Dönsuðu við framandi tóna Freyr Bjarnason skrifar 4. nóvember 2013 00:00 Omar Souleyman töfraði fram skemmtilega stemmningu. Fréttablaðið/Arnþór Omar Souleyman Iceland Airwaves-hátíðin Harpa-silfurberg Sýrlenski tónlistarmaðurinn Omar Souleyman er líklega þekktastur hér á landi fyrir að hafa starfað með Björk Guðmundsdóttur á hennar síðustu plötu, Biophilia. Björk var einmitt á meðal áhorfenda á tónleikunum en lét vera að stíga á svið með vini sínum. Souleyman er goðsögn í heimalandi sínu en undanfarin ár hefur hann verið duglegur við að spila utan heimalands síns við góðar undirtektir. Kappinn mætti á sviðið klæddur á arabískan máta, með köflóttan klút á höfðinu og með sólgleraugu. Með honum var hljómborðs- og taktspilari og tókst þeim félögum að ná upp mjög góðri stemningu í salnum með arabískri danstónlist sinni. Tónleikagestir dilluðu sér við þessa framandi tóna á meðan Souleyman sjálfur var yfirvegunin uppmáluð og hreyfði hendurnar aðeins stöku sinnum til að fá fólk til að klappa með. Tónlistin sjálf heillaði mig samt ekki mikið. Manni leið dálítið eins og sama lagið hafi gengið í gengum alla tónleikana, með örlitlum blæbrigðamun. Kannski spilaði þar inn í lítil þekking á þessari tónlistarstefnu. Engu að síður fær Souleyman stóran plús fyrir stemninguna sem hann skapaði og verður tónleikanna vafalítið minnst fyrir þær sakir.Niðurstaða: Souleyman bjó til flotta stemningu í Silfurbergi. Gagnrýni Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Omar Souleyman Iceland Airwaves-hátíðin Harpa-silfurberg Sýrlenski tónlistarmaðurinn Omar Souleyman er líklega þekktastur hér á landi fyrir að hafa starfað með Björk Guðmundsdóttur á hennar síðustu plötu, Biophilia. Björk var einmitt á meðal áhorfenda á tónleikunum en lét vera að stíga á svið með vini sínum. Souleyman er goðsögn í heimalandi sínu en undanfarin ár hefur hann verið duglegur við að spila utan heimalands síns við góðar undirtektir. Kappinn mætti á sviðið klæddur á arabískan máta, með köflóttan klút á höfðinu og með sólgleraugu. Með honum var hljómborðs- og taktspilari og tókst þeim félögum að ná upp mjög góðri stemningu í salnum með arabískri danstónlist sinni. Tónleikagestir dilluðu sér við þessa framandi tóna á meðan Souleyman sjálfur var yfirvegunin uppmáluð og hreyfði hendurnar aðeins stöku sinnum til að fá fólk til að klappa með. Tónlistin sjálf heillaði mig samt ekki mikið. Manni leið dálítið eins og sama lagið hafi gengið í gengum alla tónleikana, með örlitlum blæbrigðamun. Kannski spilaði þar inn í lítil þekking á þessari tónlistarstefnu. Engu að síður fær Souleyman stóran plús fyrir stemninguna sem hann skapaði og verður tónleikanna vafalítið minnst fyrir þær sakir.Niðurstaða: Souleyman bjó til flotta stemningu í Silfurbergi.
Gagnrýni Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira