Neyðarástand á Landspítalanum: "Tímaspursmál hvenær einhver deyr“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 8. október 2013 18:08 Neyðarástand skapaðist á Landspítalanum í dag, en bæði sneiðmyndatæki spítalans eru biluð. Þau eru mikilvægustu og mest notuðu tæki spítalans. Að mati lækna á bráðadeild er öryggi sjúklinga stofnað í mikla hættu. Sneiðmyndatækið á Landspítalanum í Fossvogi bilaði síðastliðinn fimmtudag, og síðan þá hefur öllum sjúklingum sem þurfa á myndatöku að halda verið beint á Hringbraut, þar sem eina nothæfa sneiðmyndatæki spítalans er staðsett. Þetta tæki bilaði seinni partinn í dag. Hjalti Már Björnsson, bráðalæknir á spítalanum, segir bráðveika sjúklinga vera að bíða eftir því að komast í myndatöku. „Ef að það kemur inn bráðveikur sjúklingur sem þarfnast greiningar fær hana ekki útaf biluðu tæki getur það valdið dauða. Ég veit ekki til þess að það hafi gerst ennþá, en það er bara tímaspursmál hvenær einhver deyr ef ekki eru nothæf tæki til staðar á Landspítalanum.” Að sögn Hjalta eru tækin gríðarlega mikilvæg og notuð til að mynda á milli 40 og 60 sjúklinga á dag. Síðustu mánuði hafa tækin bilað til skiptist og því var aðeins tímaspursmál hvenær slík staða kæmi upp. Hann segir að ekki sé hægt að reka nútímabráðdeild án þess að hafa tölvusneiðmyndatæki. En hvenær má búast við að tækin verði komin í lag? „Það er, eins og oft áður, alls ekkert vita hvenær það verður. Ég veit að það eru tæknimenn og yfirmenn að vinna á fullu í því að reyna að fá tækinn í lag. Fram að því getum við ekki veitt þjónustu samkvæmt nútímastöðlum. Það er sérstaklega erfitt að þetta gerist á fyrsta hálkudegi vetrarins, ég vil bara mæla með því að folk keyri varlega heim í kvöld.”Uppfært: Sneiðmyndatækið á Hringbraut er nú komið í lag samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Neyðarástand skapaðist á Landspítalanum í dag, en bæði sneiðmyndatæki spítalans eru biluð. Þau eru mikilvægustu og mest notuðu tæki spítalans. Að mati lækna á bráðadeild er öryggi sjúklinga stofnað í mikla hættu. Sneiðmyndatækið á Landspítalanum í Fossvogi bilaði síðastliðinn fimmtudag, og síðan þá hefur öllum sjúklingum sem þurfa á myndatöku að halda verið beint á Hringbraut, þar sem eina nothæfa sneiðmyndatæki spítalans er staðsett. Þetta tæki bilaði seinni partinn í dag. Hjalti Már Björnsson, bráðalæknir á spítalanum, segir bráðveika sjúklinga vera að bíða eftir því að komast í myndatöku. „Ef að það kemur inn bráðveikur sjúklingur sem þarfnast greiningar fær hana ekki útaf biluðu tæki getur það valdið dauða. Ég veit ekki til þess að það hafi gerst ennþá, en það er bara tímaspursmál hvenær einhver deyr ef ekki eru nothæf tæki til staðar á Landspítalanum.” Að sögn Hjalta eru tækin gríðarlega mikilvæg og notuð til að mynda á milli 40 og 60 sjúklinga á dag. Síðustu mánuði hafa tækin bilað til skiptist og því var aðeins tímaspursmál hvenær slík staða kæmi upp. Hann segir að ekki sé hægt að reka nútímabráðdeild án þess að hafa tölvusneiðmyndatæki. En hvenær má búast við að tækin verði komin í lag? „Það er, eins og oft áður, alls ekkert vita hvenær það verður. Ég veit að það eru tæknimenn og yfirmenn að vinna á fullu í því að reyna að fá tækinn í lag. Fram að því getum við ekki veitt þjónustu samkvæmt nútímastöðlum. Það er sérstaklega erfitt að þetta gerist á fyrsta hálkudegi vetrarins, ég vil bara mæla með því að folk keyri varlega heim í kvöld.”Uppfært: Sneiðmyndatækið á Hringbraut er nú komið í lag samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira