Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - Haukar 18-17 | Stefán Darri hetjan Sigmar Sigfússon skrifar 9. október 2013 11:13 mynd/vilhelm Stefán Darri Þórsson skoraði sigurmark Framara á síðustu sekúndu leiksins á móti Haukum í Safamýri í 4. umferð Olísdeildar karla í handknattleik í kvöld. Fram sigraði, 18-17, og er komið í toppsæti deildarinnar með sex stig eftir sigurinn. Leikurinn var spennandi frá fyrstu mínútu og góð skemmtun þó svo að fá mörk litu dagsins ljós. Heimamenn byrjuðu betur í leiknum og skoruðu fyrstu tvö mörkin. Þá fór Haukavélin í gang og þeir sigu hægt og rólega framúr þeim bláklæddu. Leikurinn var þó mjög jafn út hálfleikinn. Síðustu fimm mínúturnar í fyrri hálfleik voru æsispennandi og Framarar spiluðu vel á þeim kafla. Haukabekkurinn pirraði sig yfir brottvísun sem Jón Þorbjörn Jóhannsson, línumaður Hauka, fékk. Dýrkeyptur æsingur sem endaði með því að Óskar Ármannsson, aðstoðarþjálfari Hauka, fékk tveggjamínútu refsingu og Haukamenn orðnir tveimur færri. Framarar höfðu þegar þetta kom við sögu unnið upp þriggja marka mun og voru einu marki yfir 10-9. Haukamenn komust ágætlega frá því að vera tveimur færri og náðu að jafna leikinn, 10-10, um leið og hálfleiksflautið gall með góðu marki frá Tjörva Þorgeirssyni. Framarar skoruðu fyrstu tvö mörkin og komu sterkir út í seinni hálfeik. Vörnin hjá heimamönnum var mjög góð og Stephen Nielsen, markmaður Fram, átti frábæran leik á þessum kafla. Seinni hálfleikur var hnífjafn alveg til enda og liðin skiptust á að skora. Markmenn beggja liða voru í algjöru aðalhlutverki á lokamínútunum og vörðu hvert dauðafærið á eftir öðru. Framarar unnu aftur upp þriggja marka forskot Hauka í leiknum úr 14-17 í 17-17. Staðan var jöfn, 17-17, þegar að tæp mínúta var eftir. Stórskytta Hauka, Sigurbergur Sveinsson, átti þá þrumuskot sem Stephen Nielsen varði glæsilega og Framarar fengu síðustu sóknina. Framarar spiluðu góða sókn sem endaði með því að Stefán Darri Þórsson fann smugu framhjá Haukavörninni og skoraði sigurmarkið þegar nokkrar sekúndur voru eftir. Heimamenn sigruðu því afar sætan baráttusigur, 18-17. Guðlaugur: Það er karakter í þessu liði.Guðlaugur er að gera frábæra hluti með Fram-liðið.mynd/vilhelm„Við sýndum að það er karakter í þessu liði. Heilt yfir vorum við ekkert að spila neitt sérstaklega en baráttan var klárlega til staðar,“ sagði Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Framara, eftir leikinn. „Við spiluðum góða vörn og þá fylgir oft markvarslan með. Stephen var algjörlega frábær í markinu og varði oft frá Haukum úr dauðafærum. Síðasta markvarslan var gríðarlega mikilvæg í stöðunni 17-17,“ „Með þessari byrjun erum við að sýna að við erum sýnd veiði en ekki gefin. Blásum smá á þær gagnrýnisraddir sem heyrðust fyrir mót. Um okkar hóp og svo framvegis,“ „En fyrst og fremst var þetta karaktersigur sem vannst með baráttu og smá heppni,“ sagði Guðlaugur kampakátur að lokum og bætti við: „Við erum komnir á toppinn, allavega þangað til á morgun." Patrekur: Áttum að loka þessum leikPatrekur á hliðarlínunni í kvöld.mynd/vilhelm„Ég er svekktur. Þetta var ekki góður leikur hjá okkur. Virkilega svekkjandi í svona leik þar sem lítið er skorað að fá möguleika á því að skora lokamarkið og klúðra því,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, eftir leikinn. „Ég skil ekki hvað var í gangi hjá okkur í sókninni. Miðað við hversu ferskir við vorum á móti FH í síðasta leik að þá var þetta mjög dapurt hérna í kvöld,“ „Dómgæslan var mjög sérstök í fyrri hálfleik og svo aftur í upphafi seinni hálfleiks. En sóknarleikurinn verður okkur að falli í kvöld og maður spyr sig hvað veldur? Það voru margir leikmenn sem náðu sér ekki á strik í leiknum,“ „En þrátt fyrir það áttum við að loka leiknum þegar við vorum komnir 14-17 yfir en við þurfum að lifa með þessu,“ sagði Patrekur vonsvikinn að lokum Íslenski handboltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Körfubolti Fleiri fréttir Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Sjá meira
Stefán Darri Þórsson skoraði sigurmark Framara á síðustu sekúndu leiksins á móti Haukum í Safamýri í 4. umferð Olísdeildar karla í handknattleik í kvöld. Fram sigraði, 18-17, og er komið í toppsæti deildarinnar með sex stig eftir sigurinn. Leikurinn var spennandi frá fyrstu mínútu og góð skemmtun þó svo að fá mörk litu dagsins ljós. Heimamenn byrjuðu betur í leiknum og skoruðu fyrstu tvö mörkin. Þá fór Haukavélin í gang og þeir sigu hægt og rólega framúr þeim bláklæddu. Leikurinn var þó mjög jafn út hálfleikinn. Síðustu fimm mínúturnar í fyrri hálfleik voru æsispennandi og Framarar spiluðu vel á þeim kafla. Haukabekkurinn pirraði sig yfir brottvísun sem Jón Þorbjörn Jóhannsson, línumaður Hauka, fékk. Dýrkeyptur æsingur sem endaði með því að Óskar Ármannsson, aðstoðarþjálfari Hauka, fékk tveggjamínútu refsingu og Haukamenn orðnir tveimur færri. Framarar höfðu þegar þetta kom við sögu unnið upp þriggja marka mun og voru einu marki yfir 10-9. Haukamenn komust ágætlega frá því að vera tveimur færri og náðu að jafna leikinn, 10-10, um leið og hálfleiksflautið gall með góðu marki frá Tjörva Þorgeirssyni. Framarar skoruðu fyrstu tvö mörkin og komu sterkir út í seinni hálfeik. Vörnin hjá heimamönnum var mjög góð og Stephen Nielsen, markmaður Fram, átti frábæran leik á þessum kafla. Seinni hálfleikur var hnífjafn alveg til enda og liðin skiptust á að skora. Markmenn beggja liða voru í algjöru aðalhlutverki á lokamínútunum og vörðu hvert dauðafærið á eftir öðru. Framarar unnu aftur upp þriggja marka forskot Hauka í leiknum úr 14-17 í 17-17. Staðan var jöfn, 17-17, þegar að tæp mínúta var eftir. Stórskytta Hauka, Sigurbergur Sveinsson, átti þá þrumuskot sem Stephen Nielsen varði glæsilega og Framarar fengu síðustu sóknina. Framarar spiluðu góða sókn sem endaði með því að Stefán Darri Þórsson fann smugu framhjá Haukavörninni og skoraði sigurmarkið þegar nokkrar sekúndur voru eftir. Heimamenn sigruðu því afar sætan baráttusigur, 18-17. Guðlaugur: Það er karakter í þessu liði.Guðlaugur er að gera frábæra hluti með Fram-liðið.mynd/vilhelm„Við sýndum að það er karakter í þessu liði. Heilt yfir vorum við ekkert að spila neitt sérstaklega en baráttan var klárlega til staðar,“ sagði Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Framara, eftir leikinn. „Við spiluðum góða vörn og þá fylgir oft markvarslan með. Stephen var algjörlega frábær í markinu og varði oft frá Haukum úr dauðafærum. Síðasta markvarslan var gríðarlega mikilvæg í stöðunni 17-17,“ „Með þessari byrjun erum við að sýna að við erum sýnd veiði en ekki gefin. Blásum smá á þær gagnrýnisraddir sem heyrðust fyrir mót. Um okkar hóp og svo framvegis,“ „En fyrst og fremst var þetta karaktersigur sem vannst með baráttu og smá heppni,“ sagði Guðlaugur kampakátur að lokum og bætti við: „Við erum komnir á toppinn, allavega þangað til á morgun." Patrekur: Áttum að loka þessum leikPatrekur á hliðarlínunni í kvöld.mynd/vilhelm„Ég er svekktur. Þetta var ekki góður leikur hjá okkur. Virkilega svekkjandi í svona leik þar sem lítið er skorað að fá möguleika á því að skora lokamarkið og klúðra því,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, eftir leikinn. „Ég skil ekki hvað var í gangi hjá okkur í sókninni. Miðað við hversu ferskir við vorum á móti FH í síðasta leik að þá var þetta mjög dapurt hérna í kvöld,“ „Dómgæslan var mjög sérstök í fyrri hálfleik og svo aftur í upphafi seinni hálfleiks. En sóknarleikurinn verður okkur að falli í kvöld og maður spyr sig hvað veldur? Það voru margir leikmenn sem náðu sér ekki á strik í leiknum,“ „En þrátt fyrir það áttum við að loka leiknum þegar við vorum komnir 14-17 yfir en við þurfum að lifa með þessu,“ sagði Patrekur vonsvikinn að lokum
Íslenski handboltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Körfubolti Fleiri fréttir Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Sjá meira