Tími til að smakka bjór Úlfar Linnet skrifar 15. nóvember 2013 10:15 Jólabjórsmökkun var hægðarleikur fyrir 10 árum þegar aðeins átta gerðir af jólabjór voru á markaðnum, sem voru flestar á svipuðum slóðum, með léttum karamellukeim, rambandi í rúmlega 5%. Það eina sem bjóráhugamaðurinn þurfti að gera var að verða sér úti um eina flösku af hverjum, hóa saman nokkrum félögum og smakka allar tegundirnar. Árið 2013 er jólabjórsmökkunin ekki svo auðveld. Skráðir eru til leiks 26 bjórar í öllum regnbogans litum. Finna má sætan bjór og beiskan. Karamellur, humla og margs konar krydd. Sá léttasti er hlægilega nálægt því að vera léttöl (2,26%) en sá sterkasti er nær mörkum léttvíns (10%). Það er hægt að slá því föstu að bjórsmökkun sem felur í sér að byrja snemma og smakka alla bjórana á einu kvöldi mun ekki leiða margt gott af sér fyrir aðra en lyfjaframleiðendur. Einnig væri slík smökkun glatað tækifæri því það fylgir því mikil gleði að smakka nýjan bjór og mikilvægt að njóta þess almennilega. Til að hámarka gleðina eru hér tillögur að bjórsmökkun sem móta má að allra geði. Á einu kvöldi er hæfilegt að smakka um átta bjóra svo þrjár smakkanir þarf fyrir allar tegundir. Þrír ættu að geta deilt venjulegri flösku og lítil bjórglös eða rauðvínsglös eru tilvalin. Til að gera valið einfalt er jólabjórnum hér skipt í átta flokka. Fjölbreytta smökkun má útfæra með því að velja einn bjór úr hverjum flokki. Fyrir þemasmökkun, svo sem sterkir og kryddaðir eða klassískir, má smakka allan bjórinn úr tveimur til þremur flokkum. Hvernig sem farið er að er mikilvægt að kalla saman góða vini og virkilega njóta þessa skemmtilega jólaboðs.Flokkur 1: Klassískir danskir (í tilefni heimsóknar Margrétar Danadrottningar) Tuborg Christmas Dökkgyltur með karamellu og lakkrístónum. Maltsæta vel til staðar í bragði.Carls JulDökkgylltur bjór með ristaðri karamellu og sætuvotti. Karakter í eftirbragði sem humlar gefa einkennandi beiskju.Royal X-MasHvítur : dökkgylltur, sætuangan, léttur bjór, ekki beiskur. Blár : Koparleitur. Brúnaður sykur og örlítil rist. Beiskja í eftirbragði.Harboe Jule BrygDökkgylltur. Malt, tónar af karamellu.Flokkur 2: Klassískir íslenskir úr smiðju þeirra stóru Víking Jólabjór Gylltur Ilmur ber með sér malt og sætuvott. Karamellu-undirtónn í bragði. Ferskt bragð með jafnvægi milli sætu og beiskju. Léttur bjór. Jólagull Dökkgylltur Skemmtilegur ilmur með humlum, votti af karamellum og appelsínu. Maltsæta og létt rist í bragði. Jafnvægi milli sætu og beiskju. Jólalegur. Thule Jólabjór Dökkgylltur Karamellur og lakkrís í ilmi. Keyrir á sætari hliðinni með kandístónum.Flokkur 3: Klassískir íslenskir úr smiðju þeirra litlu Jólakaldi Dökkgylltur Sæta, ávextir og humlakeimur. Jafnvægi milli sætu og beiskju. Ber sig vel og sver sig ætt Kalda.Steðji Jólabjór Koparleitur. Ilmur ber með sér græn epli og brúnaðan sykur. Jafnvægi milli sætu og beiskju. Lakkrís einkennandi í löngu eftirbragði.Gæðingur Jólabjór Dökkur bjór, ósíaður. Rúsínur og ristaðir tónar.Flokkur 4: Sér á báti, bjór með sinn eigin karakter Stúfur #21 (2,26%) Flókinn kryddilmur ættaður frá piparkökum. Í bragði er skýr reykur og krydd. Eftirbragð einkennist af kakónibbum og lakkrís. Ólíkur öðrum bjór.Egils Malt Jólabjór Stóribróðir maltsins. Hefur öll einkenni malts með sætu og lakkrís í forgrunni.Fokkur 5 : Kryddaður bjór Ölvisholt Brugghús Jólabjór Dökkur koparleitur bjór með margþættum kryddilmi. Gott jafnvægi milli sætu, beiskju og engifers.Vel gerður bjór.Mikeller Hoppy Lovin Christmas Rafgullinn. Mikil humlaangan með grenitónum. Beiskur og þurr bjór með skemmtilegt jafnvægi umleikið af engifer.Anchor Christmas Ale 2013Brúnleitur. Appelsínur, greni, rist og sæta í ilmi. Bragðmikill bjór, hæfilega kriddaður, gott jafnvægi beiskju megin við miðju.Flokkur 6 : Stór og sterkur bjór í klassískum stíl Víking Jóla Bock Koparleitur bjór. Brúnaður sykur. Karamella og rist í bragði. Þétt bragð og gott jafnvægi. Einstök Doppel Bock Jólabjór Koparleitur. Malt og sæta í ilmi. Bragð ber með sér karamellur í góðu jafnvægi við beiskju. Vel gerður.Shepherd Naemae Christmas Ale Enskt sterkt öl í klassískum stíl.Albani Jule Bryg Koparleitur. Ávextir og sæta. Sýra, sæta og beiskja í góðu jafnvægi. Örlítill hiti og smá Belgi.Flokkur 7 : Jólastout og porter (bara einn þetta árið)Mikkeller Fra Til Imperial Porter Jólabjór Kolbikasvartur með dökka froðu. Sterk rist og öflug humlaangan, vanilla. Í bragði má finna ristað malt, kaffi, sýru og þétta beiskju. Krydd í eftirbragði.Flokkur 8 : Stóra deildin, frjáls aðferð Giljagaur Jólabjór Ávextir, möndlukaka, vanilla, eik og ristaðir tónar. Er, líkt og viskí, mjúkur og grófur í senn. Vandaður bjór. Aðeins fáanlegur í gjafaöskju – pakkajól.Mikkeller Red White Christmas Rauður bjór. Ilmar af humlum, kryddi og maltsætu. Appelsína og kóríander. Beiskja vel til staðar sem spilar vel á móti sætunni.Snowball Saison Jólabjór Ljósgylltur. Mikil humlaangan með sítrusávöxtum. Þurr bjór, humlar í eftirbragði, léttur sveitakeimur (brettanomyces).Þrjár tegundir hafa ekki fengið umfjöllun. Santa's little helper frá Mikeller er hægt að sérpanta í ÁTVR. Frá Gæðingi kemur reyktur jólabjór í belgískum stíl sem kallast Ýlir. Hann verður í mjög takmörkuðu upplagi og verður ekki kominn í vínbúðir 15. nóvember. Stella artois verður fáanlegur í jólaumbúðum.Ancor Christmas Ale og Shepherd Naemae Christmas Ale verða ekki komnir á markað 15. nóvember.Góða skemmtun! Úlfar Linnet Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Jólabjórsmökkun var hægðarleikur fyrir 10 árum þegar aðeins átta gerðir af jólabjór voru á markaðnum, sem voru flestar á svipuðum slóðum, með léttum karamellukeim, rambandi í rúmlega 5%. Það eina sem bjóráhugamaðurinn þurfti að gera var að verða sér úti um eina flösku af hverjum, hóa saman nokkrum félögum og smakka allar tegundirnar. Árið 2013 er jólabjórsmökkunin ekki svo auðveld. Skráðir eru til leiks 26 bjórar í öllum regnbogans litum. Finna má sætan bjór og beiskan. Karamellur, humla og margs konar krydd. Sá léttasti er hlægilega nálægt því að vera léttöl (2,26%) en sá sterkasti er nær mörkum léttvíns (10%). Það er hægt að slá því föstu að bjórsmökkun sem felur í sér að byrja snemma og smakka alla bjórana á einu kvöldi mun ekki leiða margt gott af sér fyrir aðra en lyfjaframleiðendur. Einnig væri slík smökkun glatað tækifæri því það fylgir því mikil gleði að smakka nýjan bjór og mikilvægt að njóta þess almennilega. Til að hámarka gleðina eru hér tillögur að bjórsmökkun sem móta má að allra geði. Á einu kvöldi er hæfilegt að smakka um átta bjóra svo þrjár smakkanir þarf fyrir allar tegundir. Þrír ættu að geta deilt venjulegri flösku og lítil bjórglös eða rauðvínsglös eru tilvalin. Til að gera valið einfalt er jólabjórnum hér skipt í átta flokka. Fjölbreytta smökkun má útfæra með því að velja einn bjór úr hverjum flokki. Fyrir þemasmökkun, svo sem sterkir og kryddaðir eða klassískir, má smakka allan bjórinn úr tveimur til þremur flokkum. Hvernig sem farið er að er mikilvægt að kalla saman góða vini og virkilega njóta þessa skemmtilega jólaboðs.Flokkur 1: Klassískir danskir (í tilefni heimsóknar Margrétar Danadrottningar) Tuborg Christmas Dökkgyltur með karamellu og lakkrístónum. Maltsæta vel til staðar í bragði.Carls JulDökkgylltur bjór með ristaðri karamellu og sætuvotti. Karakter í eftirbragði sem humlar gefa einkennandi beiskju.Royal X-MasHvítur : dökkgylltur, sætuangan, léttur bjór, ekki beiskur. Blár : Koparleitur. Brúnaður sykur og örlítil rist. Beiskja í eftirbragði.Harboe Jule BrygDökkgylltur. Malt, tónar af karamellu.Flokkur 2: Klassískir íslenskir úr smiðju þeirra stóru Víking Jólabjór Gylltur Ilmur ber með sér malt og sætuvott. Karamellu-undirtónn í bragði. Ferskt bragð með jafnvægi milli sætu og beiskju. Léttur bjór. Jólagull Dökkgylltur Skemmtilegur ilmur með humlum, votti af karamellum og appelsínu. Maltsæta og létt rist í bragði. Jafnvægi milli sætu og beiskju. Jólalegur. Thule Jólabjór Dökkgylltur Karamellur og lakkrís í ilmi. Keyrir á sætari hliðinni með kandístónum.Flokkur 3: Klassískir íslenskir úr smiðju þeirra litlu Jólakaldi Dökkgylltur Sæta, ávextir og humlakeimur. Jafnvægi milli sætu og beiskju. Ber sig vel og sver sig ætt Kalda.Steðji Jólabjór Koparleitur. Ilmur ber með sér græn epli og brúnaðan sykur. Jafnvægi milli sætu og beiskju. Lakkrís einkennandi í löngu eftirbragði.Gæðingur Jólabjór Dökkur bjór, ósíaður. Rúsínur og ristaðir tónar.Flokkur 4: Sér á báti, bjór með sinn eigin karakter Stúfur #21 (2,26%) Flókinn kryddilmur ættaður frá piparkökum. Í bragði er skýr reykur og krydd. Eftirbragð einkennist af kakónibbum og lakkrís. Ólíkur öðrum bjór.Egils Malt Jólabjór Stóribróðir maltsins. Hefur öll einkenni malts með sætu og lakkrís í forgrunni.Fokkur 5 : Kryddaður bjór Ölvisholt Brugghús Jólabjór Dökkur koparleitur bjór með margþættum kryddilmi. Gott jafnvægi milli sætu, beiskju og engifers.Vel gerður bjór.Mikeller Hoppy Lovin Christmas Rafgullinn. Mikil humlaangan með grenitónum. Beiskur og þurr bjór með skemmtilegt jafnvægi umleikið af engifer.Anchor Christmas Ale 2013Brúnleitur. Appelsínur, greni, rist og sæta í ilmi. Bragðmikill bjór, hæfilega kriddaður, gott jafnvægi beiskju megin við miðju.Flokkur 6 : Stór og sterkur bjór í klassískum stíl Víking Jóla Bock Koparleitur bjór. Brúnaður sykur. Karamella og rist í bragði. Þétt bragð og gott jafnvægi. Einstök Doppel Bock Jólabjór Koparleitur. Malt og sæta í ilmi. Bragð ber með sér karamellur í góðu jafnvægi við beiskju. Vel gerður.Shepherd Naemae Christmas Ale Enskt sterkt öl í klassískum stíl.Albani Jule Bryg Koparleitur. Ávextir og sæta. Sýra, sæta og beiskja í góðu jafnvægi. Örlítill hiti og smá Belgi.Flokkur 7 : Jólastout og porter (bara einn þetta árið)Mikkeller Fra Til Imperial Porter Jólabjór Kolbikasvartur með dökka froðu. Sterk rist og öflug humlaangan, vanilla. Í bragði má finna ristað malt, kaffi, sýru og þétta beiskju. Krydd í eftirbragði.Flokkur 8 : Stóra deildin, frjáls aðferð Giljagaur Jólabjór Ávextir, möndlukaka, vanilla, eik og ristaðir tónar. Er, líkt og viskí, mjúkur og grófur í senn. Vandaður bjór. Aðeins fáanlegur í gjafaöskju – pakkajól.Mikkeller Red White Christmas Rauður bjór. Ilmar af humlum, kryddi og maltsætu. Appelsína og kóríander. Beiskja vel til staðar sem spilar vel á móti sætunni.Snowball Saison Jólabjór Ljósgylltur. Mikil humlaangan með sítrusávöxtum. Þurr bjór, humlar í eftirbragði, léttur sveitakeimur (brettanomyces).Þrjár tegundir hafa ekki fengið umfjöllun. Santa's little helper frá Mikeller er hægt að sérpanta í ÁTVR. Frá Gæðingi kemur reyktur jólabjór í belgískum stíl sem kallast Ýlir. Hann verður í mjög takmörkuðu upplagi og verður ekki kominn í vínbúðir 15. nóvember. Stella artois verður fáanlegur í jólaumbúðum.Ancor Christmas Ale og Shepherd Naemae Christmas Ale verða ekki komnir á markað 15. nóvember.Góða skemmtun!
Úlfar Linnet Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira