Tony Kroos og Sidney Sam skoruðu mörk Bayern München og Bayer Leverkusen í stórslag dagsins í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
Franck Ribery lagði upp fyrra mark leiksins fyrir Kroos eftir hálftíma leik. Gestirnir gátu þó aðeins fagnað forystunni í innan við eina mínútu. Sindey Sam jafnaði metin þá fyrir heimamenn í Leverkusen.
Það var Bæjurum til happs að Borussia Dortmund fór sneipuför til Gladbach þar sem heimamenn unnu 2-0 sigur. Bæjarar halda því efsta sætinu með 20 stig en Dortmund hefur 19 stig.
Leverkusen hefur sömuleiðis 19 stig í þriðja sæti og Gladbach deilir því fjórða með Hannover 96.
Úrslit dagsins
Schalke 4-1 Augsburg
Stuttgart 1-1 Werder Bremen
Wolfsburg 0-2 Eintracht Braunschweiger
Mainz 05 2-2 Hoffenheim
Jafntefli í stórslagnum í Leverkusen
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið



Lærisveinar Alfreðs að stinga af
Handbolti


Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ
Körfubolti

Svona var þing KKÍ
Körfubolti

Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn
Enski boltinn


„Þetta var góður gluggi fyrir marga“
Handbolti
