Grétar Rafn leggur skóna á hilluna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. september 2013 08:57 Grétar Rafn Steinsson. Mynd/Twitter Landsliðsmaðurinn Grétar Rafn Steinsson hefur gengið frá samningsslitum við tyrkneska félagið Kayserispor. Siglfirðingurinn hefur þó langt í frá slitið tengslin við fótboltann. Grétar Rafn samdi við tyrkneska félagið sumarið 2012 og spilaði fyrstu leikina með liðinu síðustu leikíð. Bakvörðurinn meiddist hins vegar í nóvember og hefur ekkert leikið síðan. Hann segir í viðtali við DV að meiðslin hafi verið þess eðlis að 90 prósent líkur hafi verið á því að ferlinum væri lokið. „En þrátt fyrir það þá gafst maður aldrei upp og möguleikinn á að leika á HM með landsliðinu var eitthvað sem maður notaði sem gulrót, fór tvisvar í líkamsrækt á dag, hitti sérfræðinga og reyndi allt sem maður gat til að komast á HM,“ segir Grétar Rafn í viðtalinu. Eftir því sem tíminn hafi liðið og fleiri sérfræðingar tilkynnt honum að þeir þorðu ekki að skera hann upp hafi vonin dvínað. Nú hafi hann gengið frá sínum málum í Tyrklandi en hvergi nærri hættur viðskiptum af knattspyrnu. Grétar Rafn segir að sér standi til boða að starfa hjá AZ Alkmaar. Hollenska félagið, sem Grétar Rafn spilaði hjá á sínum tíma, tilkynnti honum að það vildi hann til starfa á næsta ári. Ekki liggur fullkomleg ljóst fyrir hvers eðlis starfið sé en Grétar Rafn segist þó ekki ætla að pússa neina skó hjá félaginu. Siglfirðingurinn ætlar að nýta tímann vel þangað til hann mætir til AZ. Hann er á ferð og flugi að kynnast félögum víða um heim. Framundan eru heimsóknir til Liverpool, West Brom, félaga í Kanada og Búlgaríu. Hann vilji læra sem mest svo hann mæti ekki grænn á bak við eyrun til starfa hjá AZ. Grétar Rafn, sem lék 46 sinnum fyrir A-landslið Íslands og skoraði fjögur mörk reiknar ekki með því að starfa í framtíðinni sem knattspyrnustjóri. Heldur ekki sem umboðsmaður en það sé harður bransi.Grétar Rafn á æfingu með íslenska landsliðinu.„Ef þú lítur á íslenska markaðinn þá eru ekki margir leikmenn sem geta haldið bolta á lofti sem ekki eru komnir með umboðsmann. Það eru allir með umboðsmann þó þeir eigi kannski ekki möguleika á því að verða nokkurn tímann atvinnumenn,“ segir Grétar Rafn í viðtalinu við DV. Sjálfur lenti Grétar Rafn í því að umboðsmaður hans hjá Bolton, og einn af hans bestu vinum, reyndist starfa á fölskum forsendum. Fór svo að Bolton neitaði að semja við Grétar Rafn í gegnum viðkomandi mann sem taldi sig verða af tekjumissi fyrir vikið. Eftir að hafa fengið neitun á greiðslu frá Bolton mætti hann ásamt öðrum karlmanni heim til Grétars Rafns og krafði hann um greiðslu. „Ég samþykkti að gera það vegna þess að þeir voru þarna heima hjá mér og þarna kominn maður sem ég hafði aldrei séð áður. Mun stærri í vexti en ég,“ segir Grétar Rafn. Í kjölfarið hafi hann fengið sér öryggisverði til að vera fyrir utan húsið. Skilnaðarmál Grétars Rafns við eiginkonu sína fyrir nokkrum árum varð þess valdandi að hann gaf ekki kost á sér í verkefni með landsliðinu. Hann segist oft hafa komist í klandur hjá félagsliðum sínum fyrir að spila með landsliðinu gegn vilja forráðamanna félaganna, bæði hjá Bolton og í Tyrklandi.Viðtalið í heild sinni má sjá í DV í dag. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Fleiri fréttir KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Grétar Rafn Steinsson hefur gengið frá samningsslitum við tyrkneska félagið Kayserispor. Siglfirðingurinn hefur þó langt í frá slitið tengslin við fótboltann. Grétar Rafn samdi við tyrkneska félagið sumarið 2012 og spilaði fyrstu leikina með liðinu síðustu leikíð. Bakvörðurinn meiddist hins vegar í nóvember og hefur ekkert leikið síðan. Hann segir í viðtali við DV að meiðslin hafi verið þess eðlis að 90 prósent líkur hafi verið á því að ferlinum væri lokið. „En þrátt fyrir það þá gafst maður aldrei upp og möguleikinn á að leika á HM með landsliðinu var eitthvað sem maður notaði sem gulrót, fór tvisvar í líkamsrækt á dag, hitti sérfræðinga og reyndi allt sem maður gat til að komast á HM,“ segir Grétar Rafn í viðtalinu. Eftir því sem tíminn hafi liðið og fleiri sérfræðingar tilkynnt honum að þeir þorðu ekki að skera hann upp hafi vonin dvínað. Nú hafi hann gengið frá sínum málum í Tyrklandi en hvergi nærri hættur viðskiptum af knattspyrnu. Grétar Rafn segir að sér standi til boða að starfa hjá AZ Alkmaar. Hollenska félagið, sem Grétar Rafn spilaði hjá á sínum tíma, tilkynnti honum að það vildi hann til starfa á næsta ári. Ekki liggur fullkomleg ljóst fyrir hvers eðlis starfið sé en Grétar Rafn segist þó ekki ætla að pússa neina skó hjá félaginu. Siglfirðingurinn ætlar að nýta tímann vel þangað til hann mætir til AZ. Hann er á ferð og flugi að kynnast félögum víða um heim. Framundan eru heimsóknir til Liverpool, West Brom, félaga í Kanada og Búlgaríu. Hann vilji læra sem mest svo hann mæti ekki grænn á bak við eyrun til starfa hjá AZ. Grétar Rafn, sem lék 46 sinnum fyrir A-landslið Íslands og skoraði fjögur mörk reiknar ekki með því að starfa í framtíðinni sem knattspyrnustjóri. Heldur ekki sem umboðsmaður en það sé harður bransi.Grétar Rafn á æfingu með íslenska landsliðinu.„Ef þú lítur á íslenska markaðinn þá eru ekki margir leikmenn sem geta haldið bolta á lofti sem ekki eru komnir með umboðsmann. Það eru allir með umboðsmann þó þeir eigi kannski ekki möguleika á því að verða nokkurn tímann atvinnumenn,“ segir Grétar Rafn í viðtalinu við DV. Sjálfur lenti Grétar Rafn í því að umboðsmaður hans hjá Bolton, og einn af hans bestu vinum, reyndist starfa á fölskum forsendum. Fór svo að Bolton neitaði að semja við Grétar Rafn í gegnum viðkomandi mann sem taldi sig verða af tekjumissi fyrir vikið. Eftir að hafa fengið neitun á greiðslu frá Bolton mætti hann ásamt öðrum karlmanni heim til Grétars Rafns og krafði hann um greiðslu. „Ég samþykkti að gera það vegna þess að þeir voru þarna heima hjá mér og þarna kominn maður sem ég hafði aldrei séð áður. Mun stærri í vexti en ég,“ segir Grétar Rafn. Í kjölfarið hafi hann fengið sér öryggisverði til að vera fyrir utan húsið. Skilnaðarmál Grétars Rafns við eiginkonu sína fyrir nokkrum árum varð þess valdandi að hann gaf ekki kost á sér í verkefni með landsliðinu. Hann segist oft hafa komist í klandur hjá félagsliðum sínum fyrir að spila með landsliðinu gegn vilja forráðamanna félaganna, bæði hjá Bolton og í Tyrklandi.Viðtalið í heild sinni má sjá í DV í dag.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Fleiri fréttir KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjá meira