Bloggari gagnrýndur fyrir vídeófærslu 4. september 2013 16:00 Garance Doré ásamt kærasta sínum, bloggaranum Scott Schuman. Nordicphotos/getty Tískubloggarinn Garance Doré hefur hlotið nokkra gagnrýni fyrir vídeóbloggfærslu þar sem hún og vinkonur hennar sjást ræða sín á milli hvort þær eigi að snæða eftirrétt á meðan á tískuvikunni í New York stendur. Sumir lesendur bloggsins brugðust ókvæða við og spurðu Doré hvernig henni dytti í hug að ýta undir það að konur neiti sér um mat. „Ég vildi sýna nákvæmlega hvernig vinkonur tala, ekki þessa brengluðu mynd sem dregin er upp af konum í fjölmiðlum,“ útskýrði Doré, sem gefur lítið fyrir gagnrýnina. „Í dag þykir frábært að heyra grannvaxna stúlku greina frá því að hún elski að borða hamborgara í öll mál, og mér líkar sú þróun illa. Þetta er einfaldlega ekki satt. Ef einhver borðar borgara og kökur í öll mál, mun sá hinn sami þyngjast. Ég held við hljótum öll að geta sæst á það,“ ritar Doré og þakkar um leið leikkonunni og handritshöfundinum Lenu Dunham fyrir sjónvarpsþáttinn Girls, en bloggaranum þykja þeir þættir sýna konur í réttu ljósi. „Það er svo auðvelt að fá leikkonu til að borða eins og unglingur á skjánum (Húrra. Hún borðar. Hún er alveg eins og ég! Ég samsama mig henni! Mér líður vel!) en sýna um leið grannvaxinn líkama hennar. Þegar ég borða bollakökur alla daga þá passa ég ekki lengur í gallabuxurnar mínar. Það er svo auðvelt að gleyma því að það er verið að sýna okkur ævintýri,“ ritar Doré jafnframt. Færsluna má lesa í heild sinni hér. Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Fleiri fréttir Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
Tískubloggarinn Garance Doré hefur hlotið nokkra gagnrýni fyrir vídeóbloggfærslu þar sem hún og vinkonur hennar sjást ræða sín á milli hvort þær eigi að snæða eftirrétt á meðan á tískuvikunni í New York stendur. Sumir lesendur bloggsins brugðust ókvæða við og spurðu Doré hvernig henni dytti í hug að ýta undir það að konur neiti sér um mat. „Ég vildi sýna nákvæmlega hvernig vinkonur tala, ekki þessa brengluðu mynd sem dregin er upp af konum í fjölmiðlum,“ útskýrði Doré, sem gefur lítið fyrir gagnrýnina. „Í dag þykir frábært að heyra grannvaxna stúlku greina frá því að hún elski að borða hamborgara í öll mál, og mér líkar sú þróun illa. Þetta er einfaldlega ekki satt. Ef einhver borðar borgara og kökur í öll mál, mun sá hinn sami þyngjast. Ég held við hljótum öll að geta sæst á það,“ ritar Doré og þakkar um leið leikkonunni og handritshöfundinum Lenu Dunham fyrir sjónvarpsþáttinn Girls, en bloggaranum þykja þeir þættir sýna konur í réttu ljósi. „Það er svo auðvelt að fá leikkonu til að borða eins og unglingur á skjánum (Húrra. Hún borðar. Hún er alveg eins og ég! Ég samsama mig henni! Mér líður vel!) en sýna um leið grannvaxinn líkama hennar. Þegar ég borða bollakökur alla daga þá passa ég ekki lengur í gallabuxurnar mínar. Það er svo auðvelt að gleyma því að það er verið að sýna okkur ævintýri,“ ritar Doré jafnframt. Færsluna má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Fleiri fréttir Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira