Gerplustelpur vörðu Norðurlandameistaratitilinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2013 14:37 Mynd/Fésbókarsíða FSÍ Gerpla er Norðurlandameistari í hópfimleikum kvenna en íslensku stelpurnar létu ekki kynslóðarskipti trufla sig og tryggðu sér gullið á NM í hópfimleikum í Óðinsvéum í Danmörku í dag. Kvennalið Stjörnunnar varð í sjötta sæti á mótinu. Gerpluliðið tryggði sér sigurinn með æfingum á trampólíni en þær fengu hæstu einkunn á trampólín og þá næsthæstu á gólfi. Sænsku stelpurnar í Örebro náðu bestu einkunninni á gólfi og settu með því mikla spennu í keppnina í lokin. Þetta eru fjórðu gullverðlaun Íslands í röð í hópfimleikum kvenna. Íslenska landsliðið hefur unnið tvö síðustu Evrópumót og Gerpla varði nú Norðurlandameistaratitil sinn í fyrsta sinn. Gerplustelpurnar hafa líka skipað íslenska landsliðið. Þetta er í þriðja sinn sem Gerpla vinnur Norðurlandameistaratitilinn en þær unnu í fyrsta sinn árið 2007 en náðu síðan ekki að verja titilinn 2009. Gerpluliðið byrjaði á góðri gólfæfingu og tók strax forystu í keppninni enda fengu stelpurnar 19.583 í einkunn fyrir dansinn sinn. Stjarnan varð í sjötta sæti eftir sína fyrstu grein sem var trampólínið og tryggði þeim einkunn upp á 16.600. Gerpla fékk 16.950 fyrir æfingar á dýnu en það var eitt fall í lokin. Gerpla var með 36,533 stig eftir fyrstu tvær æfingarnar en datt niður í annað sæti á eftir sænska liðinu Örebro GF sem fékk 17.050 í einkunn á trampólín. Stjarnan var í þriðja sætinu eftir tvær fyrstu umferðirnar. Valgerður Sigfinnsdóttir bauð upp á tvöfald „straight“ með tvöfaldri skrúfu í dýnuæfingu Gerplu en á fésbókarsíðu Fimleikasambandsins er haldið fram að þetta sé í fyrsta skipti sem það gerist hjá Íslendingi í kvennakeppninni. Það var því mikil spenna fyrir síðustu greinina hjá Gerplu enda búnar að missa toppsætið til sænska liðsins. Lokagrein liðsins var á trampólínið. Fyrsta umferðin var flott en það gekk ekki eins vel í 2. umferðinni. Þriðja umferðin gekk hinsvegar betur. Gerpluliðið náði 17.300 í einkunn á trampólín og tryggði sér með því sigurinn. Frábært hjá stelpunum að halda áfram sigurgöngunni þrátt fyrir að missa marga reynslubolta úr liðiunu.Lokastaðan í keppni kvenna: 1. Gerpla 53.833 2. Örebro GF 52.800 3. Höganäs GF 52.483 4. Bolbro Gymnasterne 49.700 5. Tampereen Voimistelijat 48.016 6. Stjarnan 47.500 7. TeamGym Greve 47.183 8. Helsingfors GK 46.650 9. Arendal 43.075 10. Trondhjem 38.316Einkunnir íslensku liðanna:Gerpla Gólf: 19.583 Dýna: 16.950 Trampólín: 17.300Stjarnan Trampólín: 16.600 Gólf: 18.800 Dýna: 12.100 Íþróttir Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Í beinni: Chelsea - Leicester | Maresca-slagurinn Enski boltinn Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Fleiri fréttir Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Í beinni: Tottenham - Bournemouth | Gestirnir sækja í átt að Evrópu Í beinni: Chelsea - Leicester | Maresca-slagurinn Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Úrslitin ráðast í úrvalsdeildinni í keilu Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Danski dómarinn aftur á börum af velli „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Svindlaði á öllum lyfjaprófum Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Dagskráin í dag: Sunnudagssæla Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan Valur tímabundið á toppinn Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Fullkominn bikardagur KA „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Einar Árni verður íþróttastjóri Njarðvíkur Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Sjá meira
Gerpla er Norðurlandameistari í hópfimleikum kvenna en íslensku stelpurnar létu ekki kynslóðarskipti trufla sig og tryggðu sér gullið á NM í hópfimleikum í Óðinsvéum í Danmörku í dag. Kvennalið Stjörnunnar varð í sjötta sæti á mótinu. Gerpluliðið tryggði sér sigurinn með æfingum á trampólíni en þær fengu hæstu einkunn á trampólín og þá næsthæstu á gólfi. Sænsku stelpurnar í Örebro náðu bestu einkunninni á gólfi og settu með því mikla spennu í keppnina í lokin. Þetta eru fjórðu gullverðlaun Íslands í röð í hópfimleikum kvenna. Íslenska landsliðið hefur unnið tvö síðustu Evrópumót og Gerpla varði nú Norðurlandameistaratitil sinn í fyrsta sinn. Gerplustelpurnar hafa líka skipað íslenska landsliðið. Þetta er í þriðja sinn sem Gerpla vinnur Norðurlandameistaratitilinn en þær unnu í fyrsta sinn árið 2007 en náðu síðan ekki að verja titilinn 2009. Gerpluliðið byrjaði á góðri gólfæfingu og tók strax forystu í keppninni enda fengu stelpurnar 19.583 í einkunn fyrir dansinn sinn. Stjarnan varð í sjötta sæti eftir sína fyrstu grein sem var trampólínið og tryggði þeim einkunn upp á 16.600. Gerpla fékk 16.950 fyrir æfingar á dýnu en það var eitt fall í lokin. Gerpla var með 36,533 stig eftir fyrstu tvær æfingarnar en datt niður í annað sæti á eftir sænska liðinu Örebro GF sem fékk 17.050 í einkunn á trampólín. Stjarnan var í þriðja sætinu eftir tvær fyrstu umferðirnar. Valgerður Sigfinnsdóttir bauð upp á tvöfald „straight“ með tvöfaldri skrúfu í dýnuæfingu Gerplu en á fésbókarsíðu Fimleikasambandsins er haldið fram að þetta sé í fyrsta skipti sem það gerist hjá Íslendingi í kvennakeppninni. Það var því mikil spenna fyrir síðustu greinina hjá Gerplu enda búnar að missa toppsætið til sænska liðsins. Lokagrein liðsins var á trampólínið. Fyrsta umferðin var flott en það gekk ekki eins vel í 2. umferðinni. Þriðja umferðin gekk hinsvegar betur. Gerpluliðið náði 17.300 í einkunn á trampólín og tryggði sér með því sigurinn. Frábært hjá stelpunum að halda áfram sigurgöngunni þrátt fyrir að missa marga reynslubolta úr liðiunu.Lokastaðan í keppni kvenna: 1. Gerpla 53.833 2. Örebro GF 52.800 3. Höganäs GF 52.483 4. Bolbro Gymnasterne 49.700 5. Tampereen Voimistelijat 48.016 6. Stjarnan 47.500 7. TeamGym Greve 47.183 8. Helsingfors GK 46.650 9. Arendal 43.075 10. Trondhjem 38.316Einkunnir íslensku liðanna:Gerpla Gólf: 19.583 Dýna: 16.950 Trampólín: 17.300Stjarnan Trampólín: 16.600 Gólf: 18.800 Dýna: 12.100
Íþróttir Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Í beinni: Chelsea - Leicester | Maresca-slagurinn Enski boltinn Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Fleiri fréttir Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Í beinni: Tottenham - Bournemouth | Gestirnir sækja í átt að Evrópu Í beinni: Chelsea - Leicester | Maresca-slagurinn Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Úrslitin ráðast í úrvalsdeildinni í keilu Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Danski dómarinn aftur á börum af velli „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Svindlaði á öllum lyfjaprófum Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Dagskráin í dag: Sunnudagssæla Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan Valur tímabundið á toppinn Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Fullkominn bikardagur KA „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Einar Árni verður íþróttastjóri Njarðvíkur Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Sjá meira