Súperman dreymdi Eið Smára | Íslendingar í banastuði í Króatíu Kolbeinn Tumi Daðason í Zagreb skrifar 19. nóvember 2013 13:01 Félagarnir Stefán Már Sigríðarson, Þórir Örn Ólafsson, Jóhann Ingi Hafþórsson og Árni Þór Gunnarsson voru byrjaðir að hita upp á hótelherbergi í Zagreb um tvöleytið í dag. Félagarnir tilheyra Tólfunni, stuðningsmannasveit landsliðsins, sem látið hefur vel í sér heyra á leikjum liðsins heima sem erlendis. Árni Þór öðlaðist því sem næst heimsfrægð í Súperman-búningi sínum þar sem hann grét gleðitárum að loknu 1-1 jafnteflinu gegn Norðmönnum í Ósló. „Af öryggisástæðum ætla ég ekki að fara í búninginn fyrr en á vellinum. Svo er líka svo rosalega heitt í honum,“ segir Árni Þór léttur en búningurinn frægi var að sjálfsögðu með í för. Fjölmargir félagar þeirra úr Tólfunni höfðu ekki efni á að fylgja landsliðinu til Zagreb. Meðal annars vantar aðaltrommuleikarann í hópnum, Joey Drummer, en erfitt verður að fylla hans skarð.Árni Þór grét gleðitárum í Súperman-búningi sínum í Ósló. Mynd/VilhelmStrákarnir ætla þó að gera sitt besta en þeir hafa fest kaup á bæði forlátum bongótrommum og gítar. Þeir ætla að styðja lið sitt til sigurs í kvöld og eru heilt yfir bjartsýnir á úrslit leiksins. „1-0 fyrir Ísland,“ segir Stefán Már og Þórir Örn segir að 1-1 jafntefli muni fleyta íslenska liðinu til Brasilíu. Jóhann Ingi segir sérstaklega ósannspár og af því tilefni spáir hann 1-0 sigri Króata. „Mig dreymdi Eið Smára í nótt. Ég held að hann eigi eftir að koma okkur til Brasilíu,“ segir Árni Þór. Strákarnir voru í banastuði þegar undirritaður hitti þá á herbergi sínu í dag. Þeir voru komnir í fínan gír og gáfu smá sýnishorn á þeim stuðningi sem íslenska landsliðið á von á í leiknum á Maksimir-leikvanginum í kvöld. Fótbolti HM 2014 í Brasilíu Video kassi sport íþróttir Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Birkir gæti hætt: Fékk spennandi starf en svo fór allt í skrúfuna Fótbolti Fleiri fréttir Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Kane afgreiddi Brassana „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Joao Pedro til Chelsea Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Evrópumeistararnir rúlluðu yfir Messi og félaga Sjá meira
Félagarnir Stefán Már Sigríðarson, Þórir Örn Ólafsson, Jóhann Ingi Hafþórsson og Árni Þór Gunnarsson voru byrjaðir að hita upp á hótelherbergi í Zagreb um tvöleytið í dag. Félagarnir tilheyra Tólfunni, stuðningsmannasveit landsliðsins, sem látið hefur vel í sér heyra á leikjum liðsins heima sem erlendis. Árni Þór öðlaðist því sem næst heimsfrægð í Súperman-búningi sínum þar sem hann grét gleðitárum að loknu 1-1 jafnteflinu gegn Norðmönnum í Ósló. „Af öryggisástæðum ætla ég ekki að fara í búninginn fyrr en á vellinum. Svo er líka svo rosalega heitt í honum,“ segir Árni Þór léttur en búningurinn frægi var að sjálfsögðu með í för. Fjölmargir félagar þeirra úr Tólfunni höfðu ekki efni á að fylgja landsliðinu til Zagreb. Meðal annars vantar aðaltrommuleikarann í hópnum, Joey Drummer, en erfitt verður að fylla hans skarð.Árni Þór grét gleðitárum í Súperman-búningi sínum í Ósló. Mynd/VilhelmStrákarnir ætla þó að gera sitt besta en þeir hafa fest kaup á bæði forlátum bongótrommum og gítar. Þeir ætla að styðja lið sitt til sigurs í kvöld og eru heilt yfir bjartsýnir á úrslit leiksins. „1-0 fyrir Ísland,“ segir Stefán Már og Þórir Örn segir að 1-1 jafntefli muni fleyta íslenska liðinu til Brasilíu. Jóhann Ingi segir sérstaklega ósannspár og af því tilefni spáir hann 1-0 sigri Króata. „Mig dreymdi Eið Smára í nótt. Ég held að hann eigi eftir að koma okkur til Brasilíu,“ segir Árni Þór. Strákarnir voru í banastuði þegar undirritaður hitti þá á herbergi sínu í dag. Þeir voru komnir í fínan gír og gáfu smá sýnishorn á þeim stuðningi sem íslenska landsliðið á von á í leiknum á Maksimir-leikvanginum í kvöld.
Fótbolti HM 2014 í Brasilíu Video kassi sport íþróttir Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Birkir gæti hætt: Fékk spennandi starf en svo fór allt í skrúfuna Fótbolti Fleiri fréttir Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Kane afgreiddi Brassana „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Joao Pedro til Chelsea Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Evrópumeistararnir rúlluðu yfir Messi og félaga Sjá meira