Iceland Airwaves: Mammút – Breyttu gólfklappi í dynjandi lófatak Orri Freyr Rúnarsson skrifar 31. október 2013 14:46 Frá Iceland Airwaves í Hörpu í gær. Mynd/Arnþór Fullt var útúr dyrum þegar að Mammút steig á svið í Norðurljósasal Hörpu. Hljómsveitin hefur verið reglulegur gestur á hátíðinni allt frá því að hún sigraði Músíktilraunir árið 2004. Í kvöld höfðu meðlimir Mammút ríka ástæðu til að fagna en fyrir tæpri viku síðan leit platan Komdu til mín svarta systir dagsins ljós en platan er þeirra fyrsta í heil fimm ár. Af spilamennskunni að dæma var þó ekki að sjá að þetta væru aðeins aðrir tónleikar Mammút eftir að platan kom út. Hljómsveitin er orðin að einhverju miklu meira en vel smurðri vél en eflaust mætti líkja tengslum hljómsveitarmeðlima við óvenju hæfileikaríkan systkinahóp. Sérstakt hrós verður að gefa söngkonu sveitarinnar, Kötu Mogensen, en sviðsframkoma hennar og söngur var í hæsta gæðaflokki. Einungis nýtt efni var flutt á tónleikunum en nýju lögin eru gríðarsterk og virtust leggjast vel í áhorfendur en þegar þarna var komið við sögu hafði kurteisislega gólfklappið sem einkennt hafði salinn fyrr um kvöldið breyst í dynjandi lófatak, hróp og skræki. Þekktustu lög nýju plötunnar, Salt og Blóðberg, voru á meðal fyrstu laga sveitarinnar að þessu sinni og varð það mögulega til þess að ákveðin stíganda vantaði í tónleikana, en ljóst er að hljómsveitin er prufa sig áfram með uppruðun laga á tónleikum.Hljómsveitin Mammút.Mynd/Stefán Gagnrýni Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Fleiri fréttir Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Fullt var útúr dyrum þegar að Mammút steig á svið í Norðurljósasal Hörpu. Hljómsveitin hefur verið reglulegur gestur á hátíðinni allt frá því að hún sigraði Músíktilraunir árið 2004. Í kvöld höfðu meðlimir Mammút ríka ástæðu til að fagna en fyrir tæpri viku síðan leit platan Komdu til mín svarta systir dagsins ljós en platan er þeirra fyrsta í heil fimm ár. Af spilamennskunni að dæma var þó ekki að sjá að þetta væru aðeins aðrir tónleikar Mammút eftir að platan kom út. Hljómsveitin er orðin að einhverju miklu meira en vel smurðri vél en eflaust mætti líkja tengslum hljómsveitarmeðlima við óvenju hæfileikaríkan systkinahóp. Sérstakt hrós verður að gefa söngkonu sveitarinnar, Kötu Mogensen, en sviðsframkoma hennar og söngur var í hæsta gæðaflokki. Einungis nýtt efni var flutt á tónleikunum en nýju lögin eru gríðarsterk og virtust leggjast vel í áhorfendur en þegar þarna var komið við sögu hafði kurteisislega gólfklappið sem einkennt hafði salinn fyrr um kvöldið breyst í dynjandi lófatak, hróp og skræki. Þekktustu lög nýju plötunnar, Salt og Blóðberg, voru á meðal fyrstu laga sveitarinnar að þessu sinni og varð það mögulega til þess að ákveðin stíganda vantaði í tónleikana, en ljóst er að hljómsveitin er prufa sig áfram með uppruðun laga á tónleikum.Hljómsveitin Mammút.Mynd/Stefán
Gagnrýni Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Fleiri fréttir Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira