Jón Margeir Sverrisson úr Fjölni og Kolbrún Alda Stefánsdóttir úr Firði tryggðu sér í dag Norðurlandameistaratitla á NM í sundi fatlaðra í Stokkhólmi en íslenski hópurinn náði frábærum árangri í fyrsta mótshluta í Eriksdalsbadet í dag.
Jón Margeir Sverrisson varð Norðurlandameistari í bæði 200 metra skriðsundi og 100 metra flugsundi en hann setti nýtt Íslandsmet í flugsundinu.
Kolbrún Alda Stefánsdóttir varð Norðurlandameistari í 50 metra baksundi á nýju Íslandsmeti.
Thelma Björg Björnsdóttir úr ÍFR byrjaði daginn á því að setja tvö Íslandsmet í 400 metra skriðsundi, bæði í sundinu sjálfu sem og í 200 metra skriðsundi (millitími).
Sport