“ segir Dagur. Keflavíkurflugvöllur hefur verið nefndur sem fordæmi fyrir færslu skipulagsvalds til ríkisins rétt eins og þjóðgarðurinn á Þingvöllum. Þá lagði Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir fram frumvarp í vor um að Alþingisreiturinn færi undir þingið en það var lagt seint fram og vék fyrir málum sem þegar höfðu verið afgreidd í nefndum. Til greina kemur að stuðningsmenn frumvarpsins sem sitja á þingi taki það upp á þessu kjörtímabili. Trausti Fannar Valsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, segir aðspurður að ríkið geti einhliða tekið sér skipulagsvald. „Ef ríkið ákveður að taka hluta skipulagsvalds sem sveitarfélögum hefur verið fengið með lögum til sín, þá er það hægt svo lengi sem það kemur fram í skýrum lagatexta,“ segir Trausti. Stundum sé því fleygt að skipulagsvald sé hjá sveitarfélögum og við því verði ekki hróflað, en það sé rangt. „Löggjafarvaldið ræður hvar þessu er fyrir komið en svo er auðvitað mikilvægt að lög séu skynsamleg á hverjum tíma og þar reynir á pólitíska ábyrgð.“ Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Eins og fram kom í Fréttablaðinu í dag hyggst Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar, leggja fram frumvarp um að skipulagsvald yfir Reykjavíkurflugvelli færist frá borginni til ríkisins. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir hugmyndina einungis pólitískt útspil, Höskuldur sé að stökkva á vinsældavagn. Hugmyndir sem þessar komi ítrekað upp í umdeildum skipulagsmálum. „En hvernig verður þetta eiginlega; ef skipulag í kringum Hörpu verður umdeilt, á það þá að færast til ríkisins eða í Laugardal þar sem þjóðarleikvangarnir eru?“ segir Dagur. Óformlegar viðræður borgarráðs og innanríkisráðuneytisins um að fresta hugsanlega ákvarðanatöku um flugvöllinn standa enn yfir. „En það er ekkert hægt að greina frá því á þessari stundu hvað þær fela í sér,“ segir Dagur. Keflavíkurflugvöllur hefur verið nefndur sem fordæmi fyrir færslu skipulagsvalds til ríkisins rétt eins og þjóðgarðurinn á Þingvöllum. Þá lagði Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir fram frumvarp í vor um að Alþingisreiturinn færi undir þingið en það var lagt seint fram og vék fyrir málum sem þegar höfðu verið afgreidd í nefndum. Til greina kemur að stuðningsmenn frumvarpsins sem sitja á þingi taki það upp á þessu kjörtímabili. Trausti Fannar Valsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, segir aðspurður að ríkið geti einhliða tekið sér skipulagsvald. „Ef ríkið ákveður að taka hluta skipulagsvalds sem sveitarfélögum hefur verið fengið með lögum til sín, þá er það hægt svo lengi sem það kemur fram í skýrum lagatexta,“ segir Trausti. Stundum sé því fleygt að skipulagsvald sé hjá sveitarfélögum og við því verði ekki hróflað, en það sé rangt. „Löggjafarvaldið ræður hvar þessu er fyrir komið en svo er auðvitað mikilvægt að lög séu skynsamleg á hverjum tíma og þar reynir á pólitíska ábyrgð.“
Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira