Tugmilljóna tjón hjá GK Reykjavík Jón Júlíus Karlsson skrifar 6. nóvember 2013 19:22 Tugmilljóna tjón segja eigendur GK Reykjavík sem hafa þurft að loka verslun sinni á Laugarvegi vegna rykskemmda. Verslunin hefur verið lokuð í tvær vikur og rekstartjón mikið. Það er grálegt um að litast í tískuvöruversluninni GK Reykjavík á Laugarvegi 66. Eigendur húsnæðisins standa í miklum framkvæmdum því breyta á húsnæðinu í hótel. Í miðjum framkvæmdum varð til gat inn á lager verslunarinnar með þeim afleiðinugm að mikið magn af iðnaðarryki fann leið sína inn í verslunina. GK Reykjavík stendur eftir óstarfhæf. Lager verslunarinnar liggur undir miklum skemmdum og hleypur tjónið á tugum milljóna. „Það að hafa haft lokað hérna í tvær vikur er auðvitað gífurlegt áfall og við höfum reynt eftir fremsta megni að finna bráðgabirðahúsnæði til að geta komið rekstrinum aftur í gang. Núna er jólatörnin að hefjast og næstu tveir mánuðir gífurlega mikilvægir,“ segir Ása Ninna Pétursdóttir sem rekur verslunina ásamt Guðmundi Hallgrímssyni.Brot á leigusamningi Guðmundur og Ása Ninna eru ósátt við eigendur Laugavegar 66 og segja að bola eigi þeim út úr húsnæðinu með öllum tiltækum ráðum. „Við erum með löggildan leigusamning í þessu rými hér og á hæðinni fyrir ofan þar sem við erum með skrifstofu til ársins 2016. Þetta er gífurlegt brot á okkar rétti,“ segir Ása Ninna. Eins og meðfylgjandi myndir bera með sér þá er um miklar skemmdir á fatnaði að ræða vegna ryks. Guðmundur og Ása Ninna hafa ákveðið að leita réttar síns. „Það hófust framkvæmdir hér á fullu án byggingarleyfis sem þýddi það að gerð var krafa fyrir hönd leigutaka um stöðvun á framkvæmdum,“ segir Jónas Örn Jónasson, lögmaður eigenda GK Reykjavíkur. Eigendur GK Reykjavíkur ætla ekki að leggja árar í bát og stefna að opnun nýrrar verslunar til bráðabirgða í Bankastæti 11 um næstu helgi. „Við ætlum að reyna að gera gott úr þessu og við viljum halda þessari verslun áfram. Ég ætla að vera bjartsýn og vonast til að þetta mál leysist,“ segir Ása Ninna að lokum. Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Sjá meira
Tugmilljóna tjón segja eigendur GK Reykjavík sem hafa þurft að loka verslun sinni á Laugarvegi vegna rykskemmda. Verslunin hefur verið lokuð í tvær vikur og rekstartjón mikið. Það er grálegt um að litast í tískuvöruversluninni GK Reykjavík á Laugarvegi 66. Eigendur húsnæðisins standa í miklum framkvæmdum því breyta á húsnæðinu í hótel. Í miðjum framkvæmdum varð til gat inn á lager verslunarinnar með þeim afleiðinugm að mikið magn af iðnaðarryki fann leið sína inn í verslunina. GK Reykjavík stendur eftir óstarfhæf. Lager verslunarinnar liggur undir miklum skemmdum og hleypur tjónið á tugum milljóna. „Það að hafa haft lokað hérna í tvær vikur er auðvitað gífurlegt áfall og við höfum reynt eftir fremsta megni að finna bráðgabirðahúsnæði til að geta komið rekstrinum aftur í gang. Núna er jólatörnin að hefjast og næstu tveir mánuðir gífurlega mikilvægir,“ segir Ása Ninna Pétursdóttir sem rekur verslunina ásamt Guðmundi Hallgrímssyni.Brot á leigusamningi Guðmundur og Ása Ninna eru ósátt við eigendur Laugavegar 66 og segja að bola eigi þeim út úr húsnæðinu með öllum tiltækum ráðum. „Við erum með löggildan leigusamning í þessu rými hér og á hæðinni fyrir ofan þar sem við erum með skrifstofu til ársins 2016. Þetta er gífurlegt brot á okkar rétti,“ segir Ása Ninna. Eins og meðfylgjandi myndir bera með sér þá er um miklar skemmdir á fatnaði að ræða vegna ryks. Guðmundur og Ása Ninna hafa ákveðið að leita réttar síns. „Það hófust framkvæmdir hér á fullu án byggingarleyfis sem þýddi það að gerð var krafa fyrir hönd leigutaka um stöðvun á framkvæmdum,“ segir Jónas Örn Jónasson, lögmaður eigenda GK Reykjavíkur. Eigendur GK Reykjavíkur ætla ekki að leggja árar í bát og stefna að opnun nýrrar verslunar til bráðabirgða í Bankastæti 11 um næstu helgi. „Við ætlum að reyna að gera gott úr þessu og við viljum halda þessari verslun áfram. Ég ætla að vera bjartsýn og vonast til að þetta mál leysist,“ segir Ása Ninna að lokum.
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Sjá meira