Gunnar Nelson þræddi ættarmót í sumar Jón Júlíus Karlsson skrifar 5. september 2013 13:28 Gunnar Nelson er mættur til æfinga á ný eftir meiðsli. Mynd/Páll Bergmann. Bardagakappinn Gunnar Nelson er mættur aftur til æfinga eftir að hafa tekið því rólega í sumar. Gunnar varð fyrir meiðslum á hné í vor og fór í speglun. Hann átti að vera frá í nokkrar vikur en ákvað að taka sumarfrí í kjölfarið og hefur því náð sér að fullu af hnémeiðslum. Gunnar segist vera endurnærður eftir gott sumarfrí. „Ég er mættur aftur til æfinga eftir frí í sumar,“ sagði Gunnar í samtali við Vísi.is. „Ég tók því mjög rólega í sumar og er eiginlega búinn að vera í þriggja mánaða sumarfríi. Ég hef verið að þræða ættarmót í allt sumar. Ég finn ekki fyrir neinum verkjum og er farinn að æfa á fullu á ný.“ Gunnar þurfti að hætta við þátttöku í UFC bardagakvöldi sem fram fór í Las Vegas í vor en þar átti Gunnar að vera eitt aðalnúmerið. Gunnar veit ekki hvenær hann muni keppa næst en býst við bardaga í lok þessa árs. „Það er ekkert komið í ljós ennþá en ég tel líklegt að það verði í lok árs. Vanalega gerist þetta mjög fljótt og við erum að horfa til nóvember/desember. Ég er mjög spenntur og er farinn að æfa af krafti.“Mikill uppgangur hefur verið hjá Mjölni á síðustu árum og hefur góður árangur Gunnars í UFC haft jákvæð áhrif. Nýverið stækkaði Mjölnir aðstöðu sína í Héðinshúsi í Vesturbænum og tók í noktun fjórða salinn. Nú er meðal annars boðið upp á Mjölnis-jóga sem hefur vakið athygli. Gunnar segir aðstöðu félagsins eina þá bestu í Evrópu. „Við erum eina bestu MMA stöð sem ég hef séð. Það hefur orðið gríðarleg fjölgun iðkenda og hópurinn hefur þjappast enn betur saman. Það er hrikalega góður andi hjá Mjölni. Það er líka mikil stemmning í ljósi þess að það eru nokkrir félagar að fara til Dublin á sterkt alþjóðlegt mót og við erum alltaf að verða betri. Ég finn að þessir keppendur sem eru að fara til Dublin hafa bætt sig gríðarlega í sumar.“ Meðal keppenda í Dublin á þann 14. september næstkomandi verður Sunna Rannveig Davíðsdóttir. Hún verður fyrsta konan til að keppa fyrir Mjölni í blönduðum bardagalistum. Auk Sunnu muni fjórir íslenskir karlkeppendur taka þátt í mótinu, Euro Fight Night, sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Í myndbandinu hér að neðan má sjá frá æfingu í Mjölni þar sem Gunnar Nelson ásamt fleirum taka æfingu í Padsa. Jón Viðar hjá Mjölni sá um upptöku og frágang. Padsa-vinna í Mjölni (2013) from Mjolnir MMA on Vimeo. MMA Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira
Bardagakappinn Gunnar Nelson er mættur aftur til æfinga eftir að hafa tekið því rólega í sumar. Gunnar varð fyrir meiðslum á hné í vor og fór í speglun. Hann átti að vera frá í nokkrar vikur en ákvað að taka sumarfrí í kjölfarið og hefur því náð sér að fullu af hnémeiðslum. Gunnar segist vera endurnærður eftir gott sumarfrí. „Ég er mættur aftur til æfinga eftir frí í sumar,“ sagði Gunnar í samtali við Vísi.is. „Ég tók því mjög rólega í sumar og er eiginlega búinn að vera í þriggja mánaða sumarfríi. Ég hef verið að þræða ættarmót í allt sumar. Ég finn ekki fyrir neinum verkjum og er farinn að æfa á fullu á ný.“ Gunnar þurfti að hætta við þátttöku í UFC bardagakvöldi sem fram fór í Las Vegas í vor en þar átti Gunnar að vera eitt aðalnúmerið. Gunnar veit ekki hvenær hann muni keppa næst en býst við bardaga í lok þessa árs. „Það er ekkert komið í ljós ennþá en ég tel líklegt að það verði í lok árs. Vanalega gerist þetta mjög fljótt og við erum að horfa til nóvember/desember. Ég er mjög spenntur og er farinn að æfa af krafti.“Mikill uppgangur hefur verið hjá Mjölni á síðustu árum og hefur góður árangur Gunnars í UFC haft jákvæð áhrif. Nýverið stækkaði Mjölnir aðstöðu sína í Héðinshúsi í Vesturbænum og tók í noktun fjórða salinn. Nú er meðal annars boðið upp á Mjölnis-jóga sem hefur vakið athygli. Gunnar segir aðstöðu félagsins eina þá bestu í Evrópu. „Við erum eina bestu MMA stöð sem ég hef séð. Það hefur orðið gríðarleg fjölgun iðkenda og hópurinn hefur þjappast enn betur saman. Það er hrikalega góður andi hjá Mjölni. Það er líka mikil stemmning í ljósi þess að það eru nokkrir félagar að fara til Dublin á sterkt alþjóðlegt mót og við erum alltaf að verða betri. Ég finn að þessir keppendur sem eru að fara til Dublin hafa bætt sig gríðarlega í sumar.“ Meðal keppenda í Dublin á þann 14. september næstkomandi verður Sunna Rannveig Davíðsdóttir. Hún verður fyrsta konan til að keppa fyrir Mjölni í blönduðum bardagalistum. Auk Sunnu muni fjórir íslenskir karlkeppendur taka þátt í mótinu, Euro Fight Night, sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Í myndbandinu hér að neðan má sjá frá æfingu í Mjölni þar sem Gunnar Nelson ásamt fleirum taka æfingu í Padsa. Jón Viðar hjá Mjölni sá um upptöku og frágang. Padsa-vinna í Mjölni (2013) from Mjolnir MMA on Vimeo.
MMA Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira