Sálarró Ásgeirs Jón Júlíus Karlsson skrifar 5. nóvember 2013 11:04 Ásgeir Trausti lék á Iceland Airwaves í ár. Ásgeir Iceland Airwaves-hátíðin Silfurberg, Hörpu Ásgeir steig á stokk í Hörpu á laugardag og var þétt staðið í Silfurbergi. Þó von sé á endurútgáfu hinnar frábæru plötu, Dýrð í dauðaþögn, á næsta ári á ensku þá kaus Ásgeir að syngja á íslensku fyrir þá fjölmörgu Íslendinga sem fjölmenntu á tónleikanna. Hæfileikar Ásgeirs eru ótvíræðir og frammistaða hans í Hörpu var eftir því. Söngur hans frábær að vanda og flutningur hljómsveitarinnar fumlaus. Ásgeir lék einnig ný lög á tónleikunum, m.a. lagið Lupin Intrugie sem kom út á smáskífu kappans í sumar. Fallegt lag í anda þeirra sem komu út á fyrstu plötu kappans. Tónleikarnir voru sem sálræn afslöppun. Fallegar melódíur og söngur Ásgeirs leið um salinn og sálarró færðist yfir undirritaðan í nokkrum lögum. Sem fyrr var Ásgeir fámáll á milli laga. Það er það eina sem hægt er að setja út á tónleikanna sem að öllu öðru leyti voru fyrsta flokks.Niðurstaða: Frábærir tónleikar þar sem tónlistin var í aðalhlutverki. Gagnrýni Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Elísabet fær uppreist æru Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira
Ásgeir Iceland Airwaves-hátíðin Silfurberg, Hörpu Ásgeir steig á stokk í Hörpu á laugardag og var þétt staðið í Silfurbergi. Þó von sé á endurútgáfu hinnar frábæru plötu, Dýrð í dauðaþögn, á næsta ári á ensku þá kaus Ásgeir að syngja á íslensku fyrir þá fjölmörgu Íslendinga sem fjölmenntu á tónleikanna. Hæfileikar Ásgeirs eru ótvíræðir og frammistaða hans í Hörpu var eftir því. Söngur hans frábær að vanda og flutningur hljómsveitarinnar fumlaus. Ásgeir lék einnig ný lög á tónleikunum, m.a. lagið Lupin Intrugie sem kom út á smáskífu kappans í sumar. Fallegt lag í anda þeirra sem komu út á fyrstu plötu kappans. Tónleikarnir voru sem sálræn afslöppun. Fallegar melódíur og söngur Ásgeirs leið um salinn og sálarró færðist yfir undirritaðan í nokkrum lögum. Sem fyrr var Ásgeir fámáll á milli laga. Það er það eina sem hægt er að setja út á tónleikanna sem að öllu öðru leyti voru fyrsta flokks.Niðurstaða: Frábærir tónleikar þar sem tónlistin var í aðalhlutverki.
Gagnrýni Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Elísabet fær uppreist æru Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira