Eiður Smári táraðist í sjónvarpsviðtali: Minn síðasti landsleikur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2013 21:33 Eiður Smári Guðjohnsen. Mynd/Daníel Eiður Smári Guðjohnsen táraðist í viðtali í útsendingu sjónvarpsins eftir tapleikinn á móti Króatíu. Hann tilkynnti síðan í lok viðtalsins að hann hafi líklega spilað sinn síðasta landsleiks í Zagreb í kvöld. „Í heildina lítið, því miður, náðum við ekki að spila nógu vel í kvöld. Vorum ragir framan af að taka boltann niður og spila á milli. mikið af háum boltum fram sem við náðum ekki að vinna. Spilaðist ekki nægilega vel, alla vega ekki eins og við ætluðum okkur," sagði Eiður Smári í viðtali við Hauk Harðarson, íþróttafréttamann hjá Sjónvarpinu. „Svo kemur rauða spjaldið og við náum að halda ró okkar fram að hálfleik. En annað markið var rothögg og drepur okkur í raun. Hefði staðan verið 1-0 hefði þetta alltaf verið mögulegt en miðað við hvernig leikurinn þróaðist var erfitt að brjóta þá á bak aftur og skora tvö," sagði Eiður Smári. „Fyrri leikurinn tók líklega of mikla orku af okkur, að spila manni færri í rúmar 45 mínútur hefur tekið sinn toll. Svekkelsið er mikið. menn leyfðu sér að dreyma, eins og allir landsmenn gerðu kannski. Eftir mesta svekkelsið ættum við að reyna að halda upp á þann áfanga sem við náðum. Við náðum að gleðja fólkið og skapa smá spennu í kringum landsliðið," sagði Eiður Smári. Haukur spurði síðan Eið Smára um framhaldið í landsliðinu og þá tóku við dramatískar sekúndur þar sem markahæsti leikmaður Íslands frá upphafi réð ekki við tilfinningar sínar, brotnaði niður og táraðist. „Ég er ansi hræddur að þetta hafi verið minn síðasti landsleikur," sagði Eiður Smári síðan og fékk síðan faðmlag að launum frá Hauki. Dramatísk og söguleg stund.Hér má horfa á viðtalið við Eið Smára. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Fleiri fréttir Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen táraðist í viðtali í útsendingu sjónvarpsins eftir tapleikinn á móti Króatíu. Hann tilkynnti síðan í lok viðtalsins að hann hafi líklega spilað sinn síðasta landsleiks í Zagreb í kvöld. „Í heildina lítið, því miður, náðum við ekki að spila nógu vel í kvöld. Vorum ragir framan af að taka boltann niður og spila á milli. mikið af háum boltum fram sem við náðum ekki að vinna. Spilaðist ekki nægilega vel, alla vega ekki eins og við ætluðum okkur," sagði Eiður Smári í viðtali við Hauk Harðarson, íþróttafréttamann hjá Sjónvarpinu. „Svo kemur rauða spjaldið og við náum að halda ró okkar fram að hálfleik. En annað markið var rothögg og drepur okkur í raun. Hefði staðan verið 1-0 hefði þetta alltaf verið mögulegt en miðað við hvernig leikurinn þróaðist var erfitt að brjóta þá á bak aftur og skora tvö," sagði Eiður Smári. „Fyrri leikurinn tók líklega of mikla orku af okkur, að spila manni færri í rúmar 45 mínútur hefur tekið sinn toll. Svekkelsið er mikið. menn leyfðu sér að dreyma, eins og allir landsmenn gerðu kannski. Eftir mesta svekkelsið ættum við að reyna að halda upp á þann áfanga sem við náðum. Við náðum að gleðja fólkið og skapa smá spennu í kringum landsliðið," sagði Eiður Smári. Haukur spurði síðan Eið Smára um framhaldið í landsliðinu og þá tóku við dramatískar sekúndur þar sem markahæsti leikmaður Íslands frá upphafi réð ekki við tilfinningar sínar, brotnaði niður og táraðist. „Ég er ansi hræddur að þetta hafi verið minn síðasti landsleikur," sagði Eiður Smári síðan og fékk síðan faðmlag að launum frá Hauki. Dramatísk og söguleg stund.Hér má horfa á viðtalið við Eið Smára.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Fleiri fréttir Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum Sjá meira