Neyðarástand á Landspítalanum: "Tímaspursmál hvenær einhver deyr“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 8. október 2013 18:08 Neyðarástand skapaðist á Landspítalanum í dag, en bæði sneiðmyndatæki spítalans eru biluð. Þau eru mikilvægustu og mest notuðu tæki spítalans. Að mati lækna á bráðadeild er öryggi sjúklinga stofnað í mikla hættu. Sneiðmyndatækið á Landspítalanum í Fossvogi bilaði síðastliðinn fimmtudag, og síðan þá hefur öllum sjúklingum sem þurfa á myndatöku að halda verið beint á Hringbraut, þar sem eina nothæfa sneiðmyndatæki spítalans er staðsett. Þetta tæki bilaði seinni partinn í dag. Hjalti Már Björnsson, bráðalæknir á spítalanum, segir bráðveika sjúklinga vera að bíða eftir því að komast í myndatöku. „Ef að það kemur inn bráðveikur sjúklingur sem þarfnast greiningar fær hana ekki útaf biluðu tæki getur það valdið dauða. Ég veit ekki til þess að það hafi gerst ennþá, en það er bara tímaspursmál hvenær einhver deyr ef ekki eru nothæf tæki til staðar á Landspítalanum.” Að sögn Hjalta eru tækin gríðarlega mikilvæg og notuð til að mynda á milli 40 og 60 sjúklinga á dag. Síðustu mánuði hafa tækin bilað til skiptist og því var aðeins tímaspursmál hvenær slík staða kæmi upp. Hann segir að ekki sé hægt að reka nútímabráðdeild án þess að hafa tölvusneiðmyndatæki. En hvenær má búast við að tækin verði komin í lag? „Það er, eins og oft áður, alls ekkert vita hvenær það verður. Ég veit að það eru tæknimenn og yfirmenn að vinna á fullu í því að reyna að fá tækinn í lag. Fram að því getum við ekki veitt þjónustu samkvæmt nútímastöðlum. Það er sérstaklega erfitt að þetta gerist á fyrsta hálkudegi vetrarins, ég vil bara mæla með því að folk keyri varlega heim í kvöld.”Uppfært: Sneiðmyndatækið á Hringbraut er nú komið í lag samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum. Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Sjá meira
Neyðarástand skapaðist á Landspítalanum í dag, en bæði sneiðmyndatæki spítalans eru biluð. Þau eru mikilvægustu og mest notuðu tæki spítalans. Að mati lækna á bráðadeild er öryggi sjúklinga stofnað í mikla hættu. Sneiðmyndatækið á Landspítalanum í Fossvogi bilaði síðastliðinn fimmtudag, og síðan þá hefur öllum sjúklingum sem þurfa á myndatöku að halda verið beint á Hringbraut, þar sem eina nothæfa sneiðmyndatæki spítalans er staðsett. Þetta tæki bilaði seinni partinn í dag. Hjalti Már Björnsson, bráðalæknir á spítalanum, segir bráðveika sjúklinga vera að bíða eftir því að komast í myndatöku. „Ef að það kemur inn bráðveikur sjúklingur sem þarfnast greiningar fær hana ekki útaf biluðu tæki getur það valdið dauða. Ég veit ekki til þess að það hafi gerst ennþá, en það er bara tímaspursmál hvenær einhver deyr ef ekki eru nothæf tæki til staðar á Landspítalanum.” Að sögn Hjalta eru tækin gríðarlega mikilvæg og notuð til að mynda á milli 40 og 60 sjúklinga á dag. Síðustu mánuði hafa tækin bilað til skiptist og því var aðeins tímaspursmál hvenær slík staða kæmi upp. Hann segir að ekki sé hægt að reka nútímabráðdeild án þess að hafa tölvusneiðmyndatæki. En hvenær má búast við að tækin verði komin í lag? „Það er, eins og oft áður, alls ekkert vita hvenær það verður. Ég veit að það eru tæknimenn og yfirmenn að vinna á fullu í því að reyna að fá tækinn í lag. Fram að því getum við ekki veitt þjónustu samkvæmt nútímastöðlum. Það er sérstaklega erfitt að þetta gerist á fyrsta hálkudegi vetrarins, ég vil bara mæla með því að folk keyri varlega heim í kvöld.”Uppfært: Sneiðmyndatækið á Hringbraut er nú komið í lag samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum.
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Sjá meira