Selma Dóra Evrópumeistari í áströlskum fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. september 2013 17:00 Selma Dóra Ólafsdóttir . Mynd/Tómas G. Gíslason Íslenska landsliðið í andspyrnu tók nú um helgina þátt í Evrópubikarmótinu í áströlskum fótbolta sem fram fór í Bordeaux í Frakklandi og átti Ísland bæði fulltrúa í karla og kvennaflokki. Í karlaflokki lék Ísland í riðli með Katalóníu og Englandi sem hefur verið eitt af betri landsliðum í Evrópu síðustu ár. Íslenska liðið vann stórsigur á Katalóníu 66-9, en tapaði illa fyrir Englandi 66-13, en England stóð síðan uppi sem sigurvegari á mótinu. Í leikjum um sæti tapaði liðið síðan fyrir Finnlandi og Spáni, og endaði í 8. sæti af 12, sem er besti árangur liðsins hingað til. Í ár átti Ísland líka í fyrsta skipti fulltrúa í kvennaliði á mótinu, en Siglfirðingurinn Selma Dóra Ólafsdóttir sem leikur með liði Akureyrar hér á landi spilaði með kvennaliði Crusaders sem samanstendur af leikmönnum frá ýmsum löndum. Aðeins voru tvö kvennalið á mótinu að þessu sinni, Frakkland og hið blandaða lið Crusaders og í úrslitaleiknum sigraði lið Crusaders franska liðið í æsispennandi úrslitaleik 45:26, og átti Selma góðan leik. Páll Tómas Finnsson, leikmaður íslenska karlaliðsins, var valinn í Evrópuúrvalið að móti loknu, en hann hefur verið einn besti leikmaðurinn í Evrópu undanfarin ár og er í dag einnig þjálfari danska liðsins í áströlskum fótbolta. Jón Einarsson, leikmaður íslenska liðsins, sigraði í Strongman aflraunakeppninni sem fram fór á mótinu og er því sterkasti leikmaðurinn í Evrópu. Þetta er í fimmta skipti sem Ísland tekur þátt í Evrópubikarmóti í áströlskum fótbolta, en á sínu fyrsta Evrópubikarmóti sem fram fór í Króatíu árið 2009 náði liðið 9. sæti. Ísland er sem stendur í 11. sæti Evrópulistans í áströlskum fótbolta, einu sæti á undan Finnum og einu sæti á eftir Frökkum sem lentu í öðru sæti á mótinu. Íþróttir Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins „Við erum of mistækir“ „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Leik lokið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Úrslitin ráðast í úrvalsdeildinni í keilu Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Danski dómarinn aftur á börum af velli „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Svindlaði á öllum lyfjaprófum Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Dagskráin í dag: Sunnudagssæla Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Sjá meira
Íslenska landsliðið í andspyrnu tók nú um helgina þátt í Evrópubikarmótinu í áströlskum fótbolta sem fram fór í Bordeaux í Frakklandi og átti Ísland bæði fulltrúa í karla og kvennaflokki. Í karlaflokki lék Ísland í riðli með Katalóníu og Englandi sem hefur verið eitt af betri landsliðum í Evrópu síðustu ár. Íslenska liðið vann stórsigur á Katalóníu 66-9, en tapaði illa fyrir Englandi 66-13, en England stóð síðan uppi sem sigurvegari á mótinu. Í leikjum um sæti tapaði liðið síðan fyrir Finnlandi og Spáni, og endaði í 8. sæti af 12, sem er besti árangur liðsins hingað til. Í ár átti Ísland líka í fyrsta skipti fulltrúa í kvennaliði á mótinu, en Siglfirðingurinn Selma Dóra Ólafsdóttir sem leikur með liði Akureyrar hér á landi spilaði með kvennaliði Crusaders sem samanstendur af leikmönnum frá ýmsum löndum. Aðeins voru tvö kvennalið á mótinu að þessu sinni, Frakkland og hið blandaða lið Crusaders og í úrslitaleiknum sigraði lið Crusaders franska liðið í æsispennandi úrslitaleik 45:26, og átti Selma góðan leik. Páll Tómas Finnsson, leikmaður íslenska karlaliðsins, var valinn í Evrópuúrvalið að móti loknu, en hann hefur verið einn besti leikmaðurinn í Evrópu undanfarin ár og er í dag einnig þjálfari danska liðsins í áströlskum fótbolta. Jón Einarsson, leikmaður íslenska liðsins, sigraði í Strongman aflraunakeppninni sem fram fór á mótinu og er því sterkasti leikmaðurinn í Evrópu. Þetta er í fimmta skipti sem Ísland tekur þátt í Evrópubikarmóti í áströlskum fótbolta, en á sínu fyrsta Evrópubikarmóti sem fram fór í Króatíu árið 2009 náði liðið 9. sæti. Ísland er sem stendur í 11. sæti Evrópulistans í áströlskum fótbolta, einu sæti á undan Finnum og einu sæti á eftir Frökkum sem lentu í öðru sæti á mótinu.
Íþróttir Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins „Við erum of mistækir“ „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Leik lokið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Úrslitin ráðast í úrvalsdeildinni í keilu Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Danski dómarinn aftur á börum af velli „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Svindlaði á öllum lyfjaprófum Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Dagskráin í dag: Sunnudagssæla Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Sjá meira