Sigurður Ragnar boðaður til Englands í viðtal Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. október 2013 14:31 Sigurður Ragnar kom íslenska kvennalandsliðinu í átta liða úrslit á Evrópumótinu í Svíþjóð. Nordicphotos/Getty „Þetta væri algjört draumastarf,“ segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson fyrrverandi þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu. Sigurður Ragnar hefur verið boðaður í starfsviðtal hjá enska knattspyrnusambandinu sem leitar að nýjum þjálfara fyrir kvennalandslið sitt. Sigurður sótti um starfið á dögunum. „Ég veit ekki hve margir voru boðaðir. Líklega á bilinu sex til tíu,“ segir Sigurður Ragnar. Hann segir fulltrúa sambandsins hafa tilkynnt sér að nokkrir úr þeim hópi yrðu í framhaldinu boðaðir í annað viðtal. Í kjölfarið yrði gengið frá ráðningu. Englendingar mega engan tíma missa í leit sinni að landsliðsþjálfara. Liðið á leiki framundan í mánuðinum í undankeppni HM 2015 og þurfa nýtt blóð í brúna. Hope Powell, sem stýrði skútunni í fimmtán ár, var látin fara í sumar eftir dapran árangur á Evrópumótinu í Svíþjóð. Algengt er að enska knattspyrnusambandið auglýsi þjálfarastörf sín til umsóknar. Á dögunum var Gareth Southgate einmitt ráðinn þjálfari 21 árs liðs karla eftir að tíu umsækjendur voru boðaðir í viðtal. Sigurður Ragnar hefur sjálfur kynnst umsóknarferli sem þessu. Hann sótti um starf hjá skoska knattspyrnusambandinu fyrir tveimur árum og var nærri því að landa starfinu. „Ég sótti um starf performance director,“ segir Sigurður Ragnar sem var boðaður í tvö viðtöl vegna starfsins. Hollendingurinn Mark Wotte var ráðinn í starfið. Sigurður segist hlakka til að fara utan og fara í viðtalið. Um draumastarf sé að ræða. „Það væri mikil upplifun að starfa á St. George's Park fyrir eitt stærsta knattspyrnusamband í heimi,“ segir Sigurður. Það væri frábært að hafa aðgang að öllum þeim tækjum og tólum sem séu fyrir hendi. Starfið sé þó langt í frá í hendi en hann líti á það sem glæsilegan árangur að vera boðaður í viðtalið. „Ef þetta gengur ekki eftir myndi ég skoða möguleika hérna heima,“ segir Sigurður Ragnar. Bæði Fram og ÍA eru í leit að þjálfurum fyrir meistaraflokka félagsins karlamegin. „Það er þessi árstími,“ segir Sigurður. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Sjá meira
„Þetta væri algjört draumastarf,“ segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson fyrrverandi þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu. Sigurður Ragnar hefur verið boðaður í starfsviðtal hjá enska knattspyrnusambandinu sem leitar að nýjum þjálfara fyrir kvennalandslið sitt. Sigurður sótti um starfið á dögunum. „Ég veit ekki hve margir voru boðaðir. Líklega á bilinu sex til tíu,“ segir Sigurður Ragnar. Hann segir fulltrúa sambandsins hafa tilkynnt sér að nokkrir úr þeim hópi yrðu í framhaldinu boðaðir í annað viðtal. Í kjölfarið yrði gengið frá ráðningu. Englendingar mega engan tíma missa í leit sinni að landsliðsþjálfara. Liðið á leiki framundan í mánuðinum í undankeppni HM 2015 og þurfa nýtt blóð í brúna. Hope Powell, sem stýrði skútunni í fimmtán ár, var látin fara í sumar eftir dapran árangur á Evrópumótinu í Svíþjóð. Algengt er að enska knattspyrnusambandið auglýsi þjálfarastörf sín til umsóknar. Á dögunum var Gareth Southgate einmitt ráðinn þjálfari 21 árs liðs karla eftir að tíu umsækjendur voru boðaðir í viðtal. Sigurður Ragnar hefur sjálfur kynnst umsóknarferli sem þessu. Hann sótti um starf hjá skoska knattspyrnusambandinu fyrir tveimur árum og var nærri því að landa starfinu. „Ég sótti um starf performance director,“ segir Sigurður Ragnar sem var boðaður í tvö viðtöl vegna starfsins. Hollendingurinn Mark Wotte var ráðinn í starfið. Sigurður segist hlakka til að fara utan og fara í viðtalið. Um draumastarf sé að ræða. „Það væri mikil upplifun að starfa á St. George's Park fyrir eitt stærsta knattspyrnusamband í heimi,“ segir Sigurður. Það væri frábært að hafa aðgang að öllum þeim tækjum og tólum sem séu fyrir hendi. Starfið sé þó langt í frá í hendi en hann líti á það sem glæsilegan árangur að vera boðaður í viðtalið. „Ef þetta gengur ekki eftir myndi ég skoða möguleika hérna heima,“ segir Sigurður Ragnar. Bæði Fram og ÍA eru í leit að þjálfurum fyrir meistaraflokka félagsins karlamegin. „Það er þessi árstími,“ segir Sigurður.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Sjá meira