Baggið að bögga Lagerbäck í Bern Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. september 2013 23:28 Þjálfari A-landsliðs karla í knattspyrnu, Svíinn Lars Lagerbäck, sat fyrir svörum á blaðamannafundi liðsins í Bern í dag. Munntóbaksnotkun hans vakti athygli. Íslenska landsliðið er við æfingar í höfuðborg Sviss en liðið mætir heimamönnum í undankeppni heimsmeistaramótsins á föstudagskvöld. Í viðtali sem Henry Birgir Gunnarsson tók og birt var í kvöldfréttum Stöðvar 2 var greinilegt að sá sænski var með tóbak í efri vör. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Knattspyrnusamband Íslands hefur blásið í herlúðra gegn tóbaksnotkun knattspyrnuiðkenda og er skemmst að minnast þriggja ára gamallar herferðar sambandsins. Þá tók KSÍ höndum saman með Jafningjafræðslunni og Lýðheilsustöð undir slagorðinu „Bagg er bögg“.Lagerbäck sagðist í viðtali við Fréttablaðið haustið 2011 hafa notað munntóbak á sínum tíma. Hann hefði byrjað 15 ára gamall en hætt því fyrir heimsmeistaramótið árið 2010. „Ég tók því ansi lengi í vörina og löngunin hverfur ekki. Ég á það til að fá mér í vörina ef einhver vinur minn býður mér upp á það en ég nota ekki munntóbak að staðaldri," sagði Lagerbäck við það tilefni. Hann hafði ekki heyrt af herferð KSÍ fyrr en í umræddu viðtali fyrir tæpum tveimur árum. „Það er þá gott að ég er hættur fyrst KSÍ er í þessu átaki.“ Ólafur Jóhannesson, forveri Svíans í starfi, sást á sínum tíma taka í nefið á meðan hann stýrði íslenska landsliðinu í leik á Laugardalsvelli. Baðst hann afsökunar og lofaði því að slíkt myndi ekki endurtaka sig. Í lokaleik landsliðsins undir hans stjórn í Portúgal braut Ólafur hins vegar loforð sitt þegar til hans sást með tóbakshornið á varamannabekknum. Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Sport Fleiri fréttir Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Sjá meira
Þjálfari A-landsliðs karla í knattspyrnu, Svíinn Lars Lagerbäck, sat fyrir svörum á blaðamannafundi liðsins í Bern í dag. Munntóbaksnotkun hans vakti athygli. Íslenska landsliðið er við æfingar í höfuðborg Sviss en liðið mætir heimamönnum í undankeppni heimsmeistaramótsins á föstudagskvöld. Í viðtali sem Henry Birgir Gunnarsson tók og birt var í kvöldfréttum Stöðvar 2 var greinilegt að sá sænski var með tóbak í efri vör. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Knattspyrnusamband Íslands hefur blásið í herlúðra gegn tóbaksnotkun knattspyrnuiðkenda og er skemmst að minnast þriggja ára gamallar herferðar sambandsins. Þá tók KSÍ höndum saman með Jafningjafræðslunni og Lýðheilsustöð undir slagorðinu „Bagg er bögg“.Lagerbäck sagðist í viðtali við Fréttablaðið haustið 2011 hafa notað munntóbak á sínum tíma. Hann hefði byrjað 15 ára gamall en hætt því fyrir heimsmeistaramótið árið 2010. „Ég tók því ansi lengi í vörina og löngunin hverfur ekki. Ég á það til að fá mér í vörina ef einhver vinur minn býður mér upp á það en ég nota ekki munntóbak að staðaldri," sagði Lagerbäck við það tilefni. Hann hafði ekki heyrt af herferð KSÍ fyrr en í umræddu viðtali fyrir tæpum tveimur árum. „Það er þá gott að ég er hættur fyrst KSÍ er í þessu átaki.“ Ólafur Jóhannesson, forveri Svíans í starfi, sást á sínum tíma taka í nefið á meðan hann stýrði íslenska landsliðinu í leik á Laugardalsvelli. Baðst hann afsökunar og lofaði því að slíkt myndi ekki endurtaka sig. Í lokaleik landsliðsins undir hans stjórn í Portúgal braut Ólafur hins vegar loforð sitt þegar til hans sást með tóbakshornið á varamannabekknum.
Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Sport Fleiri fréttir Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Sjá meira