Fótbolti

Emil hafði betur gegn Birki í Íslendingaslagnum

Emil Hallfreðsson í leiknum í kvöld.
Emil Hallfreðsson í leiknum í kvöld. nordicphotos/getty
Átta leikir fóru fram í ítölsku A-deildinni í kvöld en þeir Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson mættust í fyrsta Íslendingaslagnum í ítölsku úrvalsdeildinni.

Emil Hallfreðsson og félagar í Hellas Verona unnu fínan sigur á Birki Bjarnasyni og félögum í Sampdoria, 2-0.

Juan Gomez Taleb og Luca Toni gerðu mörk Hellas Verona í leiknum en Íslendingarnir léku báðir allan leikinn fyrir sitt lið.

Juventus valtaði yfir Catania 4-0 en Arturo Vidal, Andrea Pirlo, Carlos Tevez og Leonardo Bonucc gerðu allir sitt markið hver í leiknum.

AC Milan og Lazio gerðu 1-1 jafntefli en Kaká gerði mark Milan í leiknum og Michaël Ciani var með mark Lazio.

Roma er sem fyrr í efsta sæti deildarinnar með fullt hús stiga eða 27 talsins. Napoli og Juventus koma þar næst bæði með 25 stig.

Hellas Verona er í fimmta sætinu með 19 stig en Sampdoria í því 16. með níu stig.

Úrslit kvöldsins:

AC Milan - Lazio 1 - 1   

Cagliari - Bologna 0 - 3    

Fiorentina - Napoli 1 - 2    

Genoa - Parma 1 - 0   

Hellas Verona - Sampdoria 2 - 0    

Juventus - Catania 4 - 0    

Livorno - Torino 3 - 3    

Sassuolo - Udinese 1 - 2    




Fleiri fréttir

Sjá meira


×