Sif Atla: Mér er alveg sama því við fengum þrjú stig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2013 17:52 Sif Atladóttir lék í nýrri stöðu með kvennalandsliðinu þegar Ísland vann 2-1 sigur á Serbíu í undankeppni HM 2015 í dag. Sif er vanalega í vörninni en lék nú sem afturliggjandi miðjumaður. „Við skoðuðum myndbönd með þeim fyrir leikinn og þær vilja helst ekki sparka út því markvörðurinn þeirra er ekkert góð í útspörkunum. Við ákváðum að leyfa þeim að senda fyrstu snertingu og skella síðan á þær hápressu. Það gekk allt mjög vel í fyrri hálfleik," sagði Sif Atladóttir við Hilmar Þór Guðmundsson, starfsmann KSÍ. „Við fengum tvö glæsilegt mörk upp úr pressunni þar sem allt liðið var samtaka í því að vinna boltann," sagði Sif. Ísland var 2-0 yfir í hálfleik en missti svo taktinn í seinni hálfleiknum. „Ég veit ekki alveg hvað gerðist í seinni hálfleik en þær fjórar eða fimm fremstu hjá þeim svindluðu svolítið þannig að við náðum ekki að losa pressuna sem var á okkur. Við náðum heldur ekki að róa okkur á boltann þegar við náðum honum framhjá þessum fremstu fimm. Þetta var því svolítill háloftabolti undir lokin," sagði Sif. „Þriðja markið í leik skiptir alltaf máli. Við hefðum getað drepið leikinn með þriðja marki okkar en þær komust inn í leikinn með því að minna muninn í 2-1. Þetta var dæmigert mark á svona velli þar sem boltinn skoppar og þær höfðu heppnina með sér," sagði Sif en var sigurinn í hættu undir lokin? „Mér fannst við með stjórn á leiknum en það var pínu pressa í kringum markið þetta. Það lá kannski svolítið í loftinu og við hefðum kannski getað gripið fyrr inn í. Mér er alveg sama því við fengum þrjú stig," sagði Sif en það smá sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Sara Björk: Duttum í smá stress í seinni hálfleik Sara Björk Gunnarsdóttir lék sinn 66. landsleik í dag þegar Ísland vann 2-1 sigur á Serbíu í undankeppni HM 2015 en hún er aðeins 23 ára gömul. Sara Björk var, eins og aðrar stelpur í íslenska liðinu, ánægð með að ná í þrjú stig út úr þessum leik í Belgrad. 31. október 2013 17:37 Margrét Lára: Höldum okkur á lífi í þessum riðli með þessum sigri Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði fyrra mark Íslands í 2-1 sigri á Serbíu í undankeppni HM 2015 í dag en Margrét Lára var í fyrsta sinn fyrirliði íslenska liðsins. 31. október 2013 17:20 Umfjöllun og myndir: Serbía - Ísland 1-2 | Sætt en tæpt í Serbíu Hvítklæddir leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu unnu góðan 2-1 sigur á Serbum í undankeppni HM 2015 í Belgrad í dag. 31. október 2013 09:41 Freyr: Hefðum getað verið 4-0 eða 5-0 yfir í hálfleik Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta var ánægður eftir 2-1 sigur á Serbíu í dag í undankeppni HM 2015 en þetta var fyrsti sigur liðsins undir hans stjórn. 31. október 2013 16:48 Glódís Perla: Þær fóru nokkrar að svindla hjá þeim Glódís Perla Viggósdóttir var allt í einu orðin reynsluboltinn í miðri vörn íslenska liðsins þegar liðið vann 2-1 sigur á Serbíu í dag í undankeppni HM 2015. 31. október 2013 17:02 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Sjá meira
Sif Atladóttir lék í nýrri stöðu með kvennalandsliðinu þegar Ísland vann 2-1 sigur á Serbíu í undankeppni HM 2015 í dag. Sif er vanalega í vörninni en lék nú sem afturliggjandi miðjumaður. „Við skoðuðum myndbönd með þeim fyrir leikinn og þær vilja helst ekki sparka út því markvörðurinn þeirra er ekkert góð í útspörkunum. Við ákváðum að leyfa þeim að senda fyrstu snertingu og skella síðan á þær hápressu. Það gekk allt mjög vel í fyrri hálfleik," sagði Sif Atladóttir við Hilmar Þór Guðmundsson, starfsmann KSÍ. „Við fengum tvö glæsilegt mörk upp úr pressunni þar sem allt liðið var samtaka í því að vinna boltann," sagði Sif. Ísland var 2-0 yfir í hálfleik en missti svo taktinn í seinni hálfleiknum. „Ég veit ekki alveg hvað gerðist í seinni hálfleik en þær fjórar eða fimm fremstu hjá þeim svindluðu svolítið þannig að við náðum ekki að losa pressuna sem var á okkur. Við náðum heldur ekki að róa okkur á boltann þegar við náðum honum framhjá þessum fremstu fimm. Þetta var því svolítill háloftabolti undir lokin," sagði Sif. „Þriðja markið í leik skiptir alltaf máli. Við hefðum getað drepið leikinn með þriðja marki okkar en þær komust inn í leikinn með því að minna muninn í 2-1. Þetta var dæmigert mark á svona velli þar sem boltinn skoppar og þær höfðu heppnina með sér," sagði Sif en var sigurinn í hættu undir lokin? „Mér fannst við með stjórn á leiknum en það var pínu pressa í kringum markið þetta. Það lá kannski svolítið í loftinu og við hefðum kannski getað gripið fyrr inn í. Mér er alveg sama því við fengum þrjú stig," sagði Sif en það smá sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Sara Björk: Duttum í smá stress í seinni hálfleik Sara Björk Gunnarsdóttir lék sinn 66. landsleik í dag þegar Ísland vann 2-1 sigur á Serbíu í undankeppni HM 2015 en hún er aðeins 23 ára gömul. Sara Björk var, eins og aðrar stelpur í íslenska liðinu, ánægð með að ná í þrjú stig út úr þessum leik í Belgrad. 31. október 2013 17:37 Margrét Lára: Höldum okkur á lífi í þessum riðli með þessum sigri Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði fyrra mark Íslands í 2-1 sigri á Serbíu í undankeppni HM 2015 í dag en Margrét Lára var í fyrsta sinn fyrirliði íslenska liðsins. 31. október 2013 17:20 Umfjöllun og myndir: Serbía - Ísland 1-2 | Sætt en tæpt í Serbíu Hvítklæddir leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu unnu góðan 2-1 sigur á Serbum í undankeppni HM 2015 í Belgrad í dag. 31. október 2013 09:41 Freyr: Hefðum getað verið 4-0 eða 5-0 yfir í hálfleik Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta var ánægður eftir 2-1 sigur á Serbíu í dag í undankeppni HM 2015 en þetta var fyrsti sigur liðsins undir hans stjórn. 31. október 2013 16:48 Glódís Perla: Þær fóru nokkrar að svindla hjá þeim Glódís Perla Viggósdóttir var allt í einu orðin reynsluboltinn í miðri vörn íslenska liðsins þegar liðið vann 2-1 sigur á Serbíu í dag í undankeppni HM 2015. 31. október 2013 17:02 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Sjá meira
Sara Björk: Duttum í smá stress í seinni hálfleik Sara Björk Gunnarsdóttir lék sinn 66. landsleik í dag þegar Ísland vann 2-1 sigur á Serbíu í undankeppni HM 2015 en hún er aðeins 23 ára gömul. Sara Björk var, eins og aðrar stelpur í íslenska liðinu, ánægð með að ná í þrjú stig út úr þessum leik í Belgrad. 31. október 2013 17:37
Margrét Lára: Höldum okkur á lífi í þessum riðli með þessum sigri Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði fyrra mark Íslands í 2-1 sigri á Serbíu í undankeppni HM 2015 í dag en Margrét Lára var í fyrsta sinn fyrirliði íslenska liðsins. 31. október 2013 17:20
Umfjöllun og myndir: Serbía - Ísland 1-2 | Sætt en tæpt í Serbíu Hvítklæddir leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu unnu góðan 2-1 sigur á Serbum í undankeppni HM 2015 í Belgrad í dag. 31. október 2013 09:41
Freyr: Hefðum getað verið 4-0 eða 5-0 yfir í hálfleik Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta var ánægður eftir 2-1 sigur á Serbíu í dag í undankeppni HM 2015 en þetta var fyrsti sigur liðsins undir hans stjórn. 31. október 2013 16:48
Glódís Perla: Þær fóru nokkrar að svindla hjá þeim Glódís Perla Viggósdóttir var allt í einu orðin reynsluboltinn í miðri vörn íslenska liðsins þegar liðið vann 2-1 sigur á Serbíu í dag í undankeppni HM 2015. 31. október 2013 17:02