Foreldravandamál í íþróttum er alþekkt en Dr. Matthew Supran var handtekinn eftir að hafa gengið allt of langt á íshokkýleik unglinga.
Þá gerði þessi 44 ára gamli kírópraktor sér lítið fyrir og kýldi 14 ára gamlan strák í andlitið og lamdi höfði hans svo utan í auglýsingaskilti.
Drengurinn hafði gefið syni Supran olnbogaskot og fékk fyrir vikið fimm mínútna brottvísun.
Við það sturlaðist Supran og hann óð í drenginn á bekknum. Varð að draga Supran af drengnum.
Hann hefur verið leystur úr varðhaldi en mun fá sína refsingu síðar.
Sport