Innlent

Gamla fjósið hýsir landbúnaðarsafnið

Kristján Már Unnarsson skrifar
Gamla fjósið á Hvanneyri, sem Guðjón Samúelsson, húsameistari ríkisins, teiknaði, er að breytast í sýningarsali í vetur. Þangað er áformað að flytja Landbúnaðarsafn Íslands fyrir næsta vor.

Það hét fyrst Verkfærasafn ríkisins, þegar það var stofnað árið 1940, síðar Búvélasafnið og nú Landbúnaðarsafn Íslands. Þar er rakin saga tækniþróunar og vélvæðingar landbúnaðarins, eins og fram kom í viðtali við Bjarna Guðmundsson safnstjóra í fréttum Stöðvar 2. Nánar er fjallað um safnið í þættinum „Um land allt“, sem er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld kl. 20.05.

Gamla fjósið á Hvanneyri. Þangað flytur Landbúnaðarsafn Íslands.
Safnið er fyrir löngu búið að sprengja utan af sér rýmið í gamla verkfærahúsinu og nú hefur verið ákveðið að flytja það í eitt virðulegasta húsið á Hvanneyri, nefnilega í gamla fjósið, sem byggt árið 1928. Það var í notkun sem kennslufjós í nærri áttatíu ár fram, yfir síðustu aldamót, og segir Bjarni að þar hafi stórum hluta þeirra kúabænda sem starfandi eru í dag verið kennt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×