NBA: Miami kláraði Chicago og Lakers vann óvænt í LA-slagnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2013 07:00 NBA-deildin í körfubolta hófst í nótt með þremur leikjum og þótt að flestir hafi fylgst með sigri NBA-meistara Miami Heat á Chicago Bulls þá mun ekkert færri ræða óvæntan sigur Los Angeles Lakers á nágrönnum sínum í Los Angeles Clippers.LeBron James var með 17 stig, 9 stoðsendingar og 6 fráköst þegar Miami Heat vann 107-95 heimasigur á Chicago Bulls. Bulls-liðið komst í 9-2 í upphafi leiks en Miami vann restina af fyrri hálfleiknum 52-24 og var með leikinn í sínum höndum eftir það. Chris Bosh skoraði 16 stig fyrir Miami og Shane Battier var með 14 stig á 22 mínútum en hann hitti úr öllum fjórum þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Dwyane Wade og Mario Chalmers skoruðu báðir 13 stig. Chicago Bulls átti tvo stigahæstu leikmenn vallarins í þeim Carlos Boozer (31 stig) og Jimmy Butler (20 stig) en Derrick Rose (12 stig, 4 stoðsendingar) hitti aðeins úr 4 af 15 skotum sínum og var að auki með fimm tapaða bolta.Los Angeles Lakers lék fyrsta leikinn án Kobe Bryant en það kom ekki í veg fyrir glæsilegan 116-103 sigur á nágrönnunum í Los Angeles Clippers sem flestir töldu að væru með miklu betra lið í vetur. Pau Gasol og Steve Nash horfðu á allan fjórða leikhlutann á bekknum því á meðan voru varamennirnir að blómstra. Xavier Henry setti persónulegt met með því að skora 22 stig og Jordan Farmar bætti við 16 stigum. Jodie Meeks (13 stig), Jordan Hill (12) og Chris Kaman (10) voru þrír varamenn til viðbótar sem komust í tíu stigin en Lakers-liðið vann lokaleikhlutann 41-24. Blake Griffin skoraði 18 stig fyrir Los Angeles Clippers, DeAndre Jordan var með 17 stig og 11 fráköst og Chris Paul skoraði 15 stig, gaf 11 stoðsendingar og stal 5 boltum.Paul George skoraði 24 stig og Lance Stephenson var með 19 stig þegar Indiana Pacers vann 97-87 sigur á Orlando Magic. Roy Hibbert var frábær með 16 fráköst og 7 varin skot á 27 mínútum en Andrew Nicholson skoraði mest fyrir Orlando eða 18 stig. NBA Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Fleiri fréttir Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Sjá meira
NBA-deildin í körfubolta hófst í nótt með þremur leikjum og þótt að flestir hafi fylgst með sigri NBA-meistara Miami Heat á Chicago Bulls þá mun ekkert færri ræða óvæntan sigur Los Angeles Lakers á nágrönnum sínum í Los Angeles Clippers.LeBron James var með 17 stig, 9 stoðsendingar og 6 fráköst þegar Miami Heat vann 107-95 heimasigur á Chicago Bulls. Bulls-liðið komst í 9-2 í upphafi leiks en Miami vann restina af fyrri hálfleiknum 52-24 og var með leikinn í sínum höndum eftir það. Chris Bosh skoraði 16 stig fyrir Miami og Shane Battier var með 14 stig á 22 mínútum en hann hitti úr öllum fjórum þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Dwyane Wade og Mario Chalmers skoruðu báðir 13 stig. Chicago Bulls átti tvo stigahæstu leikmenn vallarins í þeim Carlos Boozer (31 stig) og Jimmy Butler (20 stig) en Derrick Rose (12 stig, 4 stoðsendingar) hitti aðeins úr 4 af 15 skotum sínum og var að auki með fimm tapaða bolta.Los Angeles Lakers lék fyrsta leikinn án Kobe Bryant en það kom ekki í veg fyrir glæsilegan 116-103 sigur á nágrönnunum í Los Angeles Clippers sem flestir töldu að væru með miklu betra lið í vetur. Pau Gasol og Steve Nash horfðu á allan fjórða leikhlutann á bekknum því á meðan voru varamennirnir að blómstra. Xavier Henry setti persónulegt met með því að skora 22 stig og Jordan Farmar bætti við 16 stigum. Jodie Meeks (13 stig), Jordan Hill (12) og Chris Kaman (10) voru þrír varamenn til viðbótar sem komust í tíu stigin en Lakers-liðið vann lokaleikhlutann 41-24. Blake Griffin skoraði 18 stig fyrir Los Angeles Clippers, DeAndre Jordan var með 17 stig og 11 fráköst og Chris Paul skoraði 15 stig, gaf 11 stoðsendingar og stal 5 boltum.Paul George skoraði 24 stig og Lance Stephenson var með 19 stig þegar Indiana Pacers vann 97-87 sigur á Orlando Magic. Roy Hibbert var frábær með 16 fráköst og 7 varin skot á 27 mínútum en Andrew Nicholson skoraði mest fyrir Orlando eða 18 stig.
NBA Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Fleiri fréttir Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Sjá meira