Fullorðnir fara að hlakka til Úlfar Linnet skrifar 8. nóvember 2013 09:24 Nú styttist óðum í stærsta bjórdag ársins, þegar sala á jólabjór hefst í Vínbúðunum þann 15. nóvember. Þann dag fara 26 tegundir í sölu og vöruúrvalið eykst um 15%, meðan birgðir af jólabjórunum endast. Flestir bjóranna koma frá íslenskum brugghúsum, alls þrettán talsins. Á hæla íslenskra brugghúsa koma þau dönsku með tíu bjóra en frá Bandaríkjunum, Englandi og Belgíu rataði aðeins einn. Nýir bjórar á markaðnum eru sex. Frá Vífilfelli kemur Thule jólabjór, í tilefni þess að tuttugu ár eru síðan Thule kom fyrst á markað. Borg Brugghús kemur með reykta piparkökubjórinn Stúf sem ber nafn með rentu, áfengisprósentan er aðeins 2,26% og ef bjórinn væri 0,01 prósentustigi veikari mætti selja hann í matvöruverslunum. Gæðingur verður með tvo jólabjóra. Annar þeirra hefur ekki sést áður og nefnist Ýlir. Frá Danmörku koma tveir nýir. Annars vegar Carl‘s Jul, sem er jólabjórinn frá Carlsberg, og hins vegar Snowball Saison frá To Øl, einu af rísandi örbrugghúsum Dana. Að lokum kemur jólabjór frá enska brugghúsinu Shepherd Neame. Hina 20 höfum við séð áður. Hluti brugghúsanna hefur þó þróað jólabjórana enn frekar, svo það má búast við einhverjum breytingum.Flestir jólabjóranna munu eflaust seljast upp eins og undanfarin ár, því brugghús og innflytjendur gæta þess vandlega að takmarka framboðið. Allur jólabjór sem verður eftir í vínbúðunum þegar sölutímabili jólabjóra er lokið er sendur aftur til framleiðanda sem getur lítið við hann gert. Um næstu jól verður bjórinn skemmdur. Bjóráhugafólk og matgæðingar sem ætla sér að næla sér í allar sortir verða því að taka bjórinnkaupin föstum tökum föstudaginn 15. nóvember.Íslenskir bjórar :Egils Malt jólabjór, Einstök Doppel Bock jólabjór, Jólakaldi, Jólagull, Steðji jólabjór, Víking JólaBock, Víking jólabjór, Giljagaur jólabjór nr. 14.1 – gjafaaskja, Gæðingur jólabjór, Stúfur Nr.21 jólabjór, Thule jólabjór, Ölvisholt Brugghús jólabjór, Ýlir jólabjór.Bjórar frá öðrum löndum :Albani Jule Bryg, Anchor Christmas Ale 2013, Carls Jul, Harboe Jule Bryg, Mikkeller Fra Til Imperial Porter Jólabjór, Mikkeller Hoppy Lovin' Christmas, Mikkeller Red White Christmas, Royal X-Mas blár, Royal X-Mas hvítur, Shepherd Neame Christmas Ale, Snowball Saison Jólabjór, Stella Artois, Tuborg Christmas Brew. Úlfar Linnet Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Nú styttist óðum í stærsta bjórdag ársins, þegar sala á jólabjór hefst í Vínbúðunum þann 15. nóvember. Þann dag fara 26 tegundir í sölu og vöruúrvalið eykst um 15%, meðan birgðir af jólabjórunum endast. Flestir bjóranna koma frá íslenskum brugghúsum, alls þrettán talsins. Á hæla íslenskra brugghúsa koma þau dönsku með tíu bjóra en frá Bandaríkjunum, Englandi og Belgíu rataði aðeins einn. Nýir bjórar á markaðnum eru sex. Frá Vífilfelli kemur Thule jólabjór, í tilefni þess að tuttugu ár eru síðan Thule kom fyrst á markað. Borg Brugghús kemur með reykta piparkökubjórinn Stúf sem ber nafn með rentu, áfengisprósentan er aðeins 2,26% og ef bjórinn væri 0,01 prósentustigi veikari mætti selja hann í matvöruverslunum. Gæðingur verður með tvo jólabjóra. Annar þeirra hefur ekki sést áður og nefnist Ýlir. Frá Danmörku koma tveir nýir. Annars vegar Carl‘s Jul, sem er jólabjórinn frá Carlsberg, og hins vegar Snowball Saison frá To Øl, einu af rísandi örbrugghúsum Dana. Að lokum kemur jólabjór frá enska brugghúsinu Shepherd Neame. Hina 20 höfum við séð áður. Hluti brugghúsanna hefur þó þróað jólabjórana enn frekar, svo það má búast við einhverjum breytingum.Flestir jólabjóranna munu eflaust seljast upp eins og undanfarin ár, því brugghús og innflytjendur gæta þess vandlega að takmarka framboðið. Allur jólabjór sem verður eftir í vínbúðunum þegar sölutímabili jólabjóra er lokið er sendur aftur til framleiðanda sem getur lítið við hann gert. Um næstu jól verður bjórinn skemmdur. Bjóráhugafólk og matgæðingar sem ætla sér að næla sér í allar sortir verða því að taka bjórinnkaupin föstum tökum föstudaginn 15. nóvember.Íslenskir bjórar :Egils Malt jólabjór, Einstök Doppel Bock jólabjór, Jólakaldi, Jólagull, Steðji jólabjór, Víking JólaBock, Víking jólabjór, Giljagaur jólabjór nr. 14.1 – gjafaaskja, Gæðingur jólabjór, Stúfur Nr.21 jólabjór, Thule jólabjór, Ölvisholt Brugghús jólabjór, Ýlir jólabjór.Bjórar frá öðrum löndum :Albani Jule Bryg, Anchor Christmas Ale 2013, Carls Jul, Harboe Jule Bryg, Mikkeller Fra Til Imperial Porter Jólabjór, Mikkeller Hoppy Lovin' Christmas, Mikkeller Red White Christmas, Royal X-Mas blár, Royal X-Mas hvítur, Shepherd Neame Christmas Ale, Snowball Saison Jólabjór, Stella Artois, Tuborg Christmas Brew.
Úlfar Linnet Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira